Eiga upphafslagið í vinsælli sápuóperu í Brasilíu 27. september 2012 15:00 Vinsæl í Brasilíu Rósa Birgitta Ísfeld og Einar Tönsberg í sveitinni Feldberg eiga upphafsstefið í vinsælli sápuóperu í Brasilíu og hafa eignast aðdáendahóp í landinu í kjölfarið. „Serían er nokkurs konar Dallas þeirra Brasilíubúa, full af dramatík og látum. Það má því segja að við eigum Dallas-stefið í Brasil-íu sem er ekki slæmt," segir tónlistarmaðurinn Einar Tönsberg í Feldberg, en sveitin á upphafsstef brasilísku sápuóperunnar Morde e Assopras. Um er að ræða lagið You and Me sem kom út á plötunni Don't Be A Stranger árið 2009. Það var í gegnum umboðsskrifstofu sveitarinnar í Bretlandi sem framleiðendur þáttana keyptu lagið. Lagið hljómar í upphafi hvers þáttar sápuóperunnar. Sýningum var að ljúka á fyrstu seríunni, en hún taldi alls 179 þætti. „Þetta er mjög fyndið allt saman. Hvern hefði grunað að við yrðum vinsæl í brasilískum sápuóperuheimi?" veltir söngkonan Rósa Birgitta Ísfeld fyrir sér. Rósa hafði ekki leitt hugann oft að sápunni fyrr en vinkona hennar flutti til Brasilíu og fékk hláturskast er hún heyrði rödd Rósu í sjónvarpinu. „Brasilíubúar eru trylltir í sápuóperur og það er alltaf heilög stund á daginn á meðan hinar ýmsu seríur eru í sjónvarpinu," segir hún. Mordas e Assopras, eða Bit og blástur á íslensku, nýtur gífurlegra vinsælda í heimalandi sínu en þættirnir hófu göngu sína á síðasta ári. Aðdáendur þáttanna hafa gert yfir sextíu myndbönd með lagi Feldberg á Youtube og hefur vinsælasta myndbandið, þar sem lagið hljómar undir brotum úr þáttunum og með portúgölskum texta, fengið nærri milljón áhorfum á síðunni. „Brasilíubúar eru einnig mjög duglegir á Twitter þar sem sífellt er verið að deila laginu. Það er gaman að fylgjast með því," útskýrir Rósa og bætir við að dúettinn hafi ekki grætt á tá og fingri á sölu lagsins í þættina. Rósa og Einar ákváðu engu að síður að slá til enda heillaði hinn risavaxni brasilíski markaður. Brasilíski aðdáendahópurinn hefur því stækkað og stefgjöldin mjakast inn. „Þetta er svo rosalega stórt land og það er ekkert sjálfgefið að verða þekktur í Brasilíu, enda tónlistarsmekkur þeirra oft ólíkur okkar. Brasilískir aðdáendur hafa líka verið að hvetja okkur til að koma og spila. Það væri nú ekki leiðinlegt." alfrun@frettabladid.is Lífið Mest lesið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Skammast sín ekki fyrir að vera blankir - myndband Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira
„Serían er nokkurs konar Dallas þeirra Brasilíubúa, full af dramatík og látum. Það má því segja að við eigum Dallas-stefið í Brasil-íu sem er ekki slæmt," segir tónlistarmaðurinn Einar Tönsberg í Feldberg, en sveitin á upphafsstef brasilísku sápuóperunnar Morde e Assopras. Um er að ræða lagið You and Me sem kom út á plötunni Don't Be A Stranger árið 2009. Það var í gegnum umboðsskrifstofu sveitarinnar í Bretlandi sem framleiðendur þáttana keyptu lagið. Lagið hljómar í upphafi hvers þáttar sápuóperunnar. Sýningum var að ljúka á fyrstu seríunni, en hún taldi alls 179 þætti. „Þetta er mjög fyndið allt saman. Hvern hefði grunað að við yrðum vinsæl í brasilískum sápuóperuheimi?" veltir söngkonan Rósa Birgitta Ísfeld fyrir sér. Rósa hafði ekki leitt hugann oft að sápunni fyrr en vinkona hennar flutti til Brasilíu og fékk hláturskast er hún heyrði rödd Rósu í sjónvarpinu. „Brasilíubúar eru trylltir í sápuóperur og það er alltaf heilög stund á daginn á meðan hinar ýmsu seríur eru í sjónvarpinu," segir hún. Mordas e Assopras, eða Bit og blástur á íslensku, nýtur gífurlegra vinsælda í heimalandi sínu en þættirnir hófu göngu sína á síðasta ári. Aðdáendur þáttanna hafa gert yfir sextíu myndbönd með lagi Feldberg á Youtube og hefur vinsælasta myndbandið, þar sem lagið hljómar undir brotum úr þáttunum og með portúgölskum texta, fengið nærri milljón áhorfum á síðunni. „Brasilíubúar eru einnig mjög duglegir á Twitter þar sem sífellt er verið að deila laginu. Það er gaman að fylgjast með því," útskýrir Rósa og bætir við að dúettinn hafi ekki grætt á tá og fingri á sölu lagsins í þættina. Rósa og Einar ákváðu engu að síður að slá til enda heillaði hinn risavaxni brasilíski markaður. Brasilíski aðdáendahópurinn hefur því stækkað og stefgjöldin mjakast inn. „Þetta er svo rosalega stórt land og það er ekkert sjálfgefið að verða þekktur í Brasilíu, enda tónlistarsmekkur þeirra oft ólíkur okkar. Brasilískir aðdáendur hafa líka verið að hvetja okkur til að koma og spila. Það væri nú ekki leiðinlegt." alfrun@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Skammast sín ekki fyrir að vera blankir - myndband Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira