Messi á stanslausri uppleið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2012 07:30 Nordic Photos / Getty Images Þau ætla að vera fá markametin sem lifa af atlögu Argentínumannsins Lionels Messi, sem er enn eitt tímabilið að bæta frábæra markatölfræði sína. Hvort sem þeir heita Pele, Alfredo Di Stefano, Gerd Müller eða Diego Maradona þá hafa þeir ekki roð við litla og hógværa snillingnum sem hefur gerbreytt viðmiðum okkar um hinn fullkomna fótboltamann. Lionel Messi skoraði tvö mörk á þriðjudagskvöld þegar Barcelona tryggði sér sæti í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar með 3-0 sigri á Spartak í Moskvu. Hann var að skora tvennu í þriðja Barcelona-leiknum í röð og það þykir varla merkilegt lengur ef hann skorar, því tvö mörk eru eiginlega orðin lágmarkið hjá þessum magnaða leikmanni. Messi hefur nú spilað 19 leiki með Barcelona á tímabilinu, skoraði tvennu í níu þeirra og þrennu í þeim tíunda. Honum hefur aðeins mistekist að skora í sex leikjum á leiktíðinni en hefur lagt upp mark í þeim öllum nema tveimur. Fyrir vikið þykir það oft meiri frétt en þegar hann skorar mark. Messi er þarna fórnarlamb eigin velgengni og meðfylgjandi línurit sýnir þessa þróun svart á hvítu. Hann hefur hækkað sig á hverju ári og virðist ekkert ætla að slaka á. Messi var nýorðinn 21 árs þegar Pep Guardiola tók við liðinu og var þá þegar búinn að spila með aðalliði Barcelona í þrjú ár. Guardiola tók hann hins vegar út úr skugga „stóru" nafnanna og ákvað að leikur liðsins skyldi snúast um Messi, sem jafnframt var kominn framar á völlinn. Það var ekki að sökum að spyrja, Messi blómstraði og hjálpaði Barca að vinna alla titlana á fyrsta tímabili Guardiola. Messi fór frá því að skora 0,4 mörk í leik (16 mörk í 40 leikjum) í það að skora 0,75 mörk að meðaltali í hverjum leik (38 mörk í 51 leik). Síðan hefur Messi bætt við meðalskor sitt á hverju tímabili og hann virðist alltaf vera að bæta met eða nálgast met. Þau verða nú fljótlega ekki mörg eftir. Hann skoraði í fyrsta sinn yfir mark að meðaltali í leik á síðasta tímabili og er að gera enn betur í vetur. Stóra spurningin nú er hvenær þessi ótrúlega markakúrfa Messi nær hámarkinu. Messi er ekki nema 25 ára og á því eftir að bæta við hæfileika sína sem knattspyrnumaður í mörg ár enn. Spænski boltinn Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjá meira
Þau ætla að vera fá markametin sem lifa af atlögu Argentínumannsins Lionels Messi, sem er enn eitt tímabilið að bæta frábæra markatölfræði sína. Hvort sem þeir heita Pele, Alfredo Di Stefano, Gerd Müller eða Diego Maradona þá hafa þeir ekki roð við litla og hógværa snillingnum sem hefur gerbreytt viðmiðum okkar um hinn fullkomna fótboltamann. Lionel Messi skoraði tvö mörk á þriðjudagskvöld þegar Barcelona tryggði sér sæti í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar með 3-0 sigri á Spartak í Moskvu. Hann var að skora tvennu í þriðja Barcelona-leiknum í röð og það þykir varla merkilegt lengur ef hann skorar, því tvö mörk eru eiginlega orðin lágmarkið hjá þessum magnaða leikmanni. Messi hefur nú spilað 19 leiki með Barcelona á tímabilinu, skoraði tvennu í níu þeirra og þrennu í þeim tíunda. Honum hefur aðeins mistekist að skora í sex leikjum á leiktíðinni en hefur lagt upp mark í þeim öllum nema tveimur. Fyrir vikið þykir það oft meiri frétt en þegar hann skorar mark. Messi er þarna fórnarlamb eigin velgengni og meðfylgjandi línurit sýnir þessa þróun svart á hvítu. Hann hefur hækkað sig á hverju ári og virðist ekkert ætla að slaka á. Messi var nýorðinn 21 árs þegar Pep Guardiola tók við liðinu og var þá þegar búinn að spila með aðalliði Barcelona í þrjú ár. Guardiola tók hann hins vegar út úr skugga „stóru" nafnanna og ákvað að leikur liðsins skyldi snúast um Messi, sem jafnframt var kominn framar á völlinn. Það var ekki að sökum að spyrja, Messi blómstraði og hjálpaði Barca að vinna alla titlana á fyrsta tímabili Guardiola. Messi fór frá því að skora 0,4 mörk í leik (16 mörk í 40 leikjum) í það að skora 0,75 mörk að meðaltali í hverjum leik (38 mörk í 51 leik). Síðan hefur Messi bætt við meðalskor sitt á hverju tímabili og hann virðist alltaf vera að bæta met eða nálgast met. Þau verða nú fljótlega ekki mörg eftir. Hann skoraði í fyrsta sinn yfir mark að meðaltali í leik á síðasta tímabili og er að gera enn betur í vetur. Stóra spurningin nú er hvenær þessi ótrúlega markakúrfa Messi nær hámarkinu. Messi er ekki nema 25 ára og á því eftir að bæta við hæfileika sína sem knattspyrnumaður í mörg ár enn.
Spænski boltinn Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjá meira