Bættar samgöngur hækka fasteignamat 15. júní 2012 04:00 Bættar samgöngur hafa þau áhrif að fasteignamat á sumum stöðum á landsbyggðinni hefur hækkað mikið milli ára. Þetta segir sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Nýtt fasteignamat fyrir næsta ár var kynnt af Þjóðskrá Íslands í gær. Fasteignamatið hækkar um 7,4 prósent milli ára. Heildarmat fasteigna hér á landi er nú 4.715 milljarðar króna, en þar af eru 3.105 milljarðar íbúðareignir. Af þeim hækkar matið á rúmlega níutíu prósentum en lækkar á tæplega tíu prósentum eigna. Fasteignamatið hefur hækkað mest í Vestmannaeyjum milli ára, eða um nítján prósent. Í Bolungarvík hækkar það um rúm sextán prósent og í Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð um tæp þrettán og ellefu prósent. Mat á fasteignum hækkaði minnst á Reykjanesi, um 0,6 prósent. Gunnlaugur Júlíusson, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, segir fasteignamat gefa ákveðna sýn á hvað sé að gerast hjá sveitarfélögunum. Hækkun í bæjarfélögunum sem nefnd eru að framan sé til dæmis hægt að tengja við betri samgöngur, þótt fasteignamatið segi ekki alla söguna. „Það er nýbúið að tengja Bolungarvík við Ísafjarðarbæ með jarðgöngum svo áhrifin eru farin að sýna sig úti í Bolungarvík." Sama megi segja um Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð. „Að maður tali nú ekki um Vestmannaeyjar, þar sem fasteignamat hækkar um nær 20 prósent sem er alveg örugglega afleiðingin af betri samgöngum." Á höfuðborgarsvæðinu í heild hækkar fasteignamatið um 8,3 prósent. Ef íbúðarhúsnæði er aðeins skoðað verður hækkunin 9,5 prósent að meðaltali, en hækkunin er misjafnlega mikil eftir hverfum. Á Suðurnesjum verður matið 2,7 prósentum hærra en á þessu ári. Á Vesturlandi er hækkunin 4,3 prósent og á Vestfjörðum 6,3 prósent. Á Norðurlandi vestra og eystra er hækkunin um sjö prósent. Á Austurlandi er hækkunin 5,5 prósent og á Suðurlandi 5,9 prósent. Fasteignaviðskipti hafa verið að glæðast síðustu misseri eftir samdráttarskeið. Í fyrra var 6.598 kaupsamningum þinglýst, en þeir voru rúmlega 4.700 árið áður. Fram kom í máli Inga Þórs Finnssonar verkfræðings á mats- og hagsviði Þjóðskrár að það sem af er árinu í ár hefði kaupsamningum svo fjölgað um fimmtung miðað við sama tímabil í fyrra. thorunn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Bættar samgöngur hafa þau áhrif að fasteignamat á sumum stöðum á landsbyggðinni hefur hækkað mikið milli ára. Þetta segir sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Nýtt fasteignamat fyrir næsta ár var kynnt af Þjóðskrá Íslands í gær. Fasteignamatið hækkar um 7,4 prósent milli ára. Heildarmat fasteigna hér á landi er nú 4.715 milljarðar króna, en þar af eru 3.105 milljarðar íbúðareignir. Af þeim hækkar matið á rúmlega níutíu prósentum en lækkar á tæplega tíu prósentum eigna. Fasteignamatið hefur hækkað mest í Vestmannaeyjum milli ára, eða um nítján prósent. Í Bolungarvík hækkar það um rúm sextán prósent og í Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð um tæp þrettán og ellefu prósent. Mat á fasteignum hækkaði minnst á Reykjanesi, um 0,6 prósent. Gunnlaugur Júlíusson, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, segir fasteignamat gefa ákveðna sýn á hvað sé að gerast hjá sveitarfélögunum. Hækkun í bæjarfélögunum sem nefnd eru að framan sé til dæmis hægt að tengja við betri samgöngur, þótt fasteignamatið segi ekki alla söguna. „Það er nýbúið að tengja Bolungarvík við Ísafjarðarbæ með jarðgöngum svo áhrifin eru farin að sýna sig úti í Bolungarvík." Sama megi segja um Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð. „Að maður tali nú ekki um Vestmannaeyjar, þar sem fasteignamat hækkar um nær 20 prósent sem er alveg örugglega afleiðingin af betri samgöngum." Á höfuðborgarsvæðinu í heild hækkar fasteignamatið um 8,3 prósent. Ef íbúðarhúsnæði er aðeins skoðað verður hækkunin 9,5 prósent að meðaltali, en hækkunin er misjafnlega mikil eftir hverfum. Á Suðurnesjum verður matið 2,7 prósentum hærra en á þessu ári. Á Vesturlandi er hækkunin 4,3 prósent og á Vestfjörðum 6,3 prósent. Á Norðurlandi vestra og eystra er hækkunin um sjö prósent. Á Austurlandi er hækkunin 5,5 prósent og á Suðurlandi 5,9 prósent. Fasteignaviðskipti hafa verið að glæðast síðustu misseri eftir samdráttarskeið. Í fyrra var 6.598 kaupsamningum þinglýst, en þeir voru rúmlega 4.700 árið áður. Fram kom í máli Inga Þórs Finnssonar verkfræðings á mats- og hagsviði Þjóðskrár að það sem af er árinu í ár hefði kaupsamningum svo fjölgað um fimmtung miðað við sama tímabil í fyrra. thorunn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira