Óttast um skólabörn vegna bensínstöðvar 26. október 2012 06:30 ÓB við Kirkjustétt Á aðalfundi Íbúasamtaka Grafarholts í vor heyrðust raddir um að öryggi barna og unglinga í Ingunnarskóla kynni að vera í hættu vegna nálægðarinnar við bensínstöð ÓB.Fréttablaðið/Stefán Áhyggjur eru meðal íbúa í Grafarholti vegna staðsetningar bensínstöðvar ÓB við hlið Ingunnarskóla. „Íbúarnir telja að ef slys eða óhapp yrði sé bensínstöðin of nálægt skólanum," segir Berghildur E. Bernharðsdóttir, formaður Íbúasamtaka Grafarholts. Hún kveður þessar raddir hafa komið fram á aðalfundi íbúasamtakanna sem haldinn var í Ingunnarskóla í vor. Að tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins samþykkti skóla- og frístundaráð Reykjavíkur 19. september að óska eftir því að skipulagsráð og umhverfis- og samgönguráð borgarinnar skoðuðu möguleika á breyttri staðsetningu bensínstöðvar ÓB við Kirkjustétt í samráði við eiganda stöðvarinnar. Stöðin, sem reist var árið 2005, er skammt frá félagsmiðstöðinni Fókus og frístundaheimilinu Stjörnulandi auk Ingunnarskóla. „Árum saman hafa foreldrar barna í Ingunnarskóla gert athugasemdir við staðsetningu stöðvarinnar svo nærri fjölmennasta skóla hverfisins og meðal annars kvartað yfir því að í ákveðnum vindáttum berist bensínfnykur inn í skólahúsnæðið," sagði í tillögunni sem einnig fól í sér ósk um gerð lögfræðilegs álits á því hvort staðsetning stöðvarinnar samræmist reglum, meðal annars um fjarlægð milli bensínstöðvar og bygginga þar sem fólk dvelur um lengri tíma. „Það stendur ekki til af okkar hálfu að flytja stöðina og við höfum ekki fengið neinar formlegar athugasemdir frá aðstandendum barna eða til þess bærum yfirvöldum um okkar starfsemi. ÓB stöðin er einfaldlega á þeim stað þar sem henni var fyrir mörgum árum úthlutað samþykktri lóð á samþykktu deiliskipulagi," segir Jón Ólafur Halldórsson, framkvæmdastjóri sölusviðs ÓB. Færanlegar skólastofur sem hefur verið komið fyrir við Ingunnarskóla eru nálægt lóðamörkunum. „Maður veltir þá fyrir sér hvort þessar skólastofur eru komnar inn á skipulag og hvort þær verði þarna til framtíðar," segir Jón. Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, skólastjóri Ingunnarskóla, segir ÓB vissulega óþægilega nálægt en skólinn sjálfur hafi ekki gert athugasemdir við staðsetningu bensínstöðvarinnar. „Þetta hefur ekki komið inn á borð skólans," segir Guðlaug. Samkvæmt skipulagssviði borgarinnar eru öll tilskilin leyfi fyrir hendi vegna ÓB við Kirkjustétt. Málið verði tekið fyrir af skipulagsráði fljótlega. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Innlent Fleiri fréttir „Hamagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Sjá meira
Áhyggjur eru meðal íbúa í Grafarholti vegna staðsetningar bensínstöðvar ÓB við hlið Ingunnarskóla. „Íbúarnir telja að ef slys eða óhapp yrði sé bensínstöðin of nálægt skólanum," segir Berghildur E. Bernharðsdóttir, formaður Íbúasamtaka Grafarholts. Hún kveður þessar raddir hafa komið fram á aðalfundi íbúasamtakanna sem haldinn var í Ingunnarskóla í vor. Að tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins samþykkti skóla- og frístundaráð Reykjavíkur 19. september að óska eftir því að skipulagsráð og umhverfis- og samgönguráð borgarinnar skoðuðu möguleika á breyttri staðsetningu bensínstöðvar ÓB við Kirkjustétt í samráði við eiganda stöðvarinnar. Stöðin, sem reist var árið 2005, er skammt frá félagsmiðstöðinni Fókus og frístundaheimilinu Stjörnulandi auk Ingunnarskóla. „Árum saman hafa foreldrar barna í Ingunnarskóla gert athugasemdir við staðsetningu stöðvarinnar svo nærri fjölmennasta skóla hverfisins og meðal annars kvartað yfir því að í ákveðnum vindáttum berist bensínfnykur inn í skólahúsnæðið," sagði í tillögunni sem einnig fól í sér ósk um gerð lögfræðilegs álits á því hvort staðsetning stöðvarinnar samræmist reglum, meðal annars um fjarlægð milli bensínstöðvar og bygginga þar sem fólk dvelur um lengri tíma. „Það stendur ekki til af okkar hálfu að flytja stöðina og við höfum ekki fengið neinar formlegar athugasemdir frá aðstandendum barna eða til þess bærum yfirvöldum um okkar starfsemi. ÓB stöðin er einfaldlega á þeim stað þar sem henni var fyrir mörgum árum úthlutað samþykktri lóð á samþykktu deiliskipulagi," segir Jón Ólafur Halldórsson, framkvæmdastjóri sölusviðs ÓB. Færanlegar skólastofur sem hefur verið komið fyrir við Ingunnarskóla eru nálægt lóðamörkunum. „Maður veltir þá fyrir sér hvort þessar skólastofur eru komnar inn á skipulag og hvort þær verði þarna til framtíðar," segir Jón. Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, skólastjóri Ingunnarskóla, segir ÓB vissulega óþægilega nálægt en skólinn sjálfur hafi ekki gert athugasemdir við staðsetningu bensínstöðvarinnar. „Þetta hefur ekki komið inn á borð skólans," segir Guðlaug. Samkvæmt skipulagssviði borgarinnar eru öll tilskilin leyfi fyrir hendi vegna ÓB við Kirkjustétt. Málið verði tekið fyrir af skipulagsráði fljótlega. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Innlent Fleiri fréttir „Hamagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Sjá meira