Sykur til Wall of Sound Álfrún Pálsdóttir skrifar 1. nóvember 2012 08:00 „Það stefna allir á heimsfrægð, alltaf," segir Halldór Eldjárn, einn meðlima hljómsveitarinnar Sykurs sem nýverið landaði plötusamningi við breska útgáfuna Wall of Sound. Það var stofnandi og eigandi plötuútgáfunnar, Mark Jones, sem hreifst af Sykri þegar hljómsveitin spilaði á Great Escape tónlistarhátíðinni í Brighton í vor. Síðan þá hafa viðræður staðið yfir og nú er komið í ljós að seinni plata Sykurs, Mesópótamía, verður gefin út og dreift í Evrópu á vegum Wall of Sound. „Þetta hefur verið í bígerð í smá tíma og er bara mikil snilld í alla staði. Við erum öll mjög spennt en reynum að vera ekki með of mikla meikdrauma strax. Maður er víst ekki orðinn frægur fyrr en maður er kominn með aðdáendur í löndum sem maður vissi ekki að væru til." Ásamt Halldóri skipa þau Stefán Finnbogason, Kristján Eldjárn og söngkonan Agnes Björt Andradóttir hljómsveitina, sem verður í góðum félagsskap hjá Wall of Sound. Á mála þar eru til að mynda dæmis goðsögnin Grace Jones, norska rafsveitin Röyksopp og Human League. Spurður um hvort sveitin græði peninga á að skrifa undir samning við svona stórt plötufyrirtæki stendur ekki á svörum hjá Halldóri. „Jú, það eru víst einhverjir peningar í þessu hjá þeim en mér skilst að við fáum bara borgað í Rolex-úrum til byrja með." Eins og hjá mörgum íslenskum hljómsveitum er brjálað að gera hjá Sykri næstu daga vegna Iceland Airwaves. Sveitin kemur fram fimm sinnum yfir hátíðina og riðu á vaðið í gærkvöldi í Hörpu. „Þetta er í fjórða sinn sem við spilum á Airwaves. Fyrst var það árið 2008 en þá vorum við bara tveir í sveitinni. Það svaf maður á dansgólfinu á meðan við spiluðum og okkur var næstum hent út fyrir að vera undir aldri. Það var ansi eftirminnileg frumraun, en ég á ekki von á að nokkur sofni á tónleikum okkar um helgina." Tónlist Tengdar fréttir Snow Patrol bauð Sykri að "remixa” Íslenska elektrósveitin Sykur hefur endurhljóðblandað lag norður-írsku og skosku popparanna í Snow Patrol, The Symphony, af síðustu plötu þeirra Fallen Empires. "Við vorum að spila á Barfly í Camden fyrir ári og hittum þar fyrir einn liðsmann Snow Patrol. Hann sá okkur spila og vildi ólmur að við endurhljóðblönduðum eitthvað lag af nýju plötunni þeirra,“ segir Halldór Eldjárn úr Sykri og á þar við söngvarann Gary Lightbody. 11. október 2012 00:01 Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fleiri fréttir Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Það stefna allir á heimsfrægð, alltaf," segir Halldór Eldjárn, einn meðlima hljómsveitarinnar Sykurs sem nýverið landaði plötusamningi við breska útgáfuna Wall of Sound. Það var stofnandi og eigandi plötuútgáfunnar, Mark Jones, sem hreifst af Sykri þegar hljómsveitin spilaði á Great Escape tónlistarhátíðinni í Brighton í vor. Síðan þá hafa viðræður staðið yfir og nú er komið í ljós að seinni plata Sykurs, Mesópótamía, verður gefin út og dreift í Evrópu á vegum Wall of Sound. „Þetta hefur verið í bígerð í smá tíma og er bara mikil snilld í alla staði. Við erum öll mjög spennt en reynum að vera ekki með of mikla meikdrauma strax. Maður er víst ekki orðinn frægur fyrr en maður er kominn með aðdáendur í löndum sem maður vissi ekki að væru til." Ásamt Halldóri skipa þau Stefán Finnbogason, Kristján Eldjárn og söngkonan Agnes Björt Andradóttir hljómsveitina, sem verður í góðum félagsskap hjá Wall of Sound. Á mála þar eru til að mynda dæmis goðsögnin Grace Jones, norska rafsveitin Röyksopp og Human League. Spurður um hvort sveitin græði peninga á að skrifa undir samning við svona stórt plötufyrirtæki stendur ekki á svörum hjá Halldóri. „Jú, það eru víst einhverjir peningar í þessu hjá þeim en mér skilst að við fáum bara borgað í Rolex-úrum til byrja með." Eins og hjá mörgum íslenskum hljómsveitum er brjálað að gera hjá Sykri næstu daga vegna Iceland Airwaves. Sveitin kemur fram fimm sinnum yfir hátíðina og riðu á vaðið í gærkvöldi í Hörpu. „Þetta er í fjórða sinn sem við spilum á Airwaves. Fyrst var það árið 2008 en þá vorum við bara tveir í sveitinni. Það svaf maður á dansgólfinu á meðan við spiluðum og okkur var næstum hent út fyrir að vera undir aldri. Það var ansi eftirminnileg frumraun, en ég á ekki von á að nokkur sofni á tónleikum okkar um helgina."
Tónlist Tengdar fréttir Snow Patrol bauð Sykri að "remixa” Íslenska elektrósveitin Sykur hefur endurhljóðblandað lag norður-írsku og skosku popparanna í Snow Patrol, The Symphony, af síðustu plötu þeirra Fallen Empires. "Við vorum að spila á Barfly í Camden fyrir ári og hittum þar fyrir einn liðsmann Snow Patrol. Hann sá okkur spila og vildi ólmur að við endurhljóðblönduðum eitthvað lag af nýju plötunni þeirra,“ segir Halldór Eldjárn úr Sykri og á þar við söngvarann Gary Lightbody. 11. október 2012 00:01 Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fleiri fréttir Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Snow Patrol bauð Sykri að "remixa” Íslenska elektrósveitin Sykur hefur endurhljóðblandað lag norður-írsku og skosku popparanna í Snow Patrol, The Symphony, af síðustu plötu þeirra Fallen Empires. "Við vorum að spila á Barfly í Camden fyrir ári og hittum þar fyrir einn liðsmann Snow Patrol. Hann sá okkur spila og vildi ólmur að við endurhljóðblönduðum eitthvað lag af nýju plötunni þeirra,“ segir Halldór Eldjárn úr Sykri og á þar við söngvarann Gary Lightbody. 11. október 2012 00:01
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“