Sigur Rós fetar í fótspor Bjarkar 9. maí 2012 07:00 Hljómsveitin Sigur Rós spilar á Airwaves-hátíðinni í fyrsta sinn í ellefu ár. „Við erum í Sigur Rósar-vímu hérna," segir Kamilla Ingibergsdóttir hjá Iceland Airwaves. Hljómsveitin Sigur Rós spilar á Airwaves-hátíðinni í fyrsta sinn í ellefu ár þegar hún stígur á svið í Nýju Laugardalshöllinni 4. nóvember, á síðasta degi hátíðarinnar. Sigur Rós spilaði síðast á Airwaves í Listasafni Reykjavíkur árið 2001. „Við erum mjög ánægð. Við vissum í fyrra að það yrði erfitt að toppa Björk en okkur er að takast nokkuð vel til með því að tilkynna Sigur Rós til leiks," segir Kamilla. „Þetta verður í lokin á Airwaves og þess vegna verða allir að spara kraftana. Ég veit að stundum er fólk þreytt á sunnudeginum svo að þarna verður maður líka að vera í góðum gír á sunnudagskvöldinu." Sigur Rós er 27. flytjandinn sem er tilkynntur á Airwaves-hátíðina en enn á eftir að kynna 150 í viðbót til sögunnar. Sigur Rós heldur tónleika víða um heim á næstu mánuðum með ellefu manna hljómsveit og mun spila efni úr stóru lagasafni sínu, þar á meðal af plötunni Valtari sem kemur út 28. maí. Tónleikarnir á Airwaves verða fyrstu tónleikar sveitarinnar á Íslandi í fjögur ár. Miðasala á tónleikana hefst 16. maí kl. 12 á Midi.is. Miðahafar á Iceland Airwaves fá tækifæri til að kaupa miða á sérstökum afslætti, eða 3.900 krónur til 16. júní. Almennt miðaverð er 5.900 krónur. - fb Tónlist Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Við erum í Sigur Rósar-vímu hérna," segir Kamilla Ingibergsdóttir hjá Iceland Airwaves. Hljómsveitin Sigur Rós spilar á Airwaves-hátíðinni í fyrsta sinn í ellefu ár þegar hún stígur á svið í Nýju Laugardalshöllinni 4. nóvember, á síðasta degi hátíðarinnar. Sigur Rós spilaði síðast á Airwaves í Listasafni Reykjavíkur árið 2001. „Við erum mjög ánægð. Við vissum í fyrra að það yrði erfitt að toppa Björk en okkur er að takast nokkuð vel til með því að tilkynna Sigur Rós til leiks," segir Kamilla. „Þetta verður í lokin á Airwaves og þess vegna verða allir að spara kraftana. Ég veit að stundum er fólk þreytt á sunnudeginum svo að þarna verður maður líka að vera í góðum gír á sunnudagskvöldinu." Sigur Rós er 27. flytjandinn sem er tilkynntur á Airwaves-hátíðina en enn á eftir að kynna 150 í viðbót til sögunnar. Sigur Rós heldur tónleika víða um heim á næstu mánuðum með ellefu manna hljómsveit og mun spila efni úr stóru lagasafni sínu, þar á meðal af plötunni Valtari sem kemur út 28. maí. Tónleikarnir á Airwaves verða fyrstu tónleikar sveitarinnar á Íslandi í fjögur ár. Miðasala á tónleikana hefst 16. maí kl. 12 á Midi.is. Miðahafar á Iceland Airwaves fá tækifæri til að kaupa miða á sérstökum afslætti, eða 3.900 krónur til 16. júní. Almennt miðaverð er 5.900 krónur. - fb
Tónlist Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira