Óttast að Bandaríkin loki á siglingar héðan til Ameríku 30. ágúst 2012 08:00 Laumast í Sundahöfn Þrír hælisleitendur læðast um á afgirtu svæði Eimskips.MYNd/Eimskip Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, kveðst hafa verulegar áhyggjur af aukinni ásókn hælisleitenda sem reyna að komast um borð í Ameríkuskip félagsins. Í bréfi til innanríkisráðuneytisins segir Gylfi alvarlega stöðu koma upp sleppi laumufarþegi með skipi vestur um haf. „Slíkt myndi kosta Eimskip háar fjársektir, hættu á handtöku skipstjóra og möguleika á að skip félagsins yrði kyrrsett með tilheyrandi kostnaði," skrifar Gylfi og bætir við að að beinum siglingum milli Íslands og Norður-Ameríku sé ógnað: „Yfirvöld í Ameríku fylgjast grannt með og gætu mögulega ályktað sem svo að siglingaleiðin sé ótrygg og gætu gert kröfu til þess að vörur milli Íslands og Norður-Ameríku yrðu fluttar í gegnum hafnir á meginlandi Evrópu," útskýrir forstjóri Eimskips sem kveður þessar siglingar þá til dæmis geta orðið um Rotterdam. Þetta hefði mikinn kostnað í för með sér fyrir útflytjendur. Þá bendir Gylfi á að sumir hælisleitendanna hafi ítrekað verið handteknir á athafnasvæði Eimskips eða um borð í skipum þess. Þeir hafi gert sjö „atlögur" að því að lauma sér með skipum félagsins úr landi. „Það er eins og þessir aðilar séu eftirlitslausir og að engin lög taki á ítrekuðum brotum þeirra sem valda tjóni á mannvirkjum og síðast en ekki síst viljum við ekki hugsa þá hugsun til enda ef til handalögmála kæmi við öryggisverði eða sjómenn," segir forstjórinn í bréfinu þar sem fram kemur að reyndar hafi legið við átökum. „Í síðustu tveimur tilraunum sýndu aðilar tilburði til að ráðast á öryggisverði félagsins." Óskað er eftir aðgerðum af hálfu innanríkisráðuneytisins. „Fundir hafa verið haldnir með embættismönnum ráðuneyta, útlendingaeftirlits, siglingamála, lögregluembætta og hafnaryfirvalda. Þær viðræður hafa hingað til því miður litlu sem engu skilað," skrifar Gylfi ráðuneytinu og biður um skjót viðbrögð. Bréfi Eimskips, sem dagsett er 16. júlí, hefur enn ekki verið svarað að sögn upplýsingafulltrúa ráðuneytisins. „Við erum enn að bíða," segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips. Stjórn Faxaflóahafna segist hins vegar taka undir að viðeigandi yfirvöld eigi að grípa til nauðsynlegra ráðstafana vegna ítrekaðra tilrauna til innbrota á svæði Eimskips.- gar Fréttir Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira
Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, kveðst hafa verulegar áhyggjur af aukinni ásókn hælisleitenda sem reyna að komast um borð í Ameríkuskip félagsins. Í bréfi til innanríkisráðuneytisins segir Gylfi alvarlega stöðu koma upp sleppi laumufarþegi með skipi vestur um haf. „Slíkt myndi kosta Eimskip háar fjársektir, hættu á handtöku skipstjóra og möguleika á að skip félagsins yrði kyrrsett með tilheyrandi kostnaði," skrifar Gylfi og bætir við að að beinum siglingum milli Íslands og Norður-Ameríku sé ógnað: „Yfirvöld í Ameríku fylgjast grannt með og gætu mögulega ályktað sem svo að siglingaleiðin sé ótrygg og gætu gert kröfu til þess að vörur milli Íslands og Norður-Ameríku yrðu fluttar í gegnum hafnir á meginlandi Evrópu," útskýrir forstjóri Eimskips sem kveður þessar siglingar þá til dæmis geta orðið um Rotterdam. Þetta hefði mikinn kostnað í för með sér fyrir útflytjendur. Þá bendir Gylfi á að sumir hælisleitendanna hafi ítrekað verið handteknir á athafnasvæði Eimskips eða um borð í skipum þess. Þeir hafi gert sjö „atlögur" að því að lauma sér með skipum félagsins úr landi. „Það er eins og þessir aðilar séu eftirlitslausir og að engin lög taki á ítrekuðum brotum þeirra sem valda tjóni á mannvirkjum og síðast en ekki síst viljum við ekki hugsa þá hugsun til enda ef til handalögmála kæmi við öryggisverði eða sjómenn," segir forstjórinn í bréfinu þar sem fram kemur að reyndar hafi legið við átökum. „Í síðustu tveimur tilraunum sýndu aðilar tilburði til að ráðast á öryggisverði félagsins." Óskað er eftir aðgerðum af hálfu innanríkisráðuneytisins. „Fundir hafa verið haldnir með embættismönnum ráðuneyta, útlendingaeftirlits, siglingamála, lögregluembætta og hafnaryfirvalda. Þær viðræður hafa hingað til því miður litlu sem engu skilað," skrifar Gylfi ráðuneytinu og biður um skjót viðbrögð. Bréfi Eimskips, sem dagsett er 16. júlí, hefur enn ekki verið svarað að sögn upplýsingafulltrúa ráðuneytisins. „Við erum enn að bíða," segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips. Stjórn Faxaflóahafna segist hins vegar taka undir að viðeigandi yfirvöld eigi að grípa til nauðsynlegra ráðstafana vegna ítrekaðra tilrauna til innbrota á svæði Eimskips.- gar
Fréttir Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira