Merkilegt framhald fyrir tónvísindasmiðjur Bjarkar 11. júlí 2012 11:00 Björk Guðmundsdóttir Biophiliu-tónvísindasmiðjur Bjarkar hafa farið sigurför um heiminn. Stór áfangi næst með opnun slíkrar smiðju í Borgarbókasafninu í New York á morgun. „Þetta framhald er stór áfangi fyrir tónvísindasmiðjur Bjarkar en við höfum leitað eftir slíku," útskýrir Curver Thoroddsen, sem stýrir Biophiliu-kennsluverkefninu fyrir hönd Bjarkar Guðmundsdóttur. Með orðunum á hann við smiðju sem hefst á morgun í New York Public Library en verkefnið er framhald af smiðjum sem haldnar voru í tengslum við Biophiliu-tónleika Bjarkar í borginni í ársbyrjun. „Aðstandendur bókasafnsins sýndu verkefninu mikinn áhuga og vildu strax fá það til sín," segir hann en þeir fengu að koma í heimsókn og heilluðust upp úr skónum. Smiðjan verður haldin einu sinni í viku, tvo og hálfan tíma í senn, og eitt lag af Biophiliu-plötunni verður tekið fyrir í hvert skipti. Tónlistar- og vísindahlið laganna verða skoðaðar og iPad-spjaldtölvur notaðar við kennsluna en þátttakendur semja á tíu mismunandi forrit sem sum hver eru líkt og hljóðfæri. Þau fá að því loknu að eiga upptökur af öllu. Aðalatriðið er að hvetja þau til að skapa," segir hann. Uppbókað er í smiðjuna sem er ókeypis og stendur til áramóta í tveimur útibúum safnsins.Grunnur var lagður að kennsluháttum prógrammsins af vísindamönnum frá Háskóla Íslands og tónlistarkennurum frá Reykjavíkurborg í samstarfi við Björk síðasta haust. Eftir það hafa smiðjurnar farið sigurför um heiminn. „Við höfum kennt í mörgum löndum samhliða Biophiliu-tónleikaferðalaginu. Við héldum fjórar smiðjur í Hörpu og eftir það héldum við í ferðalag. Við höfum kennt í Manchester, Buenos Aires og í Hall of Science í New York," segir hann. Síðastliðinn föstudag byrjuðu aðrar smiðjur í Children's Museum of Manhattan sem eru ætlaðar yngri aldurshópi. „Þar geta börn og fjölskyldur kíkt við og skapað á hverjum degi næstu mánuðina."Hann nefnir jafnframt að Saint Ann-skólinn muni innleiða kennsluhætti Biophiliu-smiðjanna í námskrá sína á næstu haustönn. Jafnframt verður sett upp vinnusmiðja í Tæknisafninu í Ósló í byrjun ágúst. Á haustmánuðum hefst þriggja ára ferðalag þessara Biophiliu-smiðja um grunnskóla Reykjavíkur í samstarfi við Reykjavíkurborg og Háskóla Íslands þar sem tónlistar- og náttúrufræðikennarar munu hvetja íslensk ungmenni til tilrauna og sköpunar. hallfridur@frettabladid.is Björk Tónlist Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Biophiliu-tónvísindasmiðjur Bjarkar hafa farið sigurför um heiminn. Stór áfangi næst með opnun slíkrar smiðju í Borgarbókasafninu í New York á morgun. „Þetta framhald er stór áfangi fyrir tónvísindasmiðjur Bjarkar en við höfum leitað eftir slíku," útskýrir Curver Thoroddsen, sem stýrir Biophiliu-kennsluverkefninu fyrir hönd Bjarkar Guðmundsdóttur. Með orðunum á hann við smiðju sem hefst á morgun í New York Public Library en verkefnið er framhald af smiðjum sem haldnar voru í tengslum við Biophiliu-tónleika Bjarkar í borginni í ársbyrjun. „Aðstandendur bókasafnsins sýndu verkefninu mikinn áhuga og vildu strax fá það til sín," segir hann en þeir fengu að koma í heimsókn og heilluðust upp úr skónum. Smiðjan verður haldin einu sinni í viku, tvo og hálfan tíma í senn, og eitt lag af Biophiliu-plötunni verður tekið fyrir í hvert skipti. Tónlistar- og vísindahlið laganna verða skoðaðar og iPad-spjaldtölvur notaðar við kennsluna en þátttakendur semja á tíu mismunandi forrit sem sum hver eru líkt og hljóðfæri. Þau fá að því loknu að eiga upptökur af öllu. Aðalatriðið er að hvetja þau til að skapa," segir hann. Uppbókað er í smiðjuna sem er ókeypis og stendur til áramóta í tveimur útibúum safnsins.Grunnur var lagður að kennsluháttum prógrammsins af vísindamönnum frá Háskóla Íslands og tónlistarkennurum frá Reykjavíkurborg í samstarfi við Björk síðasta haust. Eftir það hafa smiðjurnar farið sigurför um heiminn. „Við höfum kennt í mörgum löndum samhliða Biophiliu-tónleikaferðalaginu. Við héldum fjórar smiðjur í Hörpu og eftir það héldum við í ferðalag. Við höfum kennt í Manchester, Buenos Aires og í Hall of Science í New York," segir hann. Síðastliðinn föstudag byrjuðu aðrar smiðjur í Children's Museum of Manhattan sem eru ætlaðar yngri aldurshópi. „Þar geta börn og fjölskyldur kíkt við og skapað á hverjum degi næstu mánuðina."Hann nefnir jafnframt að Saint Ann-skólinn muni innleiða kennsluhætti Biophiliu-smiðjanna í námskrá sína á næstu haustönn. Jafnframt verður sett upp vinnusmiðja í Tæknisafninu í Ósló í byrjun ágúst. Á haustmánuðum hefst þriggja ára ferðalag þessara Biophiliu-smiðja um grunnskóla Reykjavíkur í samstarfi við Reykjavíkurborg og Háskóla Íslands þar sem tónlistar- og náttúrufræðikennarar munu hvetja íslensk ungmenni til tilrauna og sköpunar. hallfridur@frettabladid.is
Björk Tónlist Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira