Ocean á plötu ársins 6. desember 2012 07:00 Tónlistarmaðurinn Frank Ocean á plötu ársins samkvæmt erlendum árslistum.nordicphotos/getty Eins og venjan er á þessum árstíma eru listar yfir bestu plötur ársins byrjaðir að tínast inn hjá erlendum tímaritum og vefsíðum. Samkvæmt þeim er fyrsta hefðbundna plata bandaríska R&B-tónlistarmannsins Frank Ocean, Channel Orange, sú besta á árinu. Hún er víðast hvar á topp fimm og hjá Metacritic.com sem tekur saman alla dóma ársins er hún efst á blaði. Þetta kemur ekki á óvart því Channel Orange fékk frábæra dóma úti í heimi og hér á landi hlaut hún einnig athygli. Fimm stjörnur hjá gagnrýnanda Fréttablaðsins bera vott um það. „Textarnir eru öðruvísi heldur en á þessari dæmigerðu r&b-plötu, tónlistin er ferskari og hugmyndaríkari og umgjörðin er sömuleiðis nýstárleg,“ sagði í dóminum. Blúsrokkarinn Jack White, fyrrum liðsmaður The White Stripes, virðist hafa hitt í mark með sinni fyrstu sólóplötu, Blunderbuss, og bandaríski rapparinn Kendrick Lamar er í efsta sætinu hjá Pitchfork. Aðrir ofarlega á blaði eru kanadíska söngvaskáldið Leonard Cohen og áströlsku sýrurokkararnir í Tame Impala. Fáar konur koma við sögu á árslistunum. Helst má nefna bandarísku tónlistarkonuna Fionu Apple og Grimes, sem er alter-egó hinnar kanadísku Claire Bouche. Tónlist Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Eins og venjan er á þessum árstíma eru listar yfir bestu plötur ársins byrjaðir að tínast inn hjá erlendum tímaritum og vefsíðum. Samkvæmt þeim er fyrsta hefðbundna plata bandaríska R&B-tónlistarmannsins Frank Ocean, Channel Orange, sú besta á árinu. Hún er víðast hvar á topp fimm og hjá Metacritic.com sem tekur saman alla dóma ársins er hún efst á blaði. Þetta kemur ekki á óvart því Channel Orange fékk frábæra dóma úti í heimi og hér á landi hlaut hún einnig athygli. Fimm stjörnur hjá gagnrýnanda Fréttablaðsins bera vott um það. „Textarnir eru öðruvísi heldur en á þessari dæmigerðu r&b-plötu, tónlistin er ferskari og hugmyndaríkari og umgjörðin er sömuleiðis nýstárleg,“ sagði í dóminum. Blúsrokkarinn Jack White, fyrrum liðsmaður The White Stripes, virðist hafa hitt í mark með sinni fyrstu sólóplötu, Blunderbuss, og bandaríski rapparinn Kendrick Lamar er í efsta sætinu hjá Pitchfork. Aðrir ofarlega á blaði eru kanadíska söngvaskáldið Leonard Cohen og áströlsku sýrurokkararnir í Tame Impala. Fáar konur koma við sögu á árslistunum. Helst má nefna bandarísku tónlistarkonuna Fionu Apple og Grimes, sem er alter-egó hinnar kanadísku Claire Bouche.
Tónlist Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira