Langar að semja nýtt lag til heiðurs Bee Gees 22. maí 2012 15:00 Robin Gibb úr Bee Gees er fallinn frá, 62 ára gamall. Laddi var mikill aðdáandi hljómsveitarinnar. „Mér finnst þetta bara hræðilegt,“ segir Þórhallur Sigurðsson, Laddi, um fráfall Robins Gibb úr hljómsveitinni Bee Gees. „Þetta er alveg svakalegt. Núna er hann bara einn eftir hann Barry [Gibb]. Ég vona að hann fái að lifa eitthvað áfram karlgreyið. Það virðist vera allt í lagi með hann. Hinir voru eitthvað gallaðir, tvíburarnir.“ Laddi söng seint á áttunda áratugnum ásamt bróður sínum Halla lagið Ó, mig langar heim (til Patreksfjarðar) sem var þeirra útgáfa af lagi Bee Gees, Massachusetts. Skömmu síðar samdi Laddi lag um Gibb-bræðurna sem heitir Gibba gibb. „Þeir hafa alltaf verið í svolitlu uppáhaldi hjá mér,“ segir hann um Bee Gees. Aðspurður viðurkennir Laddi að erfitt hafi verið að ná hæstu tónum Gibb-bræðranna, en þeir voru frægir fyrir hátt raddsvið sitt. „Ég náði því alveg með rembingi. Ég náði kannski ekki allra hæstu tónunum en fór helvíti nálægt þeim. Þetta voru kallaðir píkuskrækir í gamla daga en maður var ekkert feiminn við þetta. Þeir voru orðnir frægir fyrir sína skræki og þetta var allt í lagi.“ Spurður hvort til standi að semja annað lag til heiðurs Bee Gees segir Laddi það vel koma til greina. „Ég held ég verði að setjast niður núna og spá aðeins í það. Það er komið að þeim tímapunkti að semja eitthvað þeim til heiðurs.“ Bee Gees er ein vinsælasta hljómsveit tónlistarsögunnar og talið er að hún hafi selt um 220 milljónir hljómplatna. Sveitin var stofnuð árið 1958 en það var ekki fyrr en áratug seinna sem hljómsveitin sló í gegn með lögunum To Love Somebody, Massachusetts og I Started a Joke. Eftir nokkra ára lægð sneri Bee Gees svo aftur með diskósmellinn You Should Be Dancing og tónlistina við kvikmyndina Saturday Night Fever sem hafði að geyma slagara á borð við How Deep Is Your Love, Stayin" Alive og Night Fever. Maurice, tvíburabróðir Robins Gibb, lést árið 2001 og skömmu síðar var hljómsveitin lögð niður. Fyrir þremur árum tilkynnti Robin að hann og Barry ætluðu að koma saman á nýjan leik og þeir sungu á nokkrum tónleikum. Í nóvember í fyrra greindist Robin með lifrarkrabbamein en hann hafði samþykkt að koma fram á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar í Laugardalshöll. Ekkert varð af því vegna veikinda hans. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Mér finnst þetta bara hræðilegt,“ segir Þórhallur Sigurðsson, Laddi, um fráfall Robins Gibb úr hljómsveitinni Bee Gees. „Þetta er alveg svakalegt. Núna er hann bara einn eftir hann Barry [Gibb]. Ég vona að hann fái að lifa eitthvað áfram karlgreyið. Það virðist vera allt í lagi með hann. Hinir voru eitthvað gallaðir, tvíburarnir.“ Laddi söng seint á áttunda áratugnum ásamt bróður sínum Halla lagið Ó, mig langar heim (til Patreksfjarðar) sem var þeirra útgáfa af lagi Bee Gees, Massachusetts. Skömmu síðar samdi Laddi lag um Gibb-bræðurna sem heitir Gibba gibb. „Þeir hafa alltaf verið í svolitlu uppáhaldi hjá mér,“ segir hann um Bee Gees. Aðspurður viðurkennir Laddi að erfitt hafi verið að ná hæstu tónum Gibb-bræðranna, en þeir voru frægir fyrir hátt raddsvið sitt. „Ég náði því alveg með rembingi. Ég náði kannski ekki allra hæstu tónunum en fór helvíti nálægt þeim. Þetta voru kallaðir píkuskrækir í gamla daga en maður var ekkert feiminn við þetta. Þeir voru orðnir frægir fyrir sína skræki og þetta var allt í lagi.“ Spurður hvort til standi að semja annað lag til heiðurs Bee Gees segir Laddi það vel koma til greina. „Ég held ég verði að setjast niður núna og spá aðeins í það. Það er komið að þeim tímapunkti að semja eitthvað þeim til heiðurs.“ Bee Gees er ein vinsælasta hljómsveit tónlistarsögunnar og talið er að hún hafi selt um 220 milljónir hljómplatna. Sveitin var stofnuð árið 1958 en það var ekki fyrr en áratug seinna sem hljómsveitin sló í gegn með lögunum To Love Somebody, Massachusetts og I Started a Joke. Eftir nokkra ára lægð sneri Bee Gees svo aftur með diskósmellinn You Should Be Dancing og tónlistina við kvikmyndina Saturday Night Fever sem hafði að geyma slagara á borð við How Deep Is Your Love, Stayin" Alive og Night Fever. Maurice, tvíburabróðir Robins Gibb, lést árið 2001 og skömmu síðar var hljómsveitin lögð niður. Fyrir þremur árum tilkynnti Robin að hann og Barry ætluðu að koma saman á nýjan leik og þeir sungu á nokkrum tónleikum. Í nóvember í fyrra greindist Robin með lifrarkrabbamein en hann hafði samþykkt að koma fram á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar í Laugardalshöll. Ekkert varð af því vegna veikinda hans. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira