Strax byrjaðir á nýrri plötu 13. júlí 2012 11:00 Gott tvíeyki Þeir Sverrir Bergmann og Halldór Gunnar eru búnir að gera 34 lög saman í vetur og stefna á áframhaldandi samstarf. „Við gerðum 34 lög í vetur og völdum ellefu þar úr og settum á diskinn," segir Halldór Gunnar Pálsson, Fjallabróðir með meiru, um diskinn Föstudagslögin sem hann og Sverrir Bergmann gáfu út síðastliðinn föstudag. Þeir Halldór og Sverrir hafa séð um liðinn Föstudagslögin í þáttum Auðuns Blöndal, FM95BLÖ, á útvarpsstöðinni FM957 í vetur. Þar fluttu þeir vikulega eitt þekkt lag sem þeir höfðu fært yfir í kassagítarsútgáfu. Halldór Gunnar sér um undirspilið í öllum lögunum og Sverrir syngur. „Ég vil nú meina að Sverrir geti vel spilað undir og hann vill meina að ég geti vel sungið. Ég er samt ekkert að fara að gaula með jafn æðislegan söngvara og Sverri Bergmann við hliðina á mér. Hann segist á móti ekki vilja spila á gítar við hliðina á mér, svo ætli það sé ekki fínt að halda þessu svona. Ég ætla að minnsta kosti ekki að syngja fyrr en hann tekur upp gítarinn," segir Halldór og hlær. Diskurinn er aðeins fáanlegur á stafrænu formi á Tonlist.is. Kaupi menn alla plötuna fylgir henni Þjóðhátíðarlagið í ár, Þar sem hjartað slær, sem er einmitt samið af Halldóri Gunnari og flutt af Sverri og rokkkórnum Fjallabræðrum. Þeir Halldór og Sverrir ætla ekki að láta hér við sitja því þeir eru með aðra plötu í vinnslu sem er væntanleg með haustinu. „Sú plata verður aðeins veigameiri en þessi. Við erum ekki búnir að ákveða endanlega hvað verður á henni en það verður einhver blanda af frumsömdu efni og lítið þekktum lögum sem við ætlum að íslenska," segir Halldór en öll platan verður á íslensku og hljómsveit mun annast undirspilið. - trs Fréttir Tónlist Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Við gerðum 34 lög í vetur og völdum ellefu þar úr og settum á diskinn," segir Halldór Gunnar Pálsson, Fjallabróðir með meiru, um diskinn Föstudagslögin sem hann og Sverrir Bergmann gáfu út síðastliðinn föstudag. Þeir Halldór og Sverrir hafa séð um liðinn Föstudagslögin í þáttum Auðuns Blöndal, FM95BLÖ, á útvarpsstöðinni FM957 í vetur. Þar fluttu þeir vikulega eitt þekkt lag sem þeir höfðu fært yfir í kassagítarsútgáfu. Halldór Gunnar sér um undirspilið í öllum lögunum og Sverrir syngur. „Ég vil nú meina að Sverrir geti vel spilað undir og hann vill meina að ég geti vel sungið. Ég er samt ekkert að fara að gaula með jafn æðislegan söngvara og Sverri Bergmann við hliðina á mér. Hann segist á móti ekki vilja spila á gítar við hliðina á mér, svo ætli það sé ekki fínt að halda þessu svona. Ég ætla að minnsta kosti ekki að syngja fyrr en hann tekur upp gítarinn," segir Halldór og hlær. Diskurinn er aðeins fáanlegur á stafrænu formi á Tonlist.is. Kaupi menn alla plötuna fylgir henni Þjóðhátíðarlagið í ár, Þar sem hjartað slær, sem er einmitt samið af Halldóri Gunnari og flutt af Sverri og rokkkórnum Fjallabræðrum. Þeir Halldór og Sverrir ætla ekki að láta hér við sitja því þeir eru með aðra plötu í vinnslu sem er væntanleg með haustinu. „Sú plata verður aðeins veigameiri en þessi. Við erum ekki búnir að ákveða endanlega hvað verður á henni en það verður einhver blanda af frumsömdu efni og lítið þekktum lögum sem við ætlum að íslenska," segir Halldór en öll platan verður á íslensku og hljómsveit mun annast undirspilið. - trs
Fréttir Tónlist Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira