Fótboltamaður fær hæstu einkunn í Harvard-háskóla 19. maí 2012 16:00 Efnilegur Guðmundur Reynir Gunnarsson, hagfræðinemi og fótboltamaður í KR, hlaut hæstu einkunn frá Harvard-háskólanum þar sem hann stundaði skiptinám í vetur.fréttablaðið/stefán Guðmundur Reynir Gunnarsson, fótboltamaður í KR og nemandi í hagfræði við Háskóla Íslands, fékk hæstu einkunn frá hinum virta Harvard-háskóla í Bandaríkjunum þar sem hann stundaði skiptinám í vetur. Guðmundur Reynir er kominn aftur heim til Íslands og lék sinn fyrsta leik með KR á þriðjudaginn var. Guðmundur stundaði skiptinám við Harvard-háskólann í vetur og lauk önninni með hæstu einkunn í öllum fögum. „Ég tók tvö fög í hagfræði og tvö fög í sálfræði og fékk „A" í þeim öllum. Ég er mjög sáttur við einkunnirnar og þær koma sér líklega vel þegar ég sæki um framhaldsnám eða vinnu í framtíðinni," segir Guðmundur, sem stundar-BA nám í hagfræði við Háskóla Íslands. Skiptinámið við Harvard er nýtt af nálinni og enn er enginn samstarfsamningur á milli háskólanna tveggja og þurfti Guðmundur því að fá sérstakt leyfi frá HÍ fyrir skiptináminu. „Námið var öðruvísi en ég átti að venjast, það var mikið af verkefnaskilum yfir önnina og mikið lagt upp úr virkni og vinnu í tímum þannig að lokaprófin sjálf höfðu minna vægi." Guðmundur eyddi lunganum úr deginum í nám og verkefnavinnu og spilaði fótbolta með skólaliðinu í frítíma sínum. „Ég bjó rétt hjá stúdentagörðunum og mætti snemma morguns í skólann og var þar meira og minna allan daginn. Kvöldin fóru svo annaðhvort í að sinna félagslífinu eða lærdómi." Undirbúningstímabilið hófst í nóvember og missti Guðmundur að miklu leyti af því vegna skiptinámsins. Hann lék sinn fyrsta leik á þessu tímabili á þriðjudaginn og hyggst einbeita sér alfarið að boltanum í sumar enda er mikið í húfi því KR-ingar þurfa að verja bæði Íslands- og bikarmeistaratitilinn. Inntur eftir því hvað liðsfélögum hans þyki um hinn góða námsárangur segir Guðmundur þá helst gera góðlátlegt grín að honum. „Þeir gera nú mest grín að þessu og reyna að finna eins marga brandara út á þetta og þeir geta. Ég tek því létt og hef bara gaman af þessu."sara@frettabladid.is Lífið Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Guðmundur Reynir Gunnarsson, fótboltamaður í KR og nemandi í hagfræði við Háskóla Íslands, fékk hæstu einkunn frá hinum virta Harvard-háskóla í Bandaríkjunum þar sem hann stundaði skiptinám í vetur. Guðmundur Reynir er kominn aftur heim til Íslands og lék sinn fyrsta leik með KR á þriðjudaginn var. Guðmundur stundaði skiptinám við Harvard-háskólann í vetur og lauk önninni með hæstu einkunn í öllum fögum. „Ég tók tvö fög í hagfræði og tvö fög í sálfræði og fékk „A" í þeim öllum. Ég er mjög sáttur við einkunnirnar og þær koma sér líklega vel þegar ég sæki um framhaldsnám eða vinnu í framtíðinni," segir Guðmundur, sem stundar-BA nám í hagfræði við Háskóla Íslands. Skiptinámið við Harvard er nýtt af nálinni og enn er enginn samstarfsamningur á milli háskólanna tveggja og þurfti Guðmundur því að fá sérstakt leyfi frá HÍ fyrir skiptináminu. „Námið var öðruvísi en ég átti að venjast, það var mikið af verkefnaskilum yfir önnina og mikið lagt upp úr virkni og vinnu í tímum þannig að lokaprófin sjálf höfðu minna vægi." Guðmundur eyddi lunganum úr deginum í nám og verkefnavinnu og spilaði fótbolta með skólaliðinu í frítíma sínum. „Ég bjó rétt hjá stúdentagörðunum og mætti snemma morguns í skólann og var þar meira og minna allan daginn. Kvöldin fóru svo annaðhvort í að sinna félagslífinu eða lærdómi." Undirbúningstímabilið hófst í nóvember og missti Guðmundur að miklu leyti af því vegna skiptinámsins. Hann lék sinn fyrsta leik á þessu tímabili á þriðjudaginn og hyggst einbeita sér alfarið að boltanum í sumar enda er mikið í húfi því KR-ingar þurfa að verja bæði Íslands- og bikarmeistaratitilinn. Inntur eftir því hvað liðsfélögum hans þyki um hinn góða námsárangur segir Guðmundur þá helst gera góðlátlegt grín að honum. „Þeir gera nú mest grín að þessu og reyna að finna eins marga brandara út á þetta og þeir geta. Ég tek því létt og hef bara gaman af þessu."sara@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“