Krefst nú 87 milljóna vegna nýs ljósleiðara 28. september 2012 09:00 Þjórsá Um helmingur 180 milljóna króna stofnkostnaðar ljósleiðarakerfis í Skeiða- og Gnúpverjahreppi kemur frá Landsvirkjun og stafar frá rammasamningi vegna virkjana í Þjórsá.Fréttablaðið/Anton „Kristur sagði að maður ætti að bjóða hina kinnina og nú erum við á vinstri rasskinninni," segir Axel Árnason, héraðsprestur í Suðurprófastsdæmi og annar eigenda fjarskiptafyrirtækisins Ábótans. Ábótinn krafðist þess í sumar að Skeiða- og Gnúpverjahreppur greiddi fyrirtækinu 20 milljónir króna vegna lagningar nýs ljósleiðara um sveitarfélagið. Hreppurinn hefur stofnað sérstakt félag um ljósleiðarann, Fjarskiptafélag Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Sveitarstjórnin hefur hafnað kröfu Ábótans að fengnu lögfræðiáliti. Axel segir tengingu Ábótans við internetið byggja á ljósleiðurum og örbylgjuloftnetum. Um helmingur viðskiptanna sé í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. „Við höfum lagt í heilmikinn kostnað til að geta veitt þessa þjónustu sem önnur fjarskiptafyrirtæki hafa ekki talið borga sig. Við það að missa helminginn af viðskiptavinunum eru forsendurnar fyrir þessum rekstri ekki fyrir hendi," segir hann. Ábótinn hefur sent sveitarstjórninni nýtt erindi eftir að hún hafnaði kröfu félagsins fyrr í þessum mánuði. Það felur í sér 87 milljóna króna greiðslu til Ábótans. Axel segir það ýtrustu kröfu sem miði við að fyrirtækið hætti. „Það eru tapaðar tekjur til fjögurra ára inni í þeirri tölu. Við viljum fá bætt það sem við höfum fjárfest en látum þá liggja á milli hluta hvort ljósleiðaralagningin um sveitarfélagið sé ólögleg eða ekki," útskýrir Axel og segir að verði ekki orðið við kröfunni muni félagið kæra málið til Eftirlitsstofnunar EFTA. „Það er skýlaust að sveitarfélagið er að fara inn á markað með opinbert fé og það er bara ekki leyft í dag." Gunnar Örn Marteinsson oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps segir kröfu Ábótans fráleita. Hreppurinn sé í fullum rétti og bótakrafan algerlega órökstudd. Áætlaður kostnaður við ljósleiðarann er 180 milljónir króna. Gunnar segir um helming þess koma frá Landsvirkjun vegna rammasamnings frá 2008 þar sem ákveðin upphæð var eyrnamerkt fjarskiptum í hreppnum. Þá verði notaður drjúgur hluti af 70 milljónum króna sem hreppurinn eigi eftir sölu á hlut í fyrirtækinu Límtré. Hann segir að öllum verði heimill aðgangur að ljósleiðaranum. „Við hér búum við erfið skilyrði í þessum efnum. Þetta verður eins og að fara úr Trabant í Bens og auðveldar fólki störf í fjarvinnslu. Þetta er nútíminn," segir oddvitinn. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
„Kristur sagði að maður ætti að bjóða hina kinnina og nú erum við á vinstri rasskinninni," segir Axel Árnason, héraðsprestur í Suðurprófastsdæmi og annar eigenda fjarskiptafyrirtækisins Ábótans. Ábótinn krafðist þess í sumar að Skeiða- og Gnúpverjahreppur greiddi fyrirtækinu 20 milljónir króna vegna lagningar nýs ljósleiðara um sveitarfélagið. Hreppurinn hefur stofnað sérstakt félag um ljósleiðarann, Fjarskiptafélag Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Sveitarstjórnin hefur hafnað kröfu Ábótans að fengnu lögfræðiáliti. Axel segir tengingu Ábótans við internetið byggja á ljósleiðurum og örbylgjuloftnetum. Um helmingur viðskiptanna sé í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. „Við höfum lagt í heilmikinn kostnað til að geta veitt þessa þjónustu sem önnur fjarskiptafyrirtæki hafa ekki talið borga sig. Við það að missa helminginn af viðskiptavinunum eru forsendurnar fyrir þessum rekstri ekki fyrir hendi," segir hann. Ábótinn hefur sent sveitarstjórninni nýtt erindi eftir að hún hafnaði kröfu félagsins fyrr í þessum mánuði. Það felur í sér 87 milljóna króna greiðslu til Ábótans. Axel segir það ýtrustu kröfu sem miði við að fyrirtækið hætti. „Það eru tapaðar tekjur til fjögurra ára inni í þeirri tölu. Við viljum fá bætt það sem við höfum fjárfest en látum þá liggja á milli hluta hvort ljósleiðaralagningin um sveitarfélagið sé ólögleg eða ekki," útskýrir Axel og segir að verði ekki orðið við kröfunni muni félagið kæra málið til Eftirlitsstofnunar EFTA. „Það er skýlaust að sveitarfélagið er að fara inn á markað með opinbert fé og það er bara ekki leyft í dag." Gunnar Örn Marteinsson oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps segir kröfu Ábótans fráleita. Hreppurinn sé í fullum rétti og bótakrafan algerlega órökstudd. Áætlaður kostnaður við ljósleiðarann er 180 milljónir króna. Gunnar segir um helming þess koma frá Landsvirkjun vegna rammasamnings frá 2008 þar sem ákveðin upphæð var eyrnamerkt fjarskiptum í hreppnum. Þá verði notaður drjúgur hluti af 70 milljónum króna sem hreppurinn eigi eftir sölu á hlut í fyrirtækinu Límtré. Hann segir að öllum verði heimill aðgangur að ljósleiðaranum. „Við hér búum við erfið skilyrði í þessum efnum. Þetta verður eins og að fara úr Trabant í Bens og auðveldar fólki störf í fjarvinnslu. Þetta er nútíminn," segir oddvitinn. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira