Sveitamenn spila Brimbrettatónlist 25. ágúst 2012 20:00 Ásmundur Svavar, Jakob Grétar og Helgi Eyleifur skipa hljómsveitina Brimsteina. „Helsti draumurinn er að gefa út sjötommu, eða tveggja laga plötu. Það er útgáfuformið fyrir þessa tónlist,“ segir Ásmundur Svavar Sigurðsson í borgfirsku hljómsveitinni Brimsteinar. Með Ásmundi Svavari í sveitinni er bróðir hans Jakob Grétar en þeir eru frá Varmalæk og spila einnig með progg-sveitinni Eldberg sem gaf út sína fyrstu plötu í fyrra. Þriðji meðlimurinn er Helgi Eyleifur Þorvaldsson frá Brekkukoti. Brimsteinar spila svokallaða brim-tónlist og helstu áhrifavaldar eru The Ventures, Dick Dale og The Shadows. Fáar íslenskar brim-sveitir hafa starfað hér hin síðari ár. Helst má nefna hljómsveitina Brim með Curveri Thoroddsen. Brimsteinar tóku upp tvö ný myndbönd fyrir skömmu á sólarströndinni Langasandi á Akranesi og skelltu þeim á síðuna Youtube. Bæði lögin eru eftir belgíska tónlistarmanninn Django Reinhardt. Útlitið á strákunum er undir áhrifum frá sjöunda áratugnum þegar brim-tónlist naut mikilla vinsælda. En hvaðan koma þessir flottu búningar? „Ég vil þakka Gísla Árnasyni, formanni Karlakórsins Heimis fyrir þá. Hann lánaði okkur þessa jakka,“ segir Ásmundur Svavar, sem skemmtir sér vel með Brimsteinum. „Þetta er gífurlega gaman og mikill léttleiki sem fylgir þessu.“ -fb Tónlist Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Helsti draumurinn er að gefa út sjötommu, eða tveggja laga plötu. Það er útgáfuformið fyrir þessa tónlist,“ segir Ásmundur Svavar Sigurðsson í borgfirsku hljómsveitinni Brimsteinar. Með Ásmundi Svavari í sveitinni er bróðir hans Jakob Grétar en þeir eru frá Varmalæk og spila einnig með progg-sveitinni Eldberg sem gaf út sína fyrstu plötu í fyrra. Þriðji meðlimurinn er Helgi Eyleifur Þorvaldsson frá Brekkukoti. Brimsteinar spila svokallaða brim-tónlist og helstu áhrifavaldar eru The Ventures, Dick Dale og The Shadows. Fáar íslenskar brim-sveitir hafa starfað hér hin síðari ár. Helst má nefna hljómsveitina Brim með Curveri Thoroddsen. Brimsteinar tóku upp tvö ný myndbönd fyrir skömmu á sólarströndinni Langasandi á Akranesi og skelltu þeim á síðuna Youtube. Bæði lögin eru eftir belgíska tónlistarmanninn Django Reinhardt. Útlitið á strákunum er undir áhrifum frá sjöunda áratugnum þegar brim-tónlist naut mikilla vinsælda. En hvaðan koma þessir flottu búningar? „Ég vil þakka Gísla Árnasyni, formanni Karlakórsins Heimis fyrir þá. Hann lánaði okkur þessa jakka,“ segir Ásmundur Svavar, sem skemmtir sér vel með Brimsteinum. „Þetta er gífurlega gaman og mikill léttleiki sem fylgir þessu.“ -fb
Tónlist Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira