Reiðubúnir að leggja fram tillögu um að stöðva umræðu 16. júní 2012 09:00 alþingi Hart var tekist á um þinglok í gær. Reynt var til þrautar að ná samkomulagi en það tókst ekki. fréttablaðið/gva Allt kapp var lagt á að ná samkomulagi um þinglok í gær. Þingfundi var frestað ítrekað og þegar Fréttablaðið fór í prentun stóð til að funda klukkan 22. Útkoma fundanna ræður því hvort þing klárast í dag. Ef ekki, er vilji fyrir hendi til að beita ákvæði um að ljúka umræðu með atkvæðagreiðslu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins buðu ríkisstjórnarflokkarnir stjórnarandstöðunni upp á samkomulag sem snerist um að frumvarp um veiðigjöld yrði afgreitt fyrir sumarfrí en frumvörpum um fiskveiðistjórnun og rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða yrði frestað til hausts. Upphæð veiðigjaldsins yrði breytt og það lækkað niður í 13,2 milljarða. Atvinnuveganefnd hefur þegar lagt til lækkun frá frumvarpi ráðherra og er því ætlað að skila um 15 milljörðum króna á næsta ári, en upphaflegar tillögur ríkisstjórnarinnar gerðu ráð fyrir um fjórðungi hærri tölum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins virtist samkomulag vera að nást í gær, en Framsóknarflokkurinn setti þá fyrirvara. Hverjir þeir eru er óljóst. Þá hefur ríkisstjórnin samþykkt að dreifa greiðslum veiðigjaldsins yfir árið, en það er nokkuð sem útgerðin fór fram á. Ljóst er, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, að Sjálfstæðisflokkurinn vill tryggingu fyrir því að fiskveiðistjórnunarfrumvarp ríkisstjórnarinnar, sem lagt yrði að nýju fram á haustþingi, taki breytingum. Fjölmörg atriði í því eru umdeild og flokknum ekki að skapi. Hvernig samið yrði um slíkt er óljóst, enda óhægt um vik að binda hendur stjórnarflokkanna varðandi frumvarp sem leggja yrði fram að nýju í haust. Formenn flokkanna hittust í gærkvöldi klukkan 19 og fundurinn stóð enn þegar Fréttablaðið fór í prentun. Samkvæmt heimildum blaðsins mun þing klárast í dag, hafi samkomulag náðst. Gerist það ekki, eru stjórnarþingmenn reiðubúnir til að leggja fram tillögu um að stöðva umræðu og ganga strax til atkvæðagreiðslu, en níu þingmenn þarf til að það verði að veruleika. Slíku ákvæði hefur ekki verið beitt síðan 1949. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Allt kapp var lagt á að ná samkomulagi um þinglok í gær. Þingfundi var frestað ítrekað og þegar Fréttablaðið fór í prentun stóð til að funda klukkan 22. Útkoma fundanna ræður því hvort þing klárast í dag. Ef ekki, er vilji fyrir hendi til að beita ákvæði um að ljúka umræðu með atkvæðagreiðslu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins buðu ríkisstjórnarflokkarnir stjórnarandstöðunni upp á samkomulag sem snerist um að frumvarp um veiðigjöld yrði afgreitt fyrir sumarfrí en frumvörpum um fiskveiðistjórnun og rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða yrði frestað til hausts. Upphæð veiðigjaldsins yrði breytt og það lækkað niður í 13,2 milljarða. Atvinnuveganefnd hefur þegar lagt til lækkun frá frumvarpi ráðherra og er því ætlað að skila um 15 milljörðum króna á næsta ári, en upphaflegar tillögur ríkisstjórnarinnar gerðu ráð fyrir um fjórðungi hærri tölum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins virtist samkomulag vera að nást í gær, en Framsóknarflokkurinn setti þá fyrirvara. Hverjir þeir eru er óljóst. Þá hefur ríkisstjórnin samþykkt að dreifa greiðslum veiðigjaldsins yfir árið, en það er nokkuð sem útgerðin fór fram á. Ljóst er, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, að Sjálfstæðisflokkurinn vill tryggingu fyrir því að fiskveiðistjórnunarfrumvarp ríkisstjórnarinnar, sem lagt yrði að nýju fram á haustþingi, taki breytingum. Fjölmörg atriði í því eru umdeild og flokknum ekki að skapi. Hvernig samið yrði um slíkt er óljóst, enda óhægt um vik að binda hendur stjórnarflokkanna varðandi frumvarp sem leggja yrði fram að nýju í haust. Formenn flokkanna hittust í gærkvöldi klukkan 19 og fundurinn stóð enn þegar Fréttablaðið fór í prentun. Samkvæmt heimildum blaðsins mun þing klárast í dag, hafi samkomulag náðst. Gerist það ekki, eru stjórnarþingmenn reiðubúnir til að leggja fram tillögu um að stöðva umræðu og ganga strax til atkvæðagreiðslu, en níu þingmenn þarf til að það verði að veruleika. Slíku ákvæði hefur ekki verið beitt síðan 1949. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira