Frumflutti óútgefið lag Sjonna 1. september 2012 14:00 frumflutti lag sjonna Þórunn Erna Clausen frumflutti lag Sjonna Brink, Days Gone By. Mynd: oli/olinn.net „Þetta gekk ótrúlega vel. Það var rosalega gaman að fá að syngja þetta lag og leyfa fólki að heyra það," segir Þórunn Erna Clausen. Óútgefið lag Sjonna Brink, Days Gone By, var frumflutt á minningartónleikum um hann sem voru haldnir í Borgarleikhúsinu á afmælisdegi hans, 29. ágúst. Þá hefði Sjonni, sem var eiginmaður Þórunnar Ernu, orðið 38 ára en hann lést í janúar í fyrra. „Röddin hans er með í prufuupptöku af laginu og við höfðum það þannig á tónleikunum líka. Þetta var mjög sérstök stund fyrir mig," segir Þórunn Erna, sem samdi sjálf textann en notaði einnig þau orð sem heyrðust skýrt í prufuupptöku Sjonna. Með Þórunni fluttu Vignir Snær Vigfússon, Pálmi Sigurhjartarson og aðrir fyrrum samstarfsmenn Sjonna lagið á tónleikunum. „Mér finnst þetta frábært lag eftir Sjonna. Það er algjör synd að hann var ekki búinn að klára textann og syngja það alveg sjálfur en svona er lífið. Við kláruðum þetta fyrir hann og gerðum okkar besta." Til stendur að gefa lagið út seinni hlutann í september og stjórnar Vignir Snær upptökunum. Aðspurð segist Þórunn Erna vera mjög ánægð með minningartónleikana. „Sjonni var svo frábær tónlistarmaður og lagahöfundur og ég veit ekki hvort fólk áttar sig á því fyrr en það sér þetta á einu kvöldi hversu mikið magn af góðum lögum hann átti," segir hún. „Það voru fimmtán söngvarar sem komu fram og það voru allir að blómstra í öllum lögum. Það var mikil hjartahlýja í salnum, á sviðinu og baksviðs og þetta var bara einstakt. Það voru einhverjir töfrar í loftinu." - fb Fréttir Tónlist Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Þetta gekk ótrúlega vel. Það var rosalega gaman að fá að syngja þetta lag og leyfa fólki að heyra það," segir Þórunn Erna Clausen. Óútgefið lag Sjonna Brink, Days Gone By, var frumflutt á minningartónleikum um hann sem voru haldnir í Borgarleikhúsinu á afmælisdegi hans, 29. ágúst. Þá hefði Sjonni, sem var eiginmaður Þórunnar Ernu, orðið 38 ára en hann lést í janúar í fyrra. „Röddin hans er með í prufuupptöku af laginu og við höfðum það þannig á tónleikunum líka. Þetta var mjög sérstök stund fyrir mig," segir Þórunn Erna, sem samdi sjálf textann en notaði einnig þau orð sem heyrðust skýrt í prufuupptöku Sjonna. Með Þórunni fluttu Vignir Snær Vigfússon, Pálmi Sigurhjartarson og aðrir fyrrum samstarfsmenn Sjonna lagið á tónleikunum. „Mér finnst þetta frábært lag eftir Sjonna. Það er algjör synd að hann var ekki búinn að klára textann og syngja það alveg sjálfur en svona er lífið. Við kláruðum þetta fyrir hann og gerðum okkar besta." Til stendur að gefa lagið út seinni hlutann í september og stjórnar Vignir Snær upptökunum. Aðspurð segist Þórunn Erna vera mjög ánægð með minningartónleikana. „Sjonni var svo frábær tónlistarmaður og lagahöfundur og ég veit ekki hvort fólk áttar sig á því fyrr en það sér þetta á einu kvöldi hversu mikið magn af góðum lögum hann átti," segir hún. „Það voru fimmtán söngvarar sem komu fram og það voru allir að blómstra í öllum lögum. Það var mikil hjartahlýja í salnum, á sviðinu og baksviðs og þetta var bara einstakt. Það voru einhverjir töfrar í loftinu." - fb
Fréttir Tónlist Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira