Hvað gerist þegar lífið tekur nýja stefnu? 22. nóvember 2012 00:01 Úr sýningu Íslenska dansflokksins Fréttablaðið/Vilhelm Steve Lorenz er höfundur dansverksins …Og þá aldrei framar, eins fjögurra nýrra verka sem Íslenski dansflokkurinn frumsýnir í kvöld. Hann er kóreógraf eigin verks, dansar í öðru verki sýningarinnar og er í undanúrslitum í Dans, dans, dans. „Verkið heitir …Og þá aldrei framar og fjallar um ákvarðanir sem fólk þarf að taka í lífi sínu og hvernig þær ákvarðanir breyta lífi þess varanlega," segir Steve Lorenz, höfundur eins fjögurra verka sem Íslenski dansflokkurinn frumsýnir í kvöld undir yfirskriftinni Á nýju sviði. „Stundum tekur lífið reyndar af fólki ráðin, það lendir í slysi til dæmis og þarf að aðlagast nýjum aðstæðum og ég er líka að fjalla um hvernig það fer að því." Tónlistin sem dansað er við er samsafn laga sem Steve segir vera „alternative"-tónlist og raftónlist. Steve er höfundur verksins en dansar ekki í því sjálfur. Hann dansar hins vegar í verkinu Ótta eftir Ásgeir Helga Magnússon, Hjördísi Lilju Örnólfsdóttur og Unni Elísabet Gunnarsdóttur, sem er eitt verkanna fjögurra. Auk þess tekur hann þátt í undanúrslitum Dans, dans, dans á laugardagskvöldið. „Já, þetta er hektísk vika," segir hann. „En ég er ekkert stressaður, bara spenntur og hlakka til að sjá verkið mitt í endanlegri útgáfu. Þarf bara að passa að halda ró minni og skipuleggja mig vel." Spurður hvort ekki sé ósanngjarnt gagnvart öðrum keppendum í Dans, dans, dans að þaulreyndir atvinnudansarar taki þátt segir Steve að hann geti ekki séð það. „Samkvæmisdansararnir eru líka atvinnufólk og hafa tekið þátt í heimsmeistarakeppni. Það hef ég aldrei gert, þannig að ég er lítill fiskur í þessari tjörn. En ég skil samt alveg að fólk velti þessu fyrir sér. Auðvitað hef ég mun meiri reynslu en flestir dansararnir þarna en ég held að þátttaka atvinnudansara hækki standardinn og hvetji hina dansarana til að gera sitt besta. Mér finnst öll atriðin mjög góð og hef ekki séð neinn stórkostlegan mun. Ég þurfti virkilega að leggja hart að mér til að komast áfram síðast." Lífið Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Sjá meira
Steve Lorenz er höfundur dansverksins …Og þá aldrei framar, eins fjögurra nýrra verka sem Íslenski dansflokkurinn frumsýnir í kvöld. Hann er kóreógraf eigin verks, dansar í öðru verki sýningarinnar og er í undanúrslitum í Dans, dans, dans. „Verkið heitir …Og þá aldrei framar og fjallar um ákvarðanir sem fólk þarf að taka í lífi sínu og hvernig þær ákvarðanir breyta lífi þess varanlega," segir Steve Lorenz, höfundur eins fjögurra verka sem Íslenski dansflokkurinn frumsýnir í kvöld undir yfirskriftinni Á nýju sviði. „Stundum tekur lífið reyndar af fólki ráðin, það lendir í slysi til dæmis og þarf að aðlagast nýjum aðstæðum og ég er líka að fjalla um hvernig það fer að því." Tónlistin sem dansað er við er samsafn laga sem Steve segir vera „alternative"-tónlist og raftónlist. Steve er höfundur verksins en dansar ekki í því sjálfur. Hann dansar hins vegar í verkinu Ótta eftir Ásgeir Helga Magnússon, Hjördísi Lilju Örnólfsdóttur og Unni Elísabet Gunnarsdóttur, sem er eitt verkanna fjögurra. Auk þess tekur hann þátt í undanúrslitum Dans, dans, dans á laugardagskvöldið. „Já, þetta er hektísk vika," segir hann. „En ég er ekkert stressaður, bara spenntur og hlakka til að sjá verkið mitt í endanlegri útgáfu. Þarf bara að passa að halda ró minni og skipuleggja mig vel." Spurður hvort ekki sé ósanngjarnt gagnvart öðrum keppendum í Dans, dans, dans að þaulreyndir atvinnudansarar taki þátt segir Steve að hann geti ekki séð það. „Samkvæmisdansararnir eru líka atvinnufólk og hafa tekið þátt í heimsmeistarakeppni. Það hef ég aldrei gert, þannig að ég er lítill fiskur í þessari tjörn. En ég skil samt alveg að fólk velti þessu fyrir sér. Auðvitað hef ég mun meiri reynslu en flestir dansararnir þarna en ég held að þátttaka atvinnudansara hækki standardinn og hvetji hina dansarana til að gera sitt besta. Mér finnst öll atriðin mjög góð og hef ekki séð neinn stórkostlegan mun. Ég þurfti virkilega að leggja hart að mér til að komast áfram síðast."
Lífið Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Sjá meira