Tekjur ríkis aukast en útgjöldin einnig 12. júní 2012 06:15 mannlíf Íslendingar greiða átta milljörðum krónum meira í tekjuskatt á fyrsta ársfjórðungi 2012 en fyrsta ársfjórðungi 2011. Launakostnaður ríkisins hefur hækkað um rúma fimm milljarða.fréttablaðið/anton Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 8,1 milljarð króna á fyrsta ársfjórðungi 2012. Það þýðir á mannamáli að hið opinbera eyddi meira en það aflaði sem þeirri upphæð nemur. Þetta er þó umtalsvert betri niðurstaða en á sama tíma í fyrra, þegar afkoman var neikvæð um 11,8 milljarða króna. Raunar hefur hallinn ekki verið minni síðan á öðrum ársfjórðungi 2008. Þetta má sjá í tölum frá Hagstofu Íslands. Tekjuhallinn nam 1,9 prósentum af landsframleiðslu ársfjórðungsins, eða 4,6 prósentum af tekjum hins opinbera. Heildartekjur ríkisins jukust um rúm 11 prósent á milli ára, úr 160,8 milljörðum í 178,7. Það skýrist helst af átta milljarða króna aukningu í tekjusköttum, fjögurra milljarða aukningu í vöru- og þjónustusköttum og tveggja milljarða aukningu í rekstrartekjum. Útgjöld ríkisins hækkuðu hins vegar um 8,2 prósent á sama tíma, fóru úr 172,6 milljörðum í 186,7. Hækkunin skýrist aðallega af hærri launakostnaði sem nemur rúmum fimm milljörðum, 3,3 milljarða króna hækkun í kaupum á vöru og þjónustu, þriggja milljarða hækkun á vaxtakostnaði og 2,2 milljarða hækkun á félagslegum tilfærslum til heimila. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir tölurnar sýna að þróunin sé í þá átt sem stefnt var að. Ekkert í þessum tölum bendi til annars en áætlanir um jöfnuð í ríkisfjármálum séu byggðar á lofti. „Hugmyndin var að ná niður hallanum beggja vegna frá," segir hann, og vísar til aukinna tekna og lægri útgjalda. „Útgjöldin hækka hins vegar að hluta til í takt við verðbólguna. Það þarf að láta tekjurnar hækka meira en útgjöldin." Þá hafi launaútgjöld hækkað mjög mikið, en því hafi aðilar kjarasamninga stjórnað á sínum tíma. Þórólfur segir stefna í rétta átt og ástandið sé mun betra hér en sjáist víða annars staðar. Það hái Íslandi einnig að þurfa að hafa stóran gjaldeyrisvarasjóð, en það fylgi því að vera með eigin gjaldmiðil. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 8,1 milljarð króna á fyrsta ársfjórðungi 2012. Það þýðir á mannamáli að hið opinbera eyddi meira en það aflaði sem þeirri upphæð nemur. Þetta er þó umtalsvert betri niðurstaða en á sama tíma í fyrra, þegar afkoman var neikvæð um 11,8 milljarða króna. Raunar hefur hallinn ekki verið minni síðan á öðrum ársfjórðungi 2008. Þetta má sjá í tölum frá Hagstofu Íslands. Tekjuhallinn nam 1,9 prósentum af landsframleiðslu ársfjórðungsins, eða 4,6 prósentum af tekjum hins opinbera. Heildartekjur ríkisins jukust um rúm 11 prósent á milli ára, úr 160,8 milljörðum í 178,7. Það skýrist helst af átta milljarða króna aukningu í tekjusköttum, fjögurra milljarða aukningu í vöru- og þjónustusköttum og tveggja milljarða aukningu í rekstrartekjum. Útgjöld ríkisins hækkuðu hins vegar um 8,2 prósent á sama tíma, fóru úr 172,6 milljörðum í 186,7. Hækkunin skýrist aðallega af hærri launakostnaði sem nemur rúmum fimm milljörðum, 3,3 milljarða króna hækkun í kaupum á vöru og þjónustu, þriggja milljarða hækkun á vaxtakostnaði og 2,2 milljarða hækkun á félagslegum tilfærslum til heimila. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir tölurnar sýna að þróunin sé í þá átt sem stefnt var að. Ekkert í þessum tölum bendi til annars en áætlanir um jöfnuð í ríkisfjármálum séu byggðar á lofti. „Hugmyndin var að ná niður hallanum beggja vegna frá," segir hann, og vísar til aukinna tekna og lægri útgjalda. „Útgjöldin hækka hins vegar að hluta til í takt við verðbólguna. Það þarf að láta tekjurnar hækka meira en útgjöldin." Þá hafi launaútgjöld hækkað mjög mikið, en því hafi aðilar kjarasamninga stjórnað á sínum tíma. Þórólfur segir stefna í rétta átt og ástandið sé mun betra hér en sjáist víða annars staðar. Það hái Íslandi einnig að þurfa að hafa stóran gjaldeyrisvarasjóð, en það fylgi því að vera með eigin gjaldmiðil. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira