ESB stjórnar ekki 25. ágúst 2012 12:30 Rokkararnir í Jet Black Joe fagna tuttugu ára afmæli sínu 31. ágúst. „Við höfum enn þá mjög gaman af þessu," segir Gunnar Bjarni, gítarleikari Jet Black Joe. Rokksveitin fagnar tuttugu ára afmæli sínu með tónleikum í Íslensku óperunni (Gamla bíói) 31. ágúst. „Hugmyndin með því að spila í Gamla bíói er að þangað kemur frekar fólk sem er ekki að fara mikið á skemmtistaði eða böll. Þetta er kannski aðeins annar markhópur," segir Gunnar Bjarni. „Fólkið sem hlustar á okkur virðist spanna tvær til þrjár kynslóðir sem grípa annaðhvort í endann eða upphafið á þessu." Flutt verða öll bestu lög Jet Black Joe ásamt nýju efni sem er væntanlegt á safnplötu sem kemur út í október. Gunnar Bjarni lofar hörkustemningu. Sveitin er í góðu formi enda hefur hún spilað víða að undanförnu, meðal annars á Ísafirði, Hvammstanga, í Reykjavík og Vestmannaeyjum. Jet Black Joe hefur tvisvar sinnum fengið sjötíu þúsund króna sekt fyrir að spila of hátt en Gunnar Bjarni segist ekki ætla að láta reglugerðavirki ESB stjórna því hversu hátt rokktónlist sé spiluð. „Þeir sem eru með mjög viðkvæma heyrn geta bara mætt með eyrnatappa og fengið sérhönnuð sæti með öryggisbeltum í Gamla bíói." Miðaverð á tónleikana er 3.900 kr. og að sögn Gunnars Bjarna eru örfáir miðar eftir. - fb Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Við höfum enn þá mjög gaman af þessu," segir Gunnar Bjarni, gítarleikari Jet Black Joe. Rokksveitin fagnar tuttugu ára afmæli sínu með tónleikum í Íslensku óperunni (Gamla bíói) 31. ágúst. „Hugmyndin með því að spila í Gamla bíói er að þangað kemur frekar fólk sem er ekki að fara mikið á skemmtistaði eða böll. Þetta er kannski aðeins annar markhópur," segir Gunnar Bjarni. „Fólkið sem hlustar á okkur virðist spanna tvær til þrjár kynslóðir sem grípa annaðhvort í endann eða upphafið á þessu." Flutt verða öll bestu lög Jet Black Joe ásamt nýju efni sem er væntanlegt á safnplötu sem kemur út í október. Gunnar Bjarni lofar hörkustemningu. Sveitin er í góðu formi enda hefur hún spilað víða að undanförnu, meðal annars á Ísafirði, Hvammstanga, í Reykjavík og Vestmannaeyjum. Jet Black Joe hefur tvisvar sinnum fengið sjötíu þúsund króna sekt fyrir að spila of hátt en Gunnar Bjarni segist ekki ætla að láta reglugerðavirki ESB stjórna því hversu hátt rokktónlist sé spiluð. „Þeir sem eru með mjög viðkvæma heyrn geta bara mætt með eyrnatappa og fengið sérhönnuð sæti með öryggisbeltum í Gamla bíói." Miðaverð á tónleikana er 3.900 kr. og að sögn Gunnars Bjarna eru örfáir miðar eftir. - fb
Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira