Telur að fjöldi barna dvelji ólöglega á Íslandi í dag thorunn@frettabladid.is sunna@frettabladid.is skrifar 23. nóvember 2012 07:00 Nokkur mál koma upp hér á landi á hverju ári þar sem grunur leikur á að fólk sem segist foreldrar barns sé það ekki. Útlendingastofnun leitar ekki sérstaklega að málum sem þessum og grunar að tilvikin séu mun fleiri. „Þau mál sem detta inn á borð til okkar án þess að við séum að leita að þeim segja okkur að við verðum að taka á þessu," segir Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar. „Við sendum tuttugu vottorð úr landi árið 2008 til eins ríkis og það tók tvö og hálft ár að fá niðurstöðu. Þá kom í ljós að helmingur skjalanna var falsaður," segir Kristín. Verið er að leita leiða til að einfalda DNA-rannsóknir vegna vafasams ætternis erlendra barna. Kristín segir að slíkt sé nauðsynlegt vegna mála þar sem grunur vaknar um að blóðtengsl barns og meintra foreldra þess séu ekki til staðar þrátt fyrir skilríki þar um. Eins og staðan er núna kostar blóðrannsókn 190 þúsund krónur og fólkið sem er rannsakað þarf að borga kostnaðinn. „Við erum að skoða hvort það séu aðrar leiðir færar í þessu. Vegna þessa gífurlega kostnaðar og skorts á mannskap þá höfum við ekki gert þessa kröfu, þrátt fyrir ábendingar um að skjöl séu ekki í lagi," segir Kristín. Ef skjöl, sem skilað er inn til Útlendingastofnunar, eru ekki fullnægjandi er börnum sem hingað koma synjað um dvalarleyfi. Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands, segir nokkur mál hafa komið á borð stofnunarinnar þar sem komið hefur í ljós við komuna hingað til lands að gögn um ættartengsl erlendra barna hafa verið fölsuð. Dæmi eru um að börn hafi leitað til kerfisins vegna misnotkunar af hálfu forráðamanna sinna eftir að hafa dvalið hér á landi í nokkurn tíma. Í þeim tilvikum hafa barnaverndaryfirvöld eða aðrir opinberir aðilar haft afskipti af málunum og komið þeim áfram til Margrétar, bæði í tíð hennar hjá Alþjóðahúsi og svo hjá Mannréttindaskrifstofu. „Í Alþjóðahúsi höfðum við nokkrum sinnum samband við barnaverndaryfirvöld vegna barna í vafasamri stöðu," segir hún. „Svo leitaði fólkið stundum til okkar þegar búið var að koma upp um það, til að reyna að fá hjálp við að halda barninu." Margrét segir aldur barnanna sem koma hingað til lands á fölskum forsendum mismunandi. Yfirleitt séu þau ung, tveggja eða þriggja ára, en sum enn stálpaðri. Hún man eftir þremur til fjórum löndum sem börnin hafa komið frá. Fréttir Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Nokkur mál koma upp hér á landi á hverju ári þar sem grunur leikur á að fólk sem segist foreldrar barns sé það ekki. Útlendingastofnun leitar ekki sérstaklega að málum sem þessum og grunar að tilvikin séu mun fleiri. „Þau mál sem detta inn á borð til okkar án þess að við séum að leita að þeim segja okkur að við verðum að taka á þessu," segir Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar. „Við sendum tuttugu vottorð úr landi árið 2008 til eins ríkis og það tók tvö og hálft ár að fá niðurstöðu. Þá kom í ljós að helmingur skjalanna var falsaður," segir Kristín. Verið er að leita leiða til að einfalda DNA-rannsóknir vegna vafasams ætternis erlendra barna. Kristín segir að slíkt sé nauðsynlegt vegna mála þar sem grunur vaknar um að blóðtengsl barns og meintra foreldra þess séu ekki til staðar þrátt fyrir skilríki þar um. Eins og staðan er núna kostar blóðrannsókn 190 þúsund krónur og fólkið sem er rannsakað þarf að borga kostnaðinn. „Við erum að skoða hvort það séu aðrar leiðir færar í þessu. Vegna þessa gífurlega kostnaðar og skorts á mannskap þá höfum við ekki gert þessa kröfu, þrátt fyrir ábendingar um að skjöl séu ekki í lagi," segir Kristín. Ef skjöl, sem skilað er inn til Útlendingastofnunar, eru ekki fullnægjandi er börnum sem hingað koma synjað um dvalarleyfi. Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands, segir nokkur mál hafa komið á borð stofnunarinnar þar sem komið hefur í ljós við komuna hingað til lands að gögn um ættartengsl erlendra barna hafa verið fölsuð. Dæmi eru um að börn hafi leitað til kerfisins vegna misnotkunar af hálfu forráðamanna sinna eftir að hafa dvalið hér á landi í nokkurn tíma. Í þeim tilvikum hafa barnaverndaryfirvöld eða aðrir opinberir aðilar haft afskipti af málunum og komið þeim áfram til Margrétar, bæði í tíð hennar hjá Alþjóðahúsi og svo hjá Mannréttindaskrifstofu. „Í Alþjóðahúsi höfðum við nokkrum sinnum samband við barnaverndaryfirvöld vegna barna í vafasamri stöðu," segir hún. „Svo leitaði fólkið stundum til okkar þegar búið var að koma upp um það, til að reyna að fá hjálp við að halda barninu." Margrét segir aldur barnanna sem koma hingað til lands á fölskum forsendum mismunandi. Yfirleitt séu þau ung, tveggja eða þriggja ára, en sum enn stálpaðri. Hún man eftir þremur til fjórum löndum sem börnin hafa komið frá.
Fréttir Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira