Ný plata og þrennir tónleikar 10. september 2012 09:16 Ásgeir Trausti er sallarólegur og nennir lítið að vera að stressa sig yfir hlutunum. fréttablaðið/valli Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti gefur út sína fyrstu plötu, Dýrð í dauðaþögn, á þriðjudaginn. Tvö lög af henni, Leyndarmál og Sumargestir, hafa notið mikilla vinsælda í sumar og því er eftirvæntingin mikil. Aðspurður segist Ásgeir Trausti hafa verið í eitt ár að semja lögin, þrír mánuðir fóru í upptökur og um tveir mánuðir í að vinna umslagið. Ferlið hefur því verið ansi langt en hann er mjög spenntur að sjá hvernig viðtökurnar verða. Strákarnir í Hjálmum aðstoðuðu Ásgeir Trausta við upptökurnar, sem kemur ekki á óvart því söngvari sveitarinnar er bróðir hans Þorsteinn Einarsson. Þeir spiluðu einnig inn á plötuna og verða með honum á þrennum útgáfutónleikum. Þeir fyrstu verða á Græna hattinum 14. september, þeir næstu á Hvammstanga hinn 16. og þeir þriðju og síðustu á Faktorý 18. september. Það er rosalega þægilegt að hafa svona reynslubolta í þessu með sér þegar maður er að koma svona nýr inn, segir Ásgeir Trausti um Hjálmana. Lögin á plötunni eru annars úr öllum áttum. Lögin eru öll rosa ólík og textarnir eru allir mjög mismunandi, segir hann. Faðir hans, Einar Georg Einarsson, samdi sjö texta og Júlíus Róbertsson þrjá en hann spilar einnig með Ásgeiri. Það eru spennandi hlutir fram undan hjá tónlistarmanninum efnilega, sem er þó sallarólegur yfir öllu saman. Ég nenni ekki að vera að stressa mig, ég sé engan tilgang í því. Þetta rennur bara áfram og ég fylgi með. - fb Tónlist Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti gefur út sína fyrstu plötu, Dýrð í dauðaþögn, á þriðjudaginn. Tvö lög af henni, Leyndarmál og Sumargestir, hafa notið mikilla vinsælda í sumar og því er eftirvæntingin mikil. Aðspurður segist Ásgeir Trausti hafa verið í eitt ár að semja lögin, þrír mánuðir fóru í upptökur og um tveir mánuðir í að vinna umslagið. Ferlið hefur því verið ansi langt en hann er mjög spenntur að sjá hvernig viðtökurnar verða. Strákarnir í Hjálmum aðstoðuðu Ásgeir Trausta við upptökurnar, sem kemur ekki á óvart því söngvari sveitarinnar er bróðir hans Þorsteinn Einarsson. Þeir spiluðu einnig inn á plötuna og verða með honum á þrennum útgáfutónleikum. Þeir fyrstu verða á Græna hattinum 14. september, þeir næstu á Hvammstanga hinn 16. og þeir þriðju og síðustu á Faktorý 18. september. Það er rosalega þægilegt að hafa svona reynslubolta í þessu með sér þegar maður er að koma svona nýr inn, segir Ásgeir Trausti um Hjálmana. Lögin á plötunni eru annars úr öllum áttum. Lögin eru öll rosa ólík og textarnir eru allir mjög mismunandi, segir hann. Faðir hans, Einar Georg Einarsson, samdi sjö texta og Júlíus Róbertsson þrjá en hann spilar einnig með Ásgeiri. Það eru spennandi hlutir fram undan hjá tónlistarmanninum efnilega, sem er þó sallarólegur yfir öllu saman. Ég nenni ekki að vera að stressa mig, ég sé engan tilgang í því. Þetta rennur bara áfram og ég fylgi með. - fb
Tónlist Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira