Fólk í greiðsluaðlögun gæti hrakist úr námi 25. september 2012 06:00 Dæmi eru um að námsmenn í greiðsluaðlögun Umboðsmanns skuldara fái ekki fyrirgreiðslu hjá viðskiptabanka sínum til að brúa bil sem myndast fram að útgreiðslu námslána hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN). Einstæð móðir fjögurra barna sem stundar nám við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands kveðst óttast að hrekjast frá námi eftir að hafa fengið neitun um fyrirgreiðslu hjá Íslandsbanka. Konan, sem ekki vill láta nafns síns getið, sótti um og fékk samþykkta greiðsluaðlögun í sumar. Enginn hafi hins vegar varað hana við því að ferlið gæti haft þessi áhrif á möguleika hennar til að stunda nám. Í desember 2010 samþykkti Alþingi breytingar á lögum um greiðsluaðlögun til að tryggja að námsmenn gætu áfram fengið framfærslulán frá lánastofnunum vegna væntanlegs láns frá LÍN. Fyrir þá breytingu var alveg lokað á að fólk í greiðsluaðlögun gæti tekið á sig frekari lánaskuldbindingar. Fari svo að áðurnefnd kona hrekist frá námi segir hún fátt annað í stöðunni en að leita félagslegra úrræða hjá sveitarfélagi sínu, enda hafi hún sem námsmaður ekki áunnið sér rétt til atvinnuleysisbóta. Ávinning samfélagsins af slíkum málalokum fyrir fólk í hennar stöðu segir hún vandséðan. Guðrún Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri LÍN, segir sjóðinn ekki vita hversu margir kunni að vera í sömu stöðu. „Við höfum heyrt af einstökum tilvikum þar sem fólk talar um þetta, en vitum svo sem ekkert hvernig þau hafa endað," segir hún, enda sé þar um að ræða mál viðkomandi og viðskiptabanka þeirra. Fyrir árið 1992 var sjóðurinn með svokallað samtímagreiðslukerfi, en núverandi fyrirkomulag, þar sem bankar brúa bilið til útgreiðslu námslána með framfærslulánum sínum, var hluti af aðhaldsaðgerðum þess tíma, að sögn Guðrúnar. Ef taka ætti upp samtímagreiðslukerfi nú myndi það kosta fimm til sex milljarða króna. Í svari Íslandsbanka segir að umsóknir um framfærslulán séu metnar sérstaklega hverju sinni. „Þó viðkomandi aðili sé í greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara þá er það ekki algild regla að honum sé synjað um lán hjá bankanum. Hvert tilvik fyrir sig er skoðað og metið og ákvarðanir teknar út frá þeirri skoðun hverju sinni," segir þar. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Dæmi eru um að námsmenn í greiðsluaðlögun Umboðsmanns skuldara fái ekki fyrirgreiðslu hjá viðskiptabanka sínum til að brúa bil sem myndast fram að útgreiðslu námslána hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN). Einstæð móðir fjögurra barna sem stundar nám við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands kveðst óttast að hrekjast frá námi eftir að hafa fengið neitun um fyrirgreiðslu hjá Íslandsbanka. Konan, sem ekki vill láta nafns síns getið, sótti um og fékk samþykkta greiðsluaðlögun í sumar. Enginn hafi hins vegar varað hana við því að ferlið gæti haft þessi áhrif á möguleika hennar til að stunda nám. Í desember 2010 samþykkti Alþingi breytingar á lögum um greiðsluaðlögun til að tryggja að námsmenn gætu áfram fengið framfærslulán frá lánastofnunum vegna væntanlegs láns frá LÍN. Fyrir þá breytingu var alveg lokað á að fólk í greiðsluaðlögun gæti tekið á sig frekari lánaskuldbindingar. Fari svo að áðurnefnd kona hrekist frá námi segir hún fátt annað í stöðunni en að leita félagslegra úrræða hjá sveitarfélagi sínu, enda hafi hún sem námsmaður ekki áunnið sér rétt til atvinnuleysisbóta. Ávinning samfélagsins af slíkum málalokum fyrir fólk í hennar stöðu segir hún vandséðan. Guðrún Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri LÍN, segir sjóðinn ekki vita hversu margir kunni að vera í sömu stöðu. „Við höfum heyrt af einstökum tilvikum þar sem fólk talar um þetta, en vitum svo sem ekkert hvernig þau hafa endað," segir hún, enda sé þar um að ræða mál viðkomandi og viðskiptabanka þeirra. Fyrir árið 1992 var sjóðurinn með svokallað samtímagreiðslukerfi, en núverandi fyrirkomulag, þar sem bankar brúa bilið til útgreiðslu námslána með framfærslulánum sínum, var hluti af aðhaldsaðgerðum þess tíma, að sögn Guðrúnar. Ef taka ætti upp samtímagreiðslukerfi nú myndi það kosta fimm til sex milljarða króna. Í svari Íslandsbanka segir að umsóknir um framfærslulán séu metnar sérstaklega hverju sinni. „Þó viðkomandi aðili sé í greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara þá er það ekki algild regla að honum sé synjað um lán hjá bankanum. Hvert tilvik fyrir sig er skoðað og metið og ákvarðanir teknar út frá þeirri skoðun hverju sinni," segir þar. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira