Er vaxtahækkun svarið? Ólafur Margeirsson skrifar 31. maí 2012 06:00 Verðbólguvandinn er fyrst og fremst tilkominn vegna væntinga um að ekkert verði gert til þess að stöðva hana. Verðbólgan er í rauninni sjálfsprottin. Fólk og fyrirtæki sem óttast verðbólgu í framtíðinni hækka verð og krefjast hærri launa í dag. Þannig rætast væntingar fólks af sjálfu sér svo fremi sem Seðlabankinn gerir ekkert í málunum." Svo ritaði Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Colombia-háskóla, í greininni „Viðbrögð við verðbólgu" sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi.is 5. maí síðastliðinn. Í greininni segir Jón það „rétt viðbrögð" af hálfu Seðlabankans að hækka vexti sem fyrst í baráttunni við verðbólgu og „hæfileg vaxtahækkun til þess að byrja með væri 2-2,5 prósentur." Þessu er erfitt að vera sammála. Ástæðan er einföld: Jón og aðrir sem telja vaxtahækkanir „rétt viðbrögð" við verðbólgu taka í mati sínu ekki til skoðunar hvernig verðbólga er fjármögnuð. Fjármögnun verðbólguSjálfsprottin verðbólga eins og Jón lýsir með orðum sínum sem ég vitna til hér að ofan gerist ekki af sjálfu sér. Til þess að sjálfsprottin verðbólga eigi sér stað verður að fjármagna slíkar verðlagshækkanir. Tveir vegir eru til slíks: annaðhvort verður það peningamagn sem til staðar er í hagkerfinu að skipta hraðar um hendur eða það verður auka. Augljóslega getur hver króna aðeins skipt ákveðið hratt um hendur en á meðan veltuhraði peninga eykst getur verðlag hækkað án teljandi áhrifa á peningamagn. Fyrr en síðar kemur þó að því að peningamagn í umferð verður, skilyrðislaust, að aukast eigi verðlagshækkanir að vera til frambúðar. 97% af íslensku peningamagni í umferð á rætur að rekja til útlánaveitinga bankakerfisins til fyrirtækja og einstaklinga og þeirrar peningamyndunar sem samtímis á sér stað. Restin af íslensku peningamagni er seðlar og mynt sem Seðlabankinn útvegar. Fjármögnun verðbólgu í dag á rætur að rekja til þeirrar staðreyndar að útlánamyndun bankakerfisins hefur aukist mjög síðastliðin misseri. Áberandi hluti af þessari útlánamyndun er til kominn vegna nýrra óverðtryggðra íbúðalána bankanna sem ekki aðeins hafa blásið lífi í frekari spákaupmennsku á fasteignamarkaði, með tilheyrandi hækkunaráhrifum á verðbólgu, heldur útvegað hluta þess aukna peningamagns sem til þurfti svo fjármögnun almennra verðlagshækkana gæti staðist til lengdar. Vaxtahækkun er ekki svariðSvarið við þessu, segja stuðningsmenn vaxtahækkana, er að hækka verðið á peningum svo þorstinn í útlán, þ.e. fjármögnun fjárfestingarverkefna alls konar, verði slökktur. En þorsti er eftir sem áður til staðar þótt verðið á dropanum sé hátt. Og staðreyndin er sú að uppspretta útlána bankakerfisins er ótæmanleg auðlind sem ekki er háð sparnaði í þjóðfélaginu heldur viljanum einum til skuldsetningar með gróðavon í huga. Sú von er aðeins að hluta háð verðinu á peningum, sérstaklega sé um skammtíma „fjárfestingu" að ræða þar sem eign sem þegar er til er keypt með það markmið eitt í huga að selja hana skömmu síðar með hagnaði. Útlán eru nauðsynleg til fjármögnunar fjárfestinga sem kalla á atvinnusköpun. Þau útlán sem í dag eru búin til eru ekki nýtt til slíkra fjárfestinga heldur til spákaupmennsku með eignir sem þegar eru til staðar, s.s. á fasteignamarkaðinum. Hækkun vaxta hefur lítil áhrif á slíkar „fjárfestingar" en hefur hins vegar sterkari áhrif á þær fjárfestingar sem kalla á atvinnusköpun þar eð þær eru iðulega til lengri tíma og óvissan um arðsemi þeirra því meiri. Og það er fjárfestingin sem íslenskt hagkerfi þarf á að halda: fjöldi atvinnulausra er meiri en íbúafjöldi Mosfellsbæjar og Seltjarnarness til samans. Er skynsamlegt að láta vinnuafl slíks mannfjölda fara til spillis vegna þess eins að verðið á peningum skal vera hátt með þá mjög svo óljósu von í huga að það slái á verðbólgu? Að hækka verðið á nýmynduðum peningum, þ.e. útlánum bankakerfisins, er afar ófullkomin og ómarkviss leið að því markmiði að draga úr þeirri nauðsynlegu fjármögnun sem verðlagshækkanir byggjast á. Háir vextir beina fjármagni úr þjóðhagslega hagkvæmum fjárfestingarverkefnum, sem skapa vinnu og verðmæti, í spákaupmennsku með núverandi eignir, sem enga atvinnu né verðmæti skapar, án þess að draga að ráði úr nýmyndun þess fjármagns sem verðlagshækkanir grundvallast á. Afleiðingin er öllum ljós: há verðbólga og mikið atvinnuleysi. Betra en að hækka vexti er að takmarka magn nettó nýmyndaðra útlána bankakerfisins við þann þjóðhagslega sparnað sem kemur fram í formi jafnvægis viðskipta við útlönd; séu þau jákvæð má auka lánveitingar, ellegar draga úr þeim. Sé þessari aðferð beitt má og verður að lækka stýrivexti verulega. Vaxtahækkun er alls ekki svarið við núverandi verðbólguvanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Margeirsson Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Verðbólguvandinn er fyrst og fremst tilkominn vegna væntinga um að ekkert verði gert til þess að stöðva hana. Verðbólgan er í rauninni sjálfsprottin. Fólk og fyrirtæki sem óttast verðbólgu í framtíðinni hækka verð og krefjast hærri launa í dag. Þannig rætast væntingar fólks af sjálfu sér svo fremi sem Seðlabankinn gerir ekkert í málunum." Svo ritaði Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Colombia-háskóla, í greininni „Viðbrögð við verðbólgu" sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi.is 5. maí síðastliðinn. Í greininni segir Jón það „rétt viðbrögð" af hálfu Seðlabankans að hækka vexti sem fyrst í baráttunni við verðbólgu og „hæfileg vaxtahækkun til þess að byrja með væri 2-2,5 prósentur." Þessu er erfitt að vera sammála. Ástæðan er einföld: Jón og aðrir sem telja vaxtahækkanir „rétt viðbrögð" við verðbólgu taka í mati sínu ekki til skoðunar hvernig verðbólga er fjármögnuð. Fjármögnun verðbólguSjálfsprottin verðbólga eins og Jón lýsir með orðum sínum sem ég vitna til hér að ofan gerist ekki af sjálfu sér. Til þess að sjálfsprottin verðbólga eigi sér stað verður að fjármagna slíkar verðlagshækkanir. Tveir vegir eru til slíks: annaðhvort verður það peningamagn sem til staðar er í hagkerfinu að skipta hraðar um hendur eða það verður auka. Augljóslega getur hver króna aðeins skipt ákveðið hratt um hendur en á meðan veltuhraði peninga eykst getur verðlag hækkað án teljandi áhrifa á peningamagn. Fyrr en síðar kemur þó að því að peningamagn í umferð verður, skilyrðislaust, að aukast eigi verðlagshækkanir að vera til frambúðar. 97% af íslensku peningamagni í umferð á rætur að rekja til útlánaveitinga bankakerfisins til fyrirtækja og einstaklinga og þeirrar peningamyndunar sem samtímis á sér stað. Restin af íslensku peningamagni er seðlar og mynt sem Seðlabankinn útvegar. Fjármögnun verðbólgu í dag á rætur að rekja til þeirrar staðreyndar að útlánamyndun bankakerfisins hefur aukist mjög síðastliðin misseri. Áberandi hluti af þessari útlánamyndun er til kominn vegna nýrra óverðtryggðra íbúðalána bankanna sem ekki aðeins hafa blásið lífi í frekari spákaupmennsku á fasteignamarkaði, með tilheyrandi hækkunaráhrifum á verðbólgu, heldur útvegað hluta þess aukna peningamagns sem til þurfti svo fjármögnun almennra verðlagshækkana gæti staðist til lengdar. Vaxtahækkun er ekki svariðSvarið við þessu, segja stuðningsmenn vaxtahækkana, er að hækka verðið á peningum svo þorstinn í útlán, þ.e. fjármögnun fjárfestingarverkefna alls konar, verði slökktur. En þorsti er eftir sem áður til staðar þótt verðið á dropanum sé hátt. Og staðreyndin er sú að uppspretta útlána bankakerfisins er ótæmanleg auðlind sem ekki er háð sparnaði í þjóðfélaginu heldur viljanum einum til skuldsetningar með gróðavon í huga. Sú von er aðeins að hluta háð verðinu á peningum, sérstaklega sé um skammtíma „fjárfestingu" að ræða þar sem eign sem þegar er til er keypt með það markmið eitt í huga að selja hana skömmu síðar með hagnaði. Útlán eru nauðsynleg til fjármögnunar fjárfestinga sem kalla á atvinnusköpun. Þau útlán sem í dag eru búin til eru ekki nýtt til slíkra fjárfestinga heldur til spákaupmennsku með eignir sem þegar eru til staðar, s.s. á fasteignamarkaðinum. Hækkun vaxta hefur lítil áhrif á slíkar „fjárfestingar" en hefur hins vegar sterkari áhrif á þær fjárfestingar sem kalla á atvinnusköpun þar eð þær eru iðulega til lengri tíma og óvissan um arðsemi þeirra því meiri. Og það er fjárfestingin sem íslenskt hagkerfi þarf á að halda: fjöldi atvinnulausra er meiri en íbúafjöldi Mosfellsbæjar og Seltjarnarness til samans. Er skynsamlegt að láta vinnuafl slíks mannfjölda fara til spillis vegna þess eins að verðið á peningum skal vera hátt með þá mjög svo óljósu von í huga að það slái á verðbólgu? Að hækka verðið á nýmynduðum peningum, þ.e. útlánum bankakerfisins, er afar ófullkomin og ómarkviss leið að því markmiði að draga úr þeirri nauðsynlegu fjármögnun sem verðlagshækkanir byggjast á. Háir vextir beina fjármagni úr þjóðhagslega hagkvæmum fjárfestingarverkefnum, sem skapa vinnu og verðmæti, í spákaupmennsku með núverandi eignir, sem enga atvinnu né verðmæti skapar, án þess að draga að ráði úr nýmyndun þess fjármagns sem verðlagshækkanir grundvallast á. Afleiðingin er öllum ljós: há verðbólga og mikið atvinnuleysi. Betra en að hækka vexti er að takmarka magn nettó nýmyndaðra útlána bankakerfisins við þann þjóðhagslega sparnað sem kemur fram í formi jafnvægis viðskipta við útlönd; séu þau jákvæð má auka lánveitingar, ellegar draga úr þeim. Sé þessari aðferð beitt má og verður að lækka stýrivexti verulega. Vaxtahækkun er alls ekki svarið við núverandi verðbólguvanda.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun