Sökkti sér ekki niður í undirheimana freyr@frettabladid.is skrifar 24. nóvember 2012 06:00 við tölvuna Guðbjörg Tómasdóttir skrifar bækur sínar á gamla Macintosh-tölvu.fréttablaðið/anton „Ef höfuðið á manni er í lagi er það upplagt letistarf að sitja og skrifa," segir hin 83 ára Guðbjörg Tómasdóttir, sem hefur gefið út sína aðra skáldsögu, Morð og missætti. Sagan gerist í Reykjavík á síðari hluta tuttugustu aldar. Aðalpersónan Bista lendir í alvarlegu slysi. Hún neyðist því til að líta um öxl og meta staðreyndir lífsins. Sagan teygir anga sína inn á svið eiturlyfja og glæpa. Um söguþráðinn segir Guðbjörg: „Það má segja að hann byrji á einelti, leiðist út í eiturlyf, leiti eftir trausti, svo kemur ástin, afbrýðisemin, svikin og morðið." Útgáfan á sér fimm ára forsögu. „Ég þóttist vera búin að fá útgefanda en þá kom hrunið. Svo vildi þannig til að annar meðlimur útgáfufyrirtækisins dó," greinir hún frá. Þrjú síðastliðin haust stóð til að gefa bókina út en ekkert varð af því og ákvað Guðbjörg því að grípa í taumana. „Ég ákvað 5. október að gefa bókina bara út sjálf. Þeir tóku mér mjög vel hjá Ísafoldarprentsmiðju og það var bara drifið í þessu og bókin kom út 24. október." Guðbjörg hefur verið heimavinnandi húsmóðir í meira en sextíu ár, bæði í Hafnarfirði og annars staðar. Hún hefur alltaf haft gaman af bókum og hefur gefið út þrjár ljóðabækur. Eftir að hafa verið hvött til að skrifa skáldsögu ákvað hún að láta slag standa og kom sú fyrsta, Hinsta bónin, út fyrir sjö árum. „Þegar ég hélt því fram að rithöfundar stælu æviminningum fólks og notuðu í bækurnar sínar var skorað á mig að ég skyldi sýna að það væri hægt að skrifa sögu án þess að gera það," segir hún. „Alla mína tíð hef ég reynt að gera sjálfuþað sem þarf að leysa af hendi en ekki sækja það til annarra." Glæpir og eiturlyf koma við sögu í Morði og missætti en aðspurð segist Guðbjörg ekki hafa lagst í neina rannsóknarvinnu vegna bókarinnar. „Þetta er ekki heimildarskáldsaga. Ég rannsakaði ekki neitt af því að ég tek ekkert frá öðrum." Spurð hvort hún sé ekki orðin of gömul til að gefa út svona bók segir hún: „Auðvitað er ég alltof gömul að gefa út skáldsögu núna. Og það er mikið vandamál að þurfa að markaðssetja hana. Hún segir að skrifin séu engu að síður góð fyrir heilsuna. „Ef maður hugsar ekkert og situr bara og bíður þá koðnar heilinn niður eins og aðrir líkamspartar." Lífið Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
„Ef höfuðið á manni er í lagi er það upplagt letistarf að sitja og skrifa," segir hin 83 ára Guðbjörg Tómasdóttir, sem hefur gefið út sína aðra skáldsögu, Morð og missætti. Sagan gerist í Reykjavík á síðari hluta tuttugustu aldar. Aðalpersónan Bista lendir í alvarlegu slysi. Hún neyðist því til að líta um öxl og meta staðreyndir lífsins. Sagan teygir anga sína inn á svið eiturlyfja og glæpa. Um söguþráðinn segir Guðbjörg: „Það má segja að hann byrji á einelti, leiðist út í eiturlyf, leiti eftir trausti, svo kemur ástin, afbrýðisemin, svikin og morðið." Útgáfan á sér fimm ára forsögu. „Ég þóttist vera búin að fá útgefanda en þá kom hrunið. Svo vildi þannig til að annar meðlimur útgáfufyrirtækisins dó," greinir hún frá. Þrjú síðastliðin haust stóð til að gefa bókina út en ekkert varð af því og ákvað Guðbjörg því að grípa í taumana. „Ég ákvað 5. október að gefa bókina bara út sjálf. Þeir tóku mér mjög vel hjá Ísafoldarprentsmiðju og það var bara drifið í þessu og bókin kom út 24. október." Guðbjörg hefur verið heimavinnandi húsmóðir í meira en sextíu ár, bæði í Hafnarfirði og annars staðar. Hún hefur alltaf haft gaman af bókum og hefur gefið út þrjár ljóðabækur. Eftir að hafa verið hvött til að skrifa skáldsögu ákvað hún að láta slag standa og kom sú fyrsta, Hinsta bónin, út fyrir sjö árum. „Þegar ég hélt því fram að rithöfundar stælu æviminningum fólks og notuðu í bækurnar sínar var skorað á mig að ég skyldi sýna að það væri hægt að skrifa sögu án þess að gera það," segir hún. „Alla mína tíð hef ég reynt að gera sjálfuþað sem þarf að leysa af hendi en ekki sækja það til annarra." Glæpir og eiturlyf koma við sögu í Morði og missætti en aðspurð segist Guðbjörg ekki hafa lagst í neina rannsóknarvinnu vegna bókarinnar. „Þetta er ekki heimildarskáldsaga. Ég rannsakaði ekki neitt af því að ég tek ekkert frá öðrum." Spurð hvort hún sé ekki orðin of gömul til að gefa út svona bók segir hún: „Auðvitað er ég alltof gömul að gefa út skáldsögu núna. Og það er mikið vandamál að þurfa að markaðssetja hana. Hún segir að skrifin séu engu að síður góð fyrir heilsuna. „Ef maður hugsar ekkert og situr bara og bíður þá koðnar heilinn niður eins og aðrir líkamspartar."
Lífið Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“