Forseti gæti tekið völdin af ríkisstjórn 15. maí 2012 08:00 Ólafur á blaðamannafundi Í grein sinni í Skírni segir Eiríkur að staðfestingarsynjun Ólafs Ragnars á lögum feli í sér mun virkari þátttöku í stjórnmálum landsins en fyrri forsetar töldu hæfa embættinu. Myndin er frá því að Ólafur Ragnar synjaði lögum um Icesave staðfestingar. fréttablaðið/vilhelm „Vandi núgildandi stjórnarskrár er að í upplausnarástandi gæti forseti hreinlega tekið völdin af ríkisstjórn." Þetta segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur í grein í nýjasta hefti Skírnis. Greinin fjallar um breytta stöðu forseta Íslands og frumvarp Stjórnlagaráðs. Eiríkur segir núgildandi stjórnarskrá svo óskýra að innan marka hennar gæti forseti farið sínu fram og túlkað völd sín með eigin nefi. „Skipist veður svo í lofti í íslensku samfélagi að Alþingi og ríkisstjórn séu trausti rúin er ekki með öllu útilokað að vinsæll forseti geti nýtt sér slíkt ástand og virkjað ýmis ákvæði stjórnarskrárinnar um valdheimildir sem hingað til hafa aðeins verið taldar formlegar og í raun í höndum ráðherra," segir í grein Eiríks. Dæmi um þetta segir hann meðal annars vera skipun ráðherra, veitingu opinberra embætta, útgáfu bráðabirgðalaga og gerð þjóðréttarsamninga við önnur ríki. „Þessi stjórnarskrárákvæði um forsetann eiga sér rætur í valdamiklum konungi nítjándu aldar og við virka beitingu þeirra, án atbeina ráðherra, væri stjórnskipunin vitaskuld öll komin á slig," segir Eiríkur. Hann segir tilurð forsetaembættisins hafa ráðist af þeim vanda sem við blasti við lýðveldistökuna árið 1944, þegar Íslendingar samþykktu eigin stjórnarskrá, um það hvað ætti að gera við konunginn. Í nafni samstöðu hafi verið ákveðið að gera sem minnstar breytingar á fullveldisstjórnarskránni frá árinu 1920. Hún var að uppistöðu byggð á dönsku stjórnarskránni, sem var nánast óbreytt frá lokum einveldisins um miðja nítjándu öld. Þar, líkt og í mörgum eldri stjórnarskrám sem urðu til við umskipti frá einveldi til fulltrúalýðræðis, voru konungar sagðir framkvæma ýmsar stjórnarathafnir sem þeir gerðu í raun ekki lengur. „Slíkt leppsorðalag var notað til að raungera breytinguna frá einveldi til lýðræðis á borði án þess þó að segja það beint í orði. Í stað þess að skrifa breytinguna hreint út er sagt að ráðherrar fari með vald þjóðhöfðingjans." Þaðan segir Eiríkur að sú arfleið komi að forseti sé sagður fara með ýmis völd sem í raun séu í höndum ráðherra. „Stjórnarskráin færir forsetanum þannig ýmis völd sem hún svo kippir til baka í greinum þar sem segir að forseti sé ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum og að forseti láti ráðherra framkvæma vald sitt." Stjórnarskráin endurspegli því togstreitu nítjándu aldar á milli konungs og lýðræðislegra stjórnvalda. „Núgildandi stjórnarskrá er af þessum sökum óþægilega þvælin um hlutverk forsetans sem sagður er fara með ýmis verk sem hann sannarlega sinnir ekki. Og getur ekki sinnt í þingræðisríki." thorunn@frettabladid.is Forsetakosningar 2012 Fréttir Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Sjá meira
„Vandi núgildandi stjórnarskrár er að í upplausnarástandi gæti forseti hreinlega tekið völdin af ríkisstjórn." Þetta segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur í grein í nýjasta hefti Skírnis. Greinin fjallar um breytta stöðu forseta Íslands og frumvarp Stjórnlagaráðs. Eiríkur segir núgildandi stjórnarskrá svo óskýra að innan marka hennar gæti forseti farið sínu fram og túlkað völd sín með eigin nefi. „Skipist veður svo í lofti í íslensku samfélagi að Alþingi og ríkisstjórn séu trausti rúin er ekki með öllu útilokað að vinsæll forseti geti nýtt sér slíkt ástand og virkjað ýmis ákvæði stjórnarskrárinnar um valdheimildir sem hingað til hafa aðeins verið taldar formlegar og í raun í höndum ráðherra," segir í grein Eiríks. Dæmi um þetta segir hann meðal annars vera skipun ráðherra, veitingu opinberra embætta, útgáfu bráðabirgðalaga og gerð þjóðréttarsamninga við önnur ríki. „Þessi stjórnarskrárákvæði um forsetann eiga sér rætur í valdamiklum konungi nítjándu aldar og við virka beitingu þeirra, án atbeina ráðherra, væri stjórnskipunin vitaskuld öll komin á slig," segir Eiríkur. Hann segir tilurð forsetaembættisins hafa ráðist af þeim vanda sem við blasti við lýðveldistökuna árið 1944, þegar Íslendingar samþykktu eigin stjórnarskrá, um það hvað ætti að gera við konunginn. Í nafni samstöðu hafi verið ákveðið að gera sem minnstar breytingar á fullveldisstjórnarskránni frá árinu 1920. Hún var að uppistöðu byggð á dönsku stjórnarskránni, sem var nánast óbreytt frá lokum einveldisins um miðja nítjándu öld. Þar, líkt og í mörgum eldri stjórnarskrám sem urðu til við umskipti frá einveldi til fulltrúalýðræðis, voru konungar sagðir framkvæma ýmsar stjórnarathafnir sem þeir gerðu í raun ekki lengur. „Slíkt leppsorðalag var notað til að raungera breytinguna frá einveldi til lýðræðis á borði án þess þó að segja það beint í orði. Í stað þess að skrifa breytinguna hreint út er sagt að ráðherrar fari með vald þjóðhöfðingjans." Þaðan segir Eiríkur að sú arfleið komi að forseti sé sagður fara með ýmis völd sem í raun séu í höndum ráðherra. „Stjórnarskráin færir forsetanum þannig ýmis völd sem hún svo kippir til baka í greinum þar sem segir að forseti sé ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum og að forseti láti ráðherra framkvæma vald sitt." Stjórnarskráin endurspegli því togstreitu nítjándu aldar á milli konungs og lýðræðislegra stjórnvalda. „Núgildandi stjórnarskrá er af þessum sökum óþægilega þvælin um hlutverk forsetans sem sagður er fara með ýmis verk sem hann sannarlega sinnir ekki. Og getur ekki sinnt í þingræðisríki." thorunn@frettabladid.is
Forsetakosningar 2012 Fréttir Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Sjá meira