38 toppleikmenn eiga rætur í Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2012 07:00 Barcelona-menn fagna hér einu af fjölmörgum mörkum sínum í vetur. Mynd/NordicPhotos/Getty Það kemur kannski fáum á óvart en ný svissnesk rannsókn sýnir fram á það að Barcelona er í nokkrum sérflokki þegar kemur að því að framleiða leikmenn fyrir fimm bestu deildirnar í Evrópu. Unglingaakademía félagsins fær enn eitt hrósið í nýrri alþjóðlegri rannsókn. Svissneska CIES-félagið, sem leggur stund á margs konar knattspyrnurannsóknir, ákvað að kanna uppruna leikmanna í fimm bestu deildum Evrópu. Þetta eru enska úrvalsdeildin, spænska úrvalsdeildin, ítalska A-deildin, þýska bundesligan og franska 1. deildin. Lið telst hafa framleitt fótboltamann ef hann hefur verið hjá félaginu frá 15 ára til 21 árs. Í sumum tilfellum hafa tvö félög komið að því að ala upp fótboltamenn ef hann hefur verið hjá tveimur félögum á þessum árum. Alls var uppruninn kannaður hjá 2.286 leikmönnum í þessum fimm deildum sem innihalda alls 98 félög. Eitt félag átti heiðurinn af 2.170 leikmönnum en hjá 116 leikmönnum átti tvö félög heiðurinn að því að gera leikmanninn að toppfótboltamanni. Alls eiga 805 félög uppalinn leikmann í fimm bestu deildum Evrópu. Barcelona hefur náð því á þessu tímabili að stilla upp ellefu manna liði af uppöldum Barcelona-leikmönnum og alls eru fjórtán leikmenn úr akademíu félagsins að spila með aðalliði félagsins. Þar á meðal eru snillingar eins og Lionel Messi, Xavi og Andrés Iniesta en félagið á einnig fullt af mönnum annars staðar. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að alls eiga 38 leikmenn í fimm bestu deildum Evrópu rætur í Katalóníu. Barcelona á eitt heiðurinn af 36 mönnum en tveir eyddu líka nokkrum árum hjá öðru félagi. Meðal Barcelona-manna í öðrum félögum eru Oriol Remeu hjá Chelsea, Pepe Reina hjá Liverpool og Mikel Arteta hjá Arsenal. Barcelona hefur framleitt sjö fleirum leikmenn en næsta félag, sem er Lyon í Frakkklandi. Real Madrid er síðan í þriðja sætinu með 29 leikmenn. Manchester United er efst af liðunum í ensku úrvalsdeildinni (4.-5. sæti) en alls eru 24 leikmenn frá United að spila í fimm bestu deildum Evrópu í dag. Arsenal á 20 leikmenn í bestu deildunum og bæði Aston Villa og Tottenham eiga 15 leikmenn. Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Sjá meira
Það kemur kannski fáum á óvart en ný svissnesk rannsókn sýnir fram á það að Barcelona er í nokkrum sérflokki þegar kemur að því að framleiða leikmenn fyrir fimm bestu deildirnar í Evrópu. Unglingaakademía félagsins fær enn eitt hrósið í nýrri alþjóðlegri rannsókn. Svissneska CIES-félagið, sem leggur stund á margs konar knattspyrnurannsóknir, ákvað að kanna uppruna leikmanna í fimm bestu deildum Evrópu. Þetta eru enska úrvalsdeildin, spænska úrvalsdeildin, ítalska A-deildin, þýska bundesligan og franska 1. deildin. Lið telst hafa framleitt fótboltamann ef hann hefur verið hjá félaginu frá 15 ára til 21 árs. Í sumum tilfellum hafa tvö félög komið að því að ala upp fótboltamenn ef hann hefur verið hjá tveimur félögum á þessum árum. Alls var uppruninn kannaður hjá 2.286 leikmönnum í þessum fimm deildum sem innihalda alls 98 félög. Eitt félag átti heiðurinn af 2.170 leikmönnum en hjá 116 leikmönnum átti tvö félög heiðurinn að því að gera leikmanninn að toppfótboltamanni. Alls eiga 805 félög uppalinn leikmann í fimm bestu deildum Evrópu. Barcelona hefur náð því á þessu tímabili að stilla upp ellefu manna liði af uppöldum Barcelona-leikmönnum og alls eru fjórtán leikmenn úr akademíu félagsins að spila með aðalliði félagsins. Þar á meðal eru snillingar eins og Lionel Messi, Xavi og Andrés Iniesta en félagið á einnig fullt af mönnum annars staðar. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að alls eiga 38 leikmenn í fimm bestu deildum Evrópu rætur í Katalóníu. Barcelona á eitt heiðurinn af 36 mönnum en tveir eyddu líka nokkrum árum hjá öðru félagi. Meðal Barcelona-manna í öðrum félögum eru Oriol Remeu hjá Chelsea, Pepe Reina hjá Liverpool og Mikel Arteta hjá Arsenal. Barcelona hefur framleitt sjö fleirum leikmenn en næsta félag, sem er Lyon í Frakkklandi. Real Madrid er síðan í þriðja sætinu með 29 leikmenn. Manchester United er efst af liðunum í ensku úrvalsdeildinni (4.-5. sæti) en alls eru 24 leikmenn frá United að spila í fimm bestu deildum Evrópu í dag. Arsenal á 20 leikmenn í bestu deildunum og bæði Aston Villa og Tottenham eiga 15 leikmenn.
Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Sjá meira