Deep Purple kemur til Íslands í fjórða sinn FB skrifar 29. nóvember 2012 08:00 Ian Gillan og félagar í Deep Purple eru á leiðinni til Íslands í fjórða sinn. nordicphotos/getty Deep Purple stígur á svið í Nýju Laugardalshöllinni 12. júlí á næsta ári. Þetta verður í fjórða sinn sem þessi heimsfræga rokkhljómsveit kemur til Íslands. Fyrst spilaði hún árið 1971 í Laugardalshöllinni og svo aftur 2004 og 2007, bæði skiptin í Höllinni. Samanlagt hefur sveitin selt um þrjátíu þúsund miða hér á landi. Að sögn tónleikahaldarans Björgvins Þórs Rúnarssonar á hljómsveitin Íslandsmet í miðasölu hérlendis þegar um erlenda sveit er að ræða. Árið 2007 hélt Deep Purple tvenna tónleika í Höllinni og seldist upp á þá á örskömmum tíma. „Þetta verður frábært tækifæri fyrir Íslendinga að sjá þessa snillinga í hinsta sinn, því mér skilst að þetta verði í síðasta sinn sem þeir koma hingað. Eftir samtal mitt við þeirra fólk er ég sannfærður um að Íslendingar fái risatónleika þann 12. júlí,“ segir Björgvin og bætir við: „Deep Purple er enn í fullu fjöri og hefur verið að fá afbragðsdóma fyrir tónleikana sína.“ Deep Purple er ein af þekktustu rokksveitum sögunnar. Meðal vinsælustu laga hennar eru Smoke on the Water, Highway Star, The Woman From Tokyo, Child in Time og Perfect Stranger. Í dag er hljómsveitin skipuð þeim Ian Paice, Steven Morse, Donald Airey, Roger Glover og Ian Gillan. Miðasala á tónleikana hefst á Midi.is fimmtudaginn 13. desember. Nýja Laugardalshöllin tekur tíu þúsund manns og selt verður í svæði A og B. Söngvarinn kröftugi Eyþór Ingi Gunnlaugsson mun hita upp ásamt hljómsveit sinni. F Tónlist Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Deep Purple stígur á svið í Nýju Laugardalshöllinni 12. júlí á næsta ári. Þetta verður í fjórða sinn sem þessi heimsfræga rokkhljómsveit kemur til Íslands. Fyrst spilaði hún árið 1971 í Laugardalshöllinni og svo aftur 2004 og 2007, bæði skiptin í Höllinni. Samanlagt hefur sveitin selt um þrjátíu þúsund miða hér á landi. Að sögn tónleikahaldarans Björgvins Þórs Rúnarssonar á hljómsveitin Íslandsmet í miðasölu hérlendis þegar um erlenda sveit er að ræða. Árið 2007 hélt Deep Purple tvenna tónleika í Höllinni og seldist upp á þá á örskömmum tíma. „Þetta verður frábært tækifæri fyrir Íslendinga að sjá þessa snillinga í hinsta sinn, því mér skilst að þetta verði í síðasta sinn sem þeir koma hingað. Eftir samtal mitt við þeirra fólk er ég sannfærður um að Íslendingar fái risatónleika þann 12. júlí,“ segir Björgvin og bætir við: „Deep Purple er enn í fullu fjöri og hefur verið að fá afbragðsdóma fyrir tónleikana sína.“ Deep Purple er ein af þekktustu rokksveitum sögunnar. Meðal vinsælustu laga hennar eru Smoke on the Water, Highway Star, The Woman From Tokyo, Child in Time og Perfect Stranger. Í dag er hljómsveitin skipuð þeim Ian Paice, Steven Morse, Donald Airey, Roger Glover og Ian Gillan. Miðasala á tónleikana hefst á Midi.is fimmtudaginn 13. desember. Nýja Laugardalshöllin tekur tíu þúsund manns og selt verður í svæði A og B. Söngvarinn kröftugi Eyþór Ingi Gunnlaugsson mun hita upp ásamt hljómsveit sinni. F
Tónlist Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“