Hjálmar ferðast um Evrópu 11. maí 2012 10:00 Hljómsveitin Hjálmar verður á faraldsfæti í sumar. Hún kemur fram á tónlistarhátíðunum Festival de-affaire og Into The Great Wide Open í Hollandi, Bazant Pohoda-hátíðinni í Slóvakíu, Ilmiö-hátíðinni í Finnlandi og á Íslandshátíð í Mobryggja í Noregi. Eins eru í undirbúningi tónleikar í Moskvu og Grænlandi. Hér á Íslandi spila Hjálmar í annað sinn á Þjóðhátíð í Eyjum föstudaginn 3. ágúst. „Þetta eru flottir staðir og allt staðir sem við höfum ekki heimsótt áður, nema Moskva," segir Kiddi í Hjálmum sem er spenntur fyrir sumrinu. „Mig hefur lengi langað að spila á Grænlandi og það verður skemmtilegt að fara með íslenska reggíið þangað." Eins og Fréttablaðið hefur greint frá ætlar finnski tónlistarmaðurinn Jimi Tenor að vinna með Hjálmum að nýrri plötu. Samstarfið leggst mjög vel í Kidda en Tenor kemur til landsins 27. maí. „Hann stakk upp á að þetta yrði Black Sabbath-þema. Lagatitlarnir eru meðal annars Money Is My Master og Smoke Gone Wrong. Þetta eru svolítið dökkir lagatitlar við frekar gleðilegt reggí. Hugmyndin er að gera myrka reggíplötu og hann er búinn að dæla á okkur „demóum". Að sögn Kidda mun Samúel Jón Samúelsson aðstoða þá á plötunni ásamt stórri brasssveit. Fyrstu tónleikar Hjálmar í sumar verða í Gamla bíói 12. maí. Hjálmar og Tenor spila svo á tónleikum Hljómskálans í Hörpu 2. júní þar sem heyra má afrakstur samstarfs þeirra. -fb Tónlist Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Hljómsveitin Hjálmar verður á faraldsfæti í sumar. Hún kemur fram á tónlistarhátíðunum Festival de-affaire og Into The Great Wide Open í Hollandi, Bazant Pohoda-hátíðinni í Slóvakíu, Ilmiö-hátíðinni í Finnlandi og á Íslandshátíð í Mobryggja í Noregi. Eins eru í undirbúningi tónleikar í Moskvu og Grænlandi. Hér á Íslandi spila Hjálmar í annað sinn á Þjóðhátíð í Eyjum föstudaginn 3. ágúst. „Þetta eru flottir staðir og allt staðir sem við höfum ekki heimsótt áður, nema Moskva," segir Kiddi í Hjálmum sem er spenntur fyrir sumrinu. „Mig hefur lengi langað að spila á Grænlandi og það verður skemmtilegt að fara með íslenska reggíið þangað." Eins og Fréttablaðið hefur greint frá ætlar finnski tónlistarmaðurinn Jimi Tenor að vinna með Hjálmum að nýrri plötu. Samstarfið leggst mjög vel í Kidda en Tenor kemur til landsins 27. maí. „Hann stakk upp á að þetta yrði Black Sabbath-þema. Lagatitlarnir eru meðal annars Money Is My Master og Smoke Gone Wrong. Þetta eru svolítið dökkir lagatitlar við frekar gleðilegt reggí. Hugmyndin er að gera myrka reggíplötu og hann er búinn að dæla á okkur „demóum". Að sögn Kidda mun Samúel Jón Samúelsson aðstoða þá á plötunni ásamt stórri brasssveit. Fyrstu tónleikar Hjálmar í sumar verða í Gamla bíói 12. maí. Hjálmar og Tenor spila svo á tónleikum Hljómskálans í Hörpu 2. júní þar sem heyra má afrakstur samstarfs þeirra. -fb
Tónlist Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira