Safnaði fyrir sólóplötu í Noregi 23. júní 2012 08:00 Ingo Hansen safnaði fyrir plötunni með því að vinna í Noregi í hálft ár. „Þetta er búið að liggja í loftinu lengi," segir Ingo Hansen sem hefur gefið út sína fyrstu plötu. Walking Up the Wall. Ingo lagði allt undir til að láta draum sinn um að gefa út plötu rætast. Hann flutti til Noregs í fyrra og vann þar í sex mánuði sem þjónn á sveitahóteli til að safna fyrir plötunni. „Þetta er rándýrt dæmi og núna er staðan hjá mér í mínus. Ég þurfti lán hjá vini mínum til að klára dæmið," segir Ingo, sem heitir réttu nafni Ingólfur Páll og er 22 ára Þingeyingur. Hann byrjaði í sinni fyrstu hljómsveit þegar hann var fimmtán ára og hefur alla tíð verið duglegur að semja lög. Hann segist eiga efni á aðra plötu á íslensku en ákvað að gefa þessa út á ensku. „Það er að seljast það mikið á netinu í dag að ég ákvað að prufa að gera þetta á ensku. Það getur vel verið að einhver detti inn á þetta úti og vilji kaupa." Platan er fáanleg á Tónlist.is, í Skífunni og í Hagkaup. Á plötunni kennir ýmissa grasa og Ingo sveiflar sér á milli rokk- og kántrítónlistar, í bland við popp og ballöður. Textarnir fjalla um ástina og alla þá króka og kima sem henni fylgja. „Það er þessi gamla klisja að þegar ástin tekur yfir semur maður texta um hana." Ingo, sem er mikill aðdáandi Chuck Berry, hefur verið að spila sem trúbador fyrir norðan en er núna að leita að hljóðfæraleikurum til að stofna með sér hljómsveit. Aðspurður segist honum aldrei hafa verið ruglað saman við nafna sinn Ingó Veðurguð. „Hann er í pásu núna út af fótboltanum þannig að ég verð að taka af honum markaðinn á meðan." -fb Tónlist Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Þetta er búið að liggja í loftinu lengi," segir Ingo Hansen sem hefur gefið út sína fyrstu plötu. Walking Up the Wall. Ingo lagði allt undir til að láta draum sinn um að gefa út plötu rætast. Hann flutti til Noregs í fyrra og vann þar í sex mánuði sem þjónn á sveitahóteli til að safna fyrir plötunni. „Þetta er rándýrt dæmi og núna er staðan hjá mér í mínus. Ég þurfti lán hjá vini mínum til að klára dæmið," segir Ingo, sem heitir réttu nafni Ingólfur Páll og er 22 ára Þingeyingur. Hann byrjaði í sinni fyrstu hljómsveit þegar hann var fimmtán ára og hefur alla tíð verið duglegur að semja lög. Hann segist eiga efni á aðra plötu á íslensku en ákvað að gefa þessa út á ensku. „Það er að seljast það mikið á netinu í dag að ég ákvað að prufa að gera þetta á ensku. Það getur vel verið að einhver detti inn á þetta úti og vilji kaupa." Platan er fáanleg á Tónlist.is, í Skífunni og í Hagkaup. Á plötunni kennir ýmissa grasa og Ingo sveiflar sér á milli rokk- og kántrítónlistar, í bland við popp og ballöður. Textarnir fjalla um ástina og alla þá króka og kima sem henni fylgja. „Það er þessi gamla klisja að þegar ástin tekur yfir semur maður texta um hana." Ingo, sem er mikill aðdáandi Chuck Berry, hefur verið að spila sem trúbador fyrir norðan en er núna að leita að hljóðfæraleikurum til að stofna með sér hljómsveit. Aðspurður segist honum aldrei hafa verið ruglað saman við nafna sinn Ingó Veðurguð. „Hann er í pásu núna út af fótboltanum þannig að ég verð að taka af honum markaðinn á meðan." -fb
Tónlist Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira