Frost semur tónlistina í Frost 22. ágúst 2012 19:00 Tónskáldið Ben Frost semur tónlistina í vísindatryllinum Frost sem frumsýndur er í byrjun september. mynd/bjarni grímsson "Þetta er mest "hardcore" tónlist sem ég hef búið til," segir tónskáldið Ben Frost sem þessa dagana er að leggja lokahönd á tónlistina fyrir kvikmyndina Frost sem verður frumsýnd þann 7. september næstkomandi. Frost er vísindahryllingsmynd í leikstjórn Reynis Lyngdal með þeim Önnu Gunndísi Guðmundsdóttur og Birni Thors í aðalhlutverkum. Ben segist hafa séð myndina oft og mörgum sinnum og fullyrðir að hún sé eitthvað allt annað en áður hefur sést í íslenskri kvikmyndagerð. "Myndin er óvenjuleg. Söguþráðurinn er hrár, beinn, óljós, skrítinn og opinn,"segir Ben sem meðal annars þurfti að verða sér úti um sérstök klakahljóð til að vinna með, enda er sögusvið myndarinnar í rannsóknarbúðum upp á jökli. "Ég fór út um allt til að taka upp hljóð og eiga í safninu mínu. Það sem er sérstakt við þessa mynd er að tónlistin er í raun óþörf og í fyrsta sinn var ég að vinna náið með hljóðmönnunum í myndinni." Spurður hvort hann hafi komið til greina nafnsins vegna svarar Ben hlæjandi. "Já, það er óneitanlega skemmtileg tilviljun að Frost geri Frost. Við Reynir höfum áður unnið saman og mér finnst mjög gaman að vinna við kvikmynda tónlist," segir Ben sem einnig verður í eldlínunni síðar í september, en hann semur tónlistina við mynd Baltasars Kormáks, Djúpið. "Myndirnar eru algjörar andstæður og það er tónlistin líka. Það er bara skemmtilegt." Meðal þeirra tónlistarmanna sem eiga lög í Frost eru þau Þórunn Antonía með Electrify My Heart, Bix með Ylfa´s Song og Ásgeir Trausti með lagið Þennan dag. - áp Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
"Þetta er mest "hardcore" tónlist sem ég hef búið til," segir tónskáldið Ben Frost sem þessa dagana er að leggja lokahönd á tónlistina fyrir kvikmyndina Frost sem verður frumsýnd þann 7. september næstkomandi. Frost er vísindahryllingsmynd í leikstjórn Reynis Lyngdal með þeim Önnu Gunndísi Guðmundsdóttur og Birni Thors í aðalhlutverkum. Ben segist hafa séð myndina oft og mörgum sinnum og fullyrðir að hún sé eitthvað allt annað en áður hefur sést í íslenskri kvikmyndagerð. "Myndin er óvenjuleg. Söguþráðurinn er hrár, beinn, óljós, skrítinn og opinn,"segir Ben sem meðal annars þurfti að verða sér úti um sérstök klakahljóð til að vinna með, enda er sögusvið myndarinnar í rannsóknarbúðum upp á jökli. "Ég fór út um allt til að taka upp hljóð og eiga í safninu mínu. Það sem er sérstakt við þessa mynd er að tónlistin er í raun óþörf og í fyrsta sinn var ég að vinna náið með hljóðmönnunum í myndinni." Spurður hvort hann hafi komið til greina nafnsins vegna svarar Ben hlæjandi. "Já, það er óneitanlega skemmtileg tilviljun að Frost geri Frost. Við Reynir höfum áður unnið saman og mér finnst mjög gaman að vinna við kvikmynda tónlist," segir Ben sem einnig verður í eldlínunni síðar í september, en hann semur tónlistina við mynd Baltasars Kormáks, Djúpið. "Myndirnar eru algjörar andstæður og það er tónlistin líka. Það er bara skemmtilegt." Meðal þeirra tónlistarmanna sem eiga lög í Frost eru þau Þórunn Antonía með Electrify My Heart, Bix með Ylfa´s Song og Ásgeir Trausti með lagið Þennan dag. - áp
Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira