Alda hnakkastulda ríður yfir Suðurland 12. júní 2012 07:00 Innbrotafaraldur í hesthús Lögreglunni á Selfossi hafa borist fjölmargar tilkynningar um innbrot í hesthús að undanförnu þar sem dýrum hnökkum og öðrum reiðtygjum er stolið. Fréttablaðið/Rósa Innbrotafaraldur í hesthús hefur gengið yfir Suðurland að undanförnu og hafa að minnsta kosti fimm slík verið tilkynnt til lögreglu síðustu mánuði. Síðast á sunnudagskvöld var brotist inn í hesthús í Norðurtröð á Selfossi og þaðan stolið tveimur hnökkum og fleiri verðmætum. Björn Grétarsson, varðstjóri lögreglunnar á Selfossi, segir faraldurinn afar óvenjulegan. Ekki er búið að taka saman nákvæman fjölda innbrota eða hnakka sem hefur verið stolið, en það verður gert næstu daga. „Mann grunar að þetta séu sömu aðilarnir í einhverjum tilvikum, en það er verið að ganga í þetta og grípa til ráðstafana. Þetta gengur ekki svona," segir Björn. Reiðhnakkur kostar á bilinu 200 til 600 þúsund krónur. Ekki er vitað hvernig þrjótarnir koma hnökkunum í verð. „Annaðhvort er farið með þá til fólks sem er sama hvaðan þeir koma, eða þeir eru sendir til útlanda," segir hann og bætir við að stuldirnir hafi færst í vöxt eftir efnahagshrunið. Magnús Ólason, varaformaður hestamannafélagsins Sleipnis á Selfossi, segir undirbúning nágrannavörslu vera í pípunum. „Þetta er alveg skelfilegt," segir hann. „Þetta er gríðarlegt tjón sem fólk er að verða fyrir. Meðalverð hnakks er um 250 þúsund og það er verið að taka þrjá til fjóra í einu. Þetta gengur ekki svona." Lögreglan hafði nýlega hendur í hári manns á Stokkseyri sem hafði í fórum sínum nokkuð magn af stolnum reiðhnökkum og öðrum reiðtygjum. Maðurinn játaði á sig eitt innbrot. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi, segir að maðurinn verði yfirheyrður aftur. „Hann er búinn að gangast við einu innbrotinu, en það sem við tókum hjá honum er búið að samkenna við annað," segir hann. Um er að ræða heimamann á þrítugsaldri. Tilkynnt var um innbrot í hesthús í Heimsenda í Kópavogi í síðustu viku og hnökkum stolið. Í lok síðasta mánaðar var einnig brotist inn í tvö hesthús á Selfossi og hnakkar teknir þaðan. Fleiri slík mál hafa verið tilkynnt til lögreglu það sem af er ári. Málin virðast þó ekki einungis vera bundin við Suðurland, en sex hnökkum var stolið úr hesthúsi í Víðigerði í lok maí. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Sjá meira
Innbrotafaraldur í hesthús hefur gengið yfir Suðurland að undanförnu og hafa að minnsta kosti fimm slík verið tilkynnt til lögreglu síðustu mánuði. Síðast á sunnudagskvöld var brotist inn í hesthús í Norðurtröð á Selfossi og þaðan stolið tveimur hnökkum og fleiri verðmætum. Björn Grétarsson, varðstjóri lögreglunnar á Selfossi, segir faraldurinn afar óvenjulegan. Ekki er búið að taka saman nákvæman fjölda innbrota eða hnakka sem hefur verið stolið, en það verður gert næstu daga. „Mann grunar að þetta séu sömu aðilarnir í einhverjum tilvikum, en það er verið að ganga í þetta og grípa til ráðstafana. Þetta gengur ekki svona," segir Björn. Reiðhnakkur kostar á bilinu 200 til 600 þúsund krónur. Ekki er vitað hvernig þrjótarnir koma hnökkunum í verð. „Annaðhvort er farið með þá til fólks sem er sama hvaðan þeir koma, eða þeir eru sendir til útlanda," segir hann og bætir við að stuldirnir hafi færst í vöxt eftir efnahagshrunið. Magnús Ólason, varaformaður hestamannafélagsins Sleipnis á Selfossi, segir undirbúning nágrannavörslu vera í pípunum. „Þetta er alveg skelfilegt," segir hann. „Þetta er gríðarlegt tjón sem fólk er að verða fyrir. Meðalverð hnakks er um 250 þúsund og það er verið að taka þrjá til fjóra í einu. Þetta gengur ekki svona." Lögreglan hafði nýlega hendur í hári manns á Stokkseyri sem hafði í fórum sínum nokkuð magn af stolnum reiðhnökkum og öðrum reiðtygjum. Maðurinn játaði á sig eitt innbrot. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi, segir að maðurinn verði yfirheyrður aftur. „Hann er búinn að gangast við einu innbrotinu, en það sem við tókum hjá honum er búið að samkenna við annað," segir hann. Um er að ræða heimamann á þrítugsaldri. Tilkynnt var um innbrot í hesthús í Heimsenda í Kópavogi í síðustu viku og hnökkum stolið. Í lok síðasta mánaðar var einnig brotist inn í tvö hesthús á Selfossi og hnakkar teknir þaðan. Fleiri slík mál hafa verið tilkynnt til lögreglu það sem af er ári. Málin virðast þó ekki einungis vera bundin við Suðurland, en sex hnökkum var stolið úr hesthúsi í Víðigerði í lok maí. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Sjá meira