Stofnaði Félag misfætlinga vegna viðbragða 23. nóvember 2012 08:00 Stofnar samtök Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir hefur fengið fjöldann allan af pósti frá fólki sem er með misstóra fætur. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég held að ég gæti verið búin að finna spegilmynd mína. Ég ætla samt ekki að gera mér of miklar vonir því ég á eftir að hitta hana," segir leikkonan Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir sem opinberaði misstóra fætur sína í blaðinu í gær. Hægri fótur Ólafar er í skóstærð 38 en sá vinstri er stærð 40. Munurinn hefur löngum valdið Ólöfu vandræðum, enda þarf hún yfirleitt að kaupa tvö pör af skóm. Því auglýsti hún eftir einhverjum sem glímdi við sama vandamál, nema öfugt, og gæti deilt með henni skókaupum. Í kjölfarið á fréttinni í gær hefur pósti rignt yfir Ólöfu þar sem fólk deilir með henni reynslu sinni af misstórum fótum sínum. „Þetta hefur vakið mikla athygli og auðvitað skemmtun. Vinir mínir hafa gert mikið grín að mér og skammað mig fyrir að reka ofan í þá tærnar með morgunkaffinu," segir Ólöf, sem prýddi forsíðu Fréttablaðsins í gær. Í kjölfarið á þessum góðu viðtökum stofnaði Ólöf Félag misfætlinga á Facebook í gær og þegar í stað skráðu fimm meðlimir sig í hópinn. „Geturðu ímyndað þér hversu skemmtilegir hittingar geta verið hjá félaginu, allir að bera saman fætur sínar í tíma og ótíma? Það besta er að ég held að ég sé búin að para tvo saman sem geta deilt skókaupum. Mér líður eins og sambandsmiðlara," segir Ólöf kát og viðurkennir að hún sé fegin að heyra að hún sé ekki ein með þetta vandamál. „Ég er viss um að ég hef stuðlað að ákveðinni vakningu um misstóra fætur og ég bið misfætlinga um að hika ekki við að hafa samband." - áp Lífið Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Tvö ár í stofufangelsi Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira
„Ég held að ég gæti verið búin að finna spegilmynd mína. Ég ætla samt ekki að gera mér of miklar vonir því ég á eftir að hitta hana," segir leikkonan Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir sem opinberaði misstóra fætur sína í blaðinu í gær. Hægri fótur Ólafar er í skóstærð 38 en sá vinstri er stærð 40. Munurinn hefur löngum valdið Ólöfu vandræðum, enda þarf hún yfirleitt að kaupa tvö pör af skóm. Því auglýsti hún eftir einhverjum sem glímdi við sama vandamál, nema öfugt, og gæti deilt með henni skókaupum. Í kjölfarið á fréttinni í gær hefur pósti rignt yfir Ólöfu þar sem fólk deilir með henni reynslu sinni af misstórum fótum sínum. „Þetta hefur vakið mikla athygli og auðvitað skemmtun. Vinir mínir hafa gert mikið grín að mér og skammað mig fyrir að reka ofan í þá tærnar með morgunkaffinu," segir Ólöf, sem prýddi forsíðu Fréttablaðsins í gær. Í kjölfarið á þessum góðu viðtökum stofnaði Ólöf Félag misfætlinga á Facebook í gær og þegar í stað skráðu fimm meðlimir sig í hópinn. „Geturðu ímyndað þér hversu skemmtilegir hittingar geta verið hjá félaginu, allir að bera saman fætur sínar í tíma og ótíma? Það besta er að ég held að ég sé búin að para tvo saman sem geta deilt skókaupum. Mér líður eins og sambandsmiðlara," segir Ólöf kát og viðurkennir að hún sé fegin að heyra að hún sé ekki ein með þetta vandamál. „Ég er viss um að ég hef stuðlað að ákveðinni vakningu um misstóra fætur og ég bið misfætlinga um að hika ekki við að hafa samband." - áp
Lífið Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Tvö ár í stofufangelsi Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira