Misskilningur olli leyfisleysi auglýsinga 12. júní 2012 08:00 Lifðu Skiltunum var komið fyrir við fjölfarnar götur af útsendurum Zo-On Iceland. Myndbandi var hlaðið upp á Youtube sem sýndi mennina festa skiltin. Vegagerðin hefur fjarlægt um 100 skilti sem komið var fyrir við fjölfarnar götur í Reykjavík og við þjóðvegi út úr borginni. Skiltin voru hluti af auglýsingaherferð Zo-On Iceland en ekki var sótt um leyfi fyrir þeim. „Það er út frá umferðaröryggissjónarmiðum sem skiltin eru tekin niður," sagði Stefán Erlendsson, lögfræðingur hjá Vegagerðinni. „Þetta er eitthvað sem við viljum ekki hafa inni á vegsvæðinu." Skiltin báru öll skilaboðin „Lifðu" en það er yfirskrift auglýsingaherferðar Zo-On. Herferðin hófst á svokölluðum „teaser" sem birtist í formi skiltanna. Enginn átti að vita hvaðan skiltin voru komin og var myndbandi hlaðið á YouTube sem sýnir menn á tvítugsaldri dreifa skiltunum og festa á staura og brúarhandrið. „Við ætluðum aldrei að stofna öryggi fólks í hættu," segir Halldór Örn Jónsson hjá Zo-On Iceland. „Við viðurkennum þau mistök okkar að fá ekki leyfi fyrir skiltunum." Lögreglan hafði afskipti af skiltamönnum Zo-On og stöðvaði uppsetningu við Kalkofnsveg. „Um leið og við vorum stoppaðir af lögreglunni hættum við þessu algerlega og settum ekki upp neitt meira," bendir Halldór á og segir menn sína hafa tekið niður einhver skilti til viðbótar. Ekki hafi verið hægt að taka þau öll niður. „Klukkan var orðin svo margt að ég gat ekki látið mennina halda áfram að taka niður skiltin." Spurður hvers vegna ekki hafi verið sótt um leyfi segir Halldór að um misskilning hafi verið að ræða. „Það voru smá samskiptaörðugleikar milli okkar og auglýsingastofunnar sem sér um herferðina." Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er mikill brestur á því að sótt sé um leyfi fyrir skiltum við akbrautir. Stefán Erlendsson tekur undir það. „Þetta er dálítið stríð við ýmsa aðila sem eru að setja upp auglýsingar hingað og þangað. Þetta er hugsanlega eitthvað sem við þurfum að athuga hvernig við eigum að bregðast við." Stefán segir auglýsingar við vegi aðeins leyfðar í undantekningartilvikum. „Ástæðan fyrir því að það er amast við þessu er að æskilegast er að hafa sem minnst af skiltum sem trufla athygli ökumanna inni á vegsvæðinu." birgirh@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Vegagerðin hefur fjarlægt um 100 skilti sem komið var fyrir við fjölfarnar götur í Reykjavík og við þjóðvegi út úr borginni. Skiltin voru hluti af auglýsingaherferð Zo-On Iceland en ekki var sótt um leyfi fyrir þeim. „Það er út frá umferðaröryggissjónarmiðum sem skiltin eru tekin niður," sagði Stefán Erlendsson, lögfræðingur hjá Vegagerðinni. „Þetta er eitthvað sem við viljum ekki hafa inni á vegsvæðinu." Skiltin báru öll skilaboðin „Lifðu" en það er yfirskrift auglýsingaherferðar Zo-On. Herferðin hófst á svokölluðum „teaser" sem birtist í formi skiltanna. Enginn átti að vita hvaðan skiltin voru komin og var myndbandi hlaðið á YouTube sem sýnir menn á tvítugsaldri dreifa skiltunum og festa á staura og brúarhandrið. „Við ætluðum aldrei að stofna öryggi fólks í hættu," segir Halldór Örn Jónsson hjá Zo-On Iceland. „Við viðurkennum þau mistök okkar að fá ekki leyfi fyrir skiltunum." Lögreglan hafði afskipti af skiltamönnum Zo-On og stöðvaði uppsetningu við Kalkofnsveg. „Um leið og við vorum stoppaðir af lögreglunni hættum við þessu algerlega og settum ekki upp neitt meira," bendir Halldór á og segir menn sína hafa tekið niður einhver skilti til viðbótar. Ekki hafi verið hægt að taka þau öll niður. „Klukkan var orðin svo margt að ég gat ekki látið mennina halda áfram að taka niður skiltin." Spurður hvers vegna ekki hafi verið sótt um leyfi segir Halldór að um misskilning hafi verið að ræða. „Það voru smá samskiptaörðugleikar milli okkar og auglýsingastofunnar sem sér um herferðina." Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er mikill brestur á því að sótt sé um leyfi fyrir skiltum við akbrautir. Stefán Erlendsson tekur undir það. „Þetta er dálítið stríð við ýmsa aðila sem eru að setja upp auglýsingar hingað og þangað. Þetta er hugsanlega eitthvað sem við þurfum að athuga hvernig við eigum að bregðast við." Stefán segir auglýsingar við vegi aðeins leyfðar í undantekningartilvikum. „Ástæðan fyrir því að það er amast við þessu er að æskilegast er að hafa sem minnst af skiltum sem trufla athygli ökumanna inni á vegsvæðinu." birgirh@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira