Lítið mál að flokka sorp - Fréttaskýring 12. júlí 2012 06:30 Urðun í álfsnesi Urðun úrgangs er dýr og endurvinnsla getur borgað sig. Hvert kíló sem þarf að urða í Álfsnesi kostar tæplega 18 krónur en það kostar ekkert að senda ruslið í endurvinnslu. fréttablaðið/valli Hver eru næstu skref í sorpflokkun? Það er lítið mál að umbylta ruslamálum þjóðarinnar, aðalatriðið er að fræða almenning. Þessu heldur Agnes Gunnarsdóttir fram. Hún er framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs hjá Íslenska gámafélaginu sem þjónar fjöldamörgum sveitarfélög um allt land. „Númer eitt, tvö og þrjú er fræðsla. Það er ekki nóg að senda einn bækling heim. Það þarf að fylgja þessu eftir," segir Agnes. Hún segir að starfsmenn Íslenska gámafélagsins hafi til að mynda heimsótt tíu þúsund heimili á landinu og beinlínis kennt fólki að flokka. „Fólk er að mikla fyrir sér hvernig á að koma fyrir öllum flokkunarílátunum. Hvort þetta eigi að vera inni í kústaskáp eða hvar. Fólk er oft svo stressað og hrætt við breytingar. En ef maður heldur aðeins í höndina á því er þetta ekkert mál." Agnes segir litlu hlutina helst flækjast fyrir fólki. „Smáatriðin verða oft stærstu atriðin fyrst, til dæmis tyggjó en því á að henda í almennt sorp." Hún segir spýtur af íspinnum og pilluspjöld einnig vera dæmi um hluti sem vefjast fyrir fólki. Mikilvægast sé að flokka stóru hlutina, pappa, plast og mjólkurfernur. Agnes bendir á að framleiðendur beri vissa ábyrgð. Þeir þurfi að setja vörur sínar í endurvinnsluvænar umbúðir svo eftirleikurinn verði auðveldari fyrir neytendur. „Sjáðu til dæmis mjólkurfernu með tappa úr plasti. Þar er verið að blanda saman tveimur endurvinnsluflokkum. Það þarf að gera fólki endurvinnslu auðveldari með því að blanda ekki saman flokkum. Þarna verðum við neytendur að þrýsta á framleiðendur," segir Agnes. Nú þegar eru sautján sveitarfélög byrjuð að flokka í þrjá endurvinnsluflokka: lífrænt, endurvinnanlegt og almennt heimilissorp sem er óendurvinnanlegt. Stykkishólmur er ákveðin fyrirmynd í þessum málum en þar hefur náðst að flokka upp í 67 prósent af úrgangi. katrin@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Hver eru næstu skref í sorpflokkun? Það er lítið mál að umbylta ruslamálum þjóðarinnar, aðalatriðið er að fræða almenning. Þessu heldur Agnes Gunnarsdóttir fram. Hún er framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs hjá Íslenska gámafélaginu sem þjónar fjöldamörgum sveitarfélög um allt land. „Númer eitt, tvö og þrjú er fræðsla. Það er ekki nóg að senda einn bækling heim. Það þarf að fylgja þessu eftir," segir Agnes. Hún segir að starfsmenn Íslenska gámafélagsins hafi til að mynda heimsótt tíu þúsund heimili á landinu og beinlínis kennt fólki að flokka. „Fólk er að mikla fyrir sér hvernig á að koma fyrir öllum flokkunarílátunum. Hvort þetta eigi að vera inni í kústaskáp eða hvar. Fólk er oft svo stressað og hrætt við breytingar. En ef maður heldur aðeins í höndina á því er þetta ekkert mál." Agnes segir litlu hlutina helst flækjast fyrir fólki. „Smáatriðin verða oft stærstu atriðin fyrst, til dæmis tyggjó en því á að henda í almennt sorp." Hún segir spýtur af íspinnum og pilluspjöld einnig vera dæmi um hluti sem vefjast fyrir fólki. Mikilvægast sé að flokka stóru hlutina, pappa, plast og mjólkurfernur. Agnes bendir á að framleiðendur beri vissa ábyrgð. Þeir þurfi að setja vörur sínar í endurvinnsluvænar umbúðir svo eftirleikurinn verði auðveldari fyrir neytendur. „Sjáðu til dæmis mjólkurfernu með tappa úr plasti. Þar er verið að blanda saman tveimur endurvinnsluflokkum. Það þarf að gera fólki endurvinnslu auðveldari með því að blanda ekki saman flokkum. Þarna verðum við neytendur að þrýsta á framleiðendur," segir Agnes. Nú þegar eru sautján sveitarfélög byrjuð að flokka í þrjá endurvinnsluflokka: lífrænt, endurvinnanlegt og almennt heimilissorp sem er óendurvinnanlegt. Stykkishólmur er ákveðin fyrirmynd í þessum málum en þar hefur náðst að flokka upp í 67 prósent af úrgangi. katrin@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira