Aðeins Poppland greiðir tónlistarmönnum 14. nóvember 2012 10:00 Tónlistarmenn fá borgað fyrir að koma í Stúdíó 12 og spila í Popplandi. Poppland er eini útvarpsþáttur Rásar 2 og um leið á Íslandi þar sem tónlistarmenn fá greitt fyrir að koma og spila. Fyrir spilamennsku í öðrum útvarpsþáttum á borð við Virka morgna á Rás 2 og hjá útvarpsstöðvum 365-miðla er aftur á móti ekkert greitt. „Það er sérstakt samkomulag við þá sem koma í Stúdíó 12 og við borgum fyrir það. Það hefur ekki alltaf verið þannig en við erum búin að gera það undanfarin tvö ár," segir Ólafur Páll Gunnarsson, útvarpsmaður í Popplandi á Rás 2. „Það voru fundnir peningar í það að borga þeim sem koma og spila í Stúdíói 12. Ef fólk mætir svo með gítar og spilar hjá Andra Frey og Gunnu Dís þá er ekki greitt fyrir það." Hann segir það meira mál þegar tónlistarmenn mæta í Stúdíó 12 og þess vegna sé eðlilegt að þeir fái eitthvað greitt fyrir það. „Við biðjum fólk um að mæta einum og hálfum klukkutíma fyrr. Við biðjum um hin og þessi lög og fáum í rauninni tónlistarmennina með okkur í ákveðna dagskrárgerð." Aðspurður segist hann ekki vita hvort verið sé að brjóta fjögurra ára gamlan samning RÚV við Félag íslenskra hljómlistarmanna, FÍH, með því að greiða ekki fyrir spilamennsku í öðrum útvarpsþáttum. Fréttablaðið greindi í gær frá því að engin tónlistaratriðið eru lengur í Kastljósi vegna þess að sjónvarpsþátturinn hefur ekki efni á að borga tónlistarmönnunum og efna þannig samning sinn við FÍH. Óli Palli segist vera á þeirri skoðun að RÚV eigi að vera ein af stoðunum við íslenskt menningarlíf og styðja þannig vel við íslenska tónlist. Sjálfur hefur hann lengi haft áhuga á að stýra eigin sjónvarpsþætti, til dæmis í líkingu við þátt Jools Holland hjá BBC. „Ég hef lýst áhuga mínum við nokkra dagskrárstjóra að vera með tónlistarþætti. Það hefur ekki verið tekið illa í það en það hefur ekki verið tekin sú ákvörðun enn þá að setja slíkt á dagskrá." - fb Tónlist Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Poppland er eini útvarpsþáttur Rásar 2 og um leið á Íslandi þar sem tónlistarmenn fá greitt fyrir að koma og spila. Fyrir spilamennsku í öðrum útvarpsþáttum á borð við Virka morgna á Rás 2 og hjá útvarpsstöðvum 365-miðla er aftur á móti ekkert greitt. „Það er sérstakt samkomulag við þá sem koma í Stúdíó 12 og við borgum fyrir það. Það hefur ekki alltaf verið þannig en við erum búin að gera það undanfarin tvö ár," segir Ólafur Páll Gunnarsson, útvarpsmaður í Popplandi á Rás 2. „Það voru fundnir peningar í það að borga þeim sem koma og spila í Stúdíói 12. Ef fólk mætir svo með gítar og spilar hjá Andra Frey og Gunnu Dís þá er ekki greitt fyrir það." Hann segir það meira mál þegar tónlistarmenn mæta í Stúdíó 12 og þess vegna sé eðlilegt að þeir fái eitthvað greitt fyrir það. „Við biðjum fólk um að mæta einum og hálfum klukkutíma fyrr. Við biðjum um hin og þessi lög og fáum í rauninni tónlistarmennina með okkur í ákveðna dagskrárgerð." Aðspurður segist hann ekki vita hvort verið sé að brjóta fjögurra ára gamlan samning RÚV við Félag íslenskra hljómlistarmanna, FÍH, með því að greiða ekki fyrir spilamennsku í öðrum útvarpsþáttum. Fréttablaðið greindi í gær frá því að engin tónlistaratriðið eru lengur í Kastljósi vegna þess að sjónvarpsþátturinn hefur ekki efni á að borga tónlistarmönnunum og efna þannig samning sinn við FÍH. Óli Palli segist vera á þeirri skoðun að RÚV eigi að vera ein af stoðunum við íslenskt menningarlíf og styðja þannig vel við íslenska tónlist. Sjálfur hefur hann lengi haft áhuga á að stýra eigin sjónvarpsþætti, til dæmis í líkingu við þátt Jools Holland hjá BBC. „Ég hef lýst áhuga mínum við nokkra dagskrárstjóra að vera með tónlistarþætti. Það hefur ekki verið tekið illa í það en það hefur ekki verið tekin sú ákvörðun enn þá að setja slíkt á dagskrá." - fb
Tónlist Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira