Daníel á toppnum í Svíþjóð með nýtt lag 6. desember 2012 07:00 „Umboðsmaðurinn minn er að minnsta kosti rosalega stoltur og ánægður með mig þessa dagana. Þetta er auðvitað ógeðslega gaman og ég get ekki kvartað," segir söngvarinn Daníel Óliver glaður í bragði. Lag Daníels Ólivers, DJ Blow My Speakers, var gefið út í Svíþjóð á mánudaginn en það er fyrsta lagið sem söngvarinn gefur út fyrir alþjóðlegan markað. Lagið skaust samdægurs í fyrsta sæti á listanum yfir mest keyptu raftónlistar-lögin á iTunes í Svíþjóð og hefur haldið því sæti síðan. Á heildarlistanum yfir mest keyptu lögin á iTunes í Svíþjóð situr lagið í 60. sæti. „Þetta er þvílíkur heiður. Það telst góður árangur að ná inn á topp 100 á þeim lista svo ég er auðvitað í skýjunum," segir Daníel. Daníel Óliver hefur komið fram á nokkrum tónleikum í Stokkhólmi og Malmö, auk þess sem hann fór til London í lok september og hélt þar tónleika fyrir smekkfullu húsi. Þar fyrir utan hefur hann tekið að sér nokkur verkefni sem plötusnúður. „Ég hef verið duglegur að spila íslenska tónlist og það hefur fallið vel í kramið. Ég spila Erp Eyvindsson töluvert við góðar undirtektir," segir hann. Spurður hvað sé á döfinni hjá Daníel segir hann nokkur remix af DJ Blow My Speaker vera á leiðinni og að samningaviðræður um plötu séu í gangi við nokkur plötufyrirtæki. „Svo ætla ég að koma heim um jólin og hitta fjölskylduna og vinina. Það hefur verið svakaleg keyrsla í gangi að undanförnu svo það verður frábært að koma heim og liggja aðeins í leti," segir hann. Breska tónlistarvefsíðan Scandipop birti umfjöllun um Daníel Óliver í vikunni og er hann þar kallaður næsti poppprins norðursins. Er hann korteri frá heimsfrægð? „Kannski ekki alveg en þetta er að minnsta kosti mjög góð byrjun," segir hann og hlær. tinnaros@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Umboðsmaðurinn minn er að minnsta kosti rosalega stoltur og ánægður með mig þessa dagana. Þetta er auðvitað ógeðslega gaman og ég get ekki kvartað," segir söngvarinn Daníel Óliver glaður í bragði. Lag Daníels Ólivers, DJ Blow My Speakers, var gefið út í Svíþjóð á mánudaginn en það er fyrsta lagið sem söngvarinn gefur út fyrir alþjóðlegan markað. Lagið skaust samdægurs í fyrsta sæti á listanum yfir mest keyptu raftónlistar-lögin á iTunes í Svíþjóð og hefur haldið því sæti síðan. Á heildarlistanum yfir mest keyptu lögin á iTunes í Svíþjóð situr lagið í 60. sæti. „Þetta er þvílíkur heiður. Það telst góður árangur að ná inn á topp 100 á þeim lista svo ég er auðvitað í skýjunum," segir Daníel. Daníel Óliver hefur komið fram á nokkrum tónleikum í Stokkhólmi og Malmö, auk þess sem hann fór til London í lok september og hélt þar tónleika fyrir smekkfullu húsi. Þar fyrir utan hefur hann tekið að sér nokkur verkefni sem plötusnúður. „Ég hef verið duglegur að spila íslenska tónlist og það hefur fallið vel í kramið. Ég spila Erp Eyvindsson töluvert við góðar undirtektir," segir hann. Spurður hvað sé á döfinni hjá Daníel segir hann nokkur remix af DJ Blow My Speaker vera á leiðinni og að samningaviðræður um plötu séu í gangi við nokkur plötufyrirtæki. „Svo ætla ég að koma heim um jólin og hitta fjölskylduna og vinina. Það hefur verið svakaleg keyrsla í gangi að undanförnu svo það verður frábært að koma heim og liggja aðeins í leti," segir hann. Breska tónlistarvefsíðan Scandipop birti umfjöllun um Daníel Óliver í vikunni og er hann þar kallaður næsti poppprins norðursins. Er hann korteri frá heimsfrægð? „Kannski ekki alveg en þetta er að minnsta kosti mjög góð byrjun," segir hann og hlær. tinnaros@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira