Messi á stanslausri uppleið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2012 07:30 Nordic Photos / Getty Images Þau ætla að vera fá markametin sem lifa af atlögu Argentínumannsins Lionels Messi, sem er enn eitt tímabilið að bæta frábæra markatölfræði sína. Hvort sem þeir heita Pele, Alfredo Di Stefano, Gerd Müller eða Diego Maradona þá hafa þeir ekki roð við litla og hógværa snillingnum sem hefur gerbreytt viðmiðum okkar um hinn fullkomna fótboltamann. Lionel Messi skoraði tvö mörk á þriðjudagskvöld þegar Barcelona tryggði sér sæti í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar með 3-0 sigri á Spartak í Moskvu. Hann var að skora tvennu í þriðja Barcelona-leiknum í röð og það þykir varla merkilegt lengur ef hann skorar, því tvö mörk eru eiginlega orðin lágmarkið hjá þessum magnaða leikmanni. Messi hefur nú spilað 19 leiki með Barcelona á tímabilinu, skoraði tvennu í níu þeirra og þrennu í þeim tíunda. Honum hefur aðeins mistekist að skora í sex leikjum á leiktíðinni en hefur lagt upp mark í þeim öllum nema tveimur. Fyrir vikið þykir það oft meiri frétt en þegar hann skorar mark. Messi er þarna fórnarlamb eigin velgengni og meðfylgjandi línurit sýnir þessa þróun svart á hvítu. Hann hefur hækkað sig á hverju ári og virðist ekkert ætla að slaka á. Messi var nýorðinn 21 árs þegar Pep Guardiola tók við liðinu og var þá þegar búinn að spila með aðalliði Barcelona í þrjú ár. Guardiola tók hann hins vegar út úr skugga „stóru" nafnanna og ákvað að leikur liðsins skyldi snúast um Messi, sem jafnframt var kominn framar á völlinn. Það var ekki að sökum að spyrja, Messi blómstraði og hjálpaði Barca að vinna alla titlana á fyrsta tímabili Guardiola. Messi fór frá því að skora 0,4 mörk í leik (16 mörk í 40 leikjum) í það að skora 0,75 mörk að meðaltali í hverjum leik (38 mörk í 51 leik). Síðan hefur Messi bætt við meðalskor sitt á hverju tímabili og hann virðist alltaf vera að bæta met eða nálgast met. Þau verða nú fljótlega ekki mörg eftir. Hann skoraði í fyrsta sinn yfir mark að meðaltali í leik á síðasta tímabili og er að gera enn betur í vetur. Stóra spurningin nú er hvenær þessi ótrúlega markakúrfa Messi nær hámarkinu. Messi er ekki nema 25 ára og á því eftir að bæta við hæfileika sína sem knattspyrnumaður í mörg ár enn. Spænski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Sjá meira
Þau ætla að vera fá markametin sem lifa af atlögu Argentínumannsins Lionels Messi, sem er enn eitt tímabilið að bæta frábæra markatölfræði sína. Hvort sem þeir heita Pele, Alfredo Di Stefano, Gerd Müller eða Diego Maradona þá hafa þeir ekki roð við litla og hógværa snillingnum sem hefur gerbreytt viðmiðum okkar um hinn fullkomna fótboltamann. Lionel Messi skoraði tvö mörk á þriðjudagskvöld þegar Barcelona tryggði sér sæti í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar með 3-0 sigri á Spartak í Moskvu. Hann var að skora tvennu í þriðja Barcelona-leiknum í röð og það þykir varla merkilegt lengur ef hann skorar, því tvö mörk eru eiginlega orðin lágmarkið hjá þessum magnaða leikmanni. Messi hefur nú spilað 19 leiki með Barcelona á tímabilinu, skoraði tvennu í níu þeirra og þrennu í þeim tíunda. Honum hefur aðeins mistekist að skora í sex leikjum á leiktíðinni en hefur lagt upp mark í þeim öllum nema tveimur. Fyrir vikið þykir það oft meiri frétt en þegar hann skorar mark. Messi er þarna fórnarlamb eigin velgengni og meðfylgjandi línurit sýnir þessa þróun svart á hvítu. Hann hefur hækkað sig á hverju ári og virðist ekkert ætla að slaka á. Messi var nýorðinn 21 árs þegar Pep Guardiola tók við liðinu og var þá þegar búinn að spila með aðalliði Barcelona í þrjú ár. Guardiola tók hann hins vegar út úr skugga „stóru" nafnanna og ákvað að leikur liðsins skyldi snúast um Messi, sem jafnframt var kominn framar á völlinn. Það var ekki að sökum að spyrja, Messi blómstraði og hjálpaði Barca að vinna alla titlana á fyrsta tímabili Guardiola. Messi fór frá því að skora 0,4 mörk í leik (16 mörk í 40 leikjum) í það að skora 0,75 mörk að meðaltali í hverjum leik (38 mörk í 51 leik). Síðan hefur Messi bætt við meðalskor sitt á hverju tímabili og hann virðist alltaf vera að bæta met eða nálgast met. Þau verða nú fljótlega ekki mörg eftir. Hann skoraði í fyrsta sinn yfir mark að meðaltali í leik á síðasta tímabili og er að gera enn betur í vetur. Stóra spurningin nú er hvenær þessi ótrúlega markakúrfa Messi nær hámarkinu. Messi er ekki nema 25 ára og á því eftir að bæta við hæfileika sína sem knattspyrnumaður í mörg ár enn.
Spænski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Sjá meira