SAS fækkar starfsmönnum um 40% 13. nóvember 2012 09:00 Hátt olíuverð, efnahagsvandræðin í Evrópu og samkeppni við lággjaldaflugfélög hafa reynst mörgum stórum evrópskum flugfélögum erfið á síðustu árum. Nordicphotos/AFP Norræna flugfélagið SAS mun á næstunni fækka starfsmönnum sínum um 40% eða um 6.000 manns með uppsögnum og sölu dótturfélaga. Þá verða laun og lífeyrisgreiðslur starfsmanna lækkuð til að létta undir rekstri félagsins sem á í verulegum fjárhagsvandræðum. Það er ekki síst samkeppni við evrópsk lággjaldaflugfélög sem hefur reynst SAS erfið síðustu ár. Flugfélagið hefur ekki skilað hagnaði í fjölda ára en með þessum aðgerðum hyggst flugfélagið lækka árlegan rekstrarkostnað um þrjá milljarða sænskra króna, jafngildi ríflega 57 milljarða íslenskra króna. Rickard Gustafsson, framkvæmdastjóri SAS, segist gera sér grein fyrir því að hagræðingaraðgerðirnar séu sársaukafullar fyrir starfsmenn en segir þær óhjákvæmilegar. „Þetta er í raun og veru síðasta tækifærið okkar ef við ætlum að tryggja rekstrargrundvöll félagsins," segir Gustafsson. SAS er að helmingi í eigu sænska, danska og norska ríkisins en hinn helmingurinn er í eigu fjárfesta, þar á meðal hinnar sænsku Wallenberg-fjölskyldu.- mþl Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Norræna flugfélagið SAS mun á næstunni fækka starfsmönnum sínum um 40% eða um 6.000 manns með uppsögnum og sölu dótturfélaga. Þá verða laun og lífeyrisgreiðslur starfsmanna lækkuð til að létta undir rekstri félagsins sem á í verulegum fjárhagsvandræðum. Það er ekki síst samkeppni við evrópsk lággjaldaflugfélög sem hefur reynst SAS erfið síðustu ár. Flugfélagið hefur ekki skilað hagnaði í fjölda ára en með þessum aðgerðum hyggst flugfélagið lækka árlegan rekstrarkostnað um þrjá milljarða sænskra króna, jafngildi ríflega 57 milljarða íslenskra króna. Rickard Gustafsson, framkvæmdastjóri SAS, segist gera sér grein fyrir því að hagræðingaraðgerðirnar séu sársaukafullar fyrir starfsmenn en segir þær óhjákvæmilegar. „Þetta er í raun og veru síðasta tækifærið okkar ef við ætlum að tryggja rekstrargrundvöll félagsins," segir Gustafsson. SAS er að helmingi í eigu sænska, danska og norska ríkisins en hinn helmingurinn er í eigu fjárfesta, þar á meðal hinnar sænsku Wallenberg-fjölskyldu.- mþl
Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira