Hundum fjölgað um helming á sex árum 31. ágúst 2012 09:00 Tölurnar um fjölda hunda í Kopavogi, Hafnarfirði, Garðarbæ og Álftanesi eru fengnar frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogs og ná aðeins til áramóta. Tölurnar úr Reykjavík, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi eru hins vegar nýjar. Skráðum hundum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um 54 prósent síðan í ársbyrjun 2006. Þeir voru 3.551 í byrjun ársins 2006 en eru nú 5.475, samkvæmt tölum sem ýmist eru glænýjar eða frá síðustu áramótum. Mjög mikill munur er á því hversu mikið hundum hefur fjölgað á þessu tímabili eftir sveitarfélögum. Langmest hefur fjölgunin verið í Hafnarfirði, um 86 prósent, en langminnst á Álftanesi, um fjórtán prósent. Næstmest hefur hundum fjölgað í Kópavogi, um 66 prósent, því næst í Mosfellsbæ og Reykjavík, um 48 og 46 prósent, og þar á eftir koma Seltjarnarnes og Garðabær, með fjölgun sem nemur 37 og 36 prósentum. Það er þó ekki víst hversu mikla sögu þessar tölur segja um heildarfjölda hunda, enda er þó nokkuð um óskráða hunda í borginni. Hversu mikið er þó erfitt að segja, að því er fram hefur komið í samtölum blaðamanns við starfsfólk sveitarfélaganna og heilbrigðiseftirlits. Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, segir að talið sé að allt upp undir 25 prósent allra hunda í Reykjavík séu óskráð. „Þótt það sé ómögulegt að vita það með einhverri vissu," bætir hún við. Ingimundur Helgason, hundaeftirlitsmaður á Seltjarnarnesi, kveðst eiga erfitt með að fallast á að 25 prósenta talan geti átt við um Seltjarnarnes, og Páll Stefánsson hjá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis segir það almenna tilfinningu manna þar á bæ að ekki sé svo stór hluti hunda óskráður. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Skráðum hundum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um 54 prósent síðan í ársbyrjun 2006. Þeir voru 3.551 í byrjun ársins 2006 en eru nú 5.475, samkvæmt tölum sem ýmist eru glænýjar eða frá síðustu áramótum. Mjög mikill munur er á því hversu mikið hundum hefur fjölgað á þessu tímabili eftir sveitarfélögum. Langmest hefur fjölgunin verið í Hafnarfirði, um 86 prósent, en langminnst á Álftanesi, um fjórtán prósent. Næstmest hefur hundum fjölgað í Kópavogi, um 66 prósent, því næst í Mosfellsbæ og Reykjavík, um 48 og 46 prósent, og þar á eftir koma Seltjarnarnes og Garðabær, með fjölgun sem nemur 37 og 36 prósentum. Það er þó ekki víst hversu mikla sögu þessar tölur segja um heildarfjölda hunda, enda er þó nokkuð um óskráða hunda í borginni. Hversu mikið er þó erfitt að segja, að því er fram hefur komið í samtölum blaðamanns við starfsfólk sveitarfélaganna og heilbrigðiseftirlits. Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, segir að talið sé að allt upp undir 25 prósent allra hunda í Reykjavík séu óskráð. „Þótt það sé ómögulegt að vita það með einhverri vissu," bætir hún við. Ingimundur Helgason, hundaeftirlitsmaður á Seltjarnarnesi, kveðst eiga erfitt með að fallast á að 25 prósenta talan geti átt við um Seltjarnarnes, og Páll Stefánsson hjá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis segir það almenna tilfinningu manna þar á bæ að ekki sé svo stór hluti hunda óskráður. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira