Frumvarp um kvóta ekki matshæft 5. maí 2012 08:00 strandveiðar Óháðir sérfræðingar á vegum atvinnuveganefndar Alþingis finna ýmsa ágalla á frumvörpum um fiskveiðistjórnun. Þeir segja meðal annars mikilvægt að strandveiðar greiði almennt veiðigjald til að auðlindarentu af þeim sé ekki sóað. fréttablaðið/stefán Sérfræðingar á vegum þingnefndar segja frumvarp Steingríms J. Sigfússonar um veiðigjald ekki matshæft. Ófært sé að meta áhrif á rekstur sjávarútvegsfyrirtækja út frá því. Frumvarpið feli í sér tvísköttun. Alvarleg villa er í frumvarpi um veiðigjald og því tilgangslaust að meta það í núverandi mynd. Þetta er niðurstaða þeirra Daða Más Kristóferssonar, dósents við HÍ, og Stefáns B. Gunnlaugssonar, lektors við HA, en atvinnuveganefnd Alþingis fól þeim að skrifa umsögn um frumvarpið, sem og annað um fiskveiðistjórnun. Fræðimennirnir eru mjög gagnrýnir á efni frumvarpsins. Alvarlegasta ágalla þess segja þeir hafa með uppfærslu gagna að gera. Álagning veiðigjalds byggi á tæplega tveggja ára gömlum rekstrargögnum og hefði aðferðinni verið beitt hefði það skipulega ofmetið rentu, svo nemur tugum prósenta. „Sem dæmi hefði sérstakt veiðigjald verið 140% af metinni auðlindarentu ef aðferð frumvarpsins um uppfærslu gagna hefði verið beitt á tímabilinu 2006 til 2010. Augljóst er að ekki verður búið við svo umfangsmikla skekkju," segir í skýrslunni. Tvísköttun á vinnsluHöfundar telja að EBITDA, eða hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta, lækki um 24,4% á fyrsta ári, en um 40,3% á því þriðja og þar á eftir. Frumvarp ráðherra gerir ráð fyrir að renta vinnslu sé metin með rentu veiða, en Daði og Stefán segja að það þýði tvísköttun á þeim umframhagnaði sem önnur vinnsla uppsjávarfisks en bræðsla skapar. Umfang tvísköttunar geti hlaupið á hundruðum milljarða á ári. Þá segja þeir vanmat á raunverulegri fjármagnsþörf veiða og vinnslu vera í frumvarpinu. Það leiði til ranglega metinnar auðlindarentu og þar með ranglega ákvarðaðs sérstaks veiðigjalds. Þar að auki segja þeir skatthlutfall sérstaks veiðigjalds verða að teljast mjög hátt. „Að teknu tilliti til allra þessara ágalla er niðurstaðan sú að umfang gjaldtöku samkvæmt frumvarpinu sé langt umfram það sem útgerðin getur staðið undir." Of mikil aðkoma ráðherraFrumvarpið gerir ráð fyrir því að ríkið innkalli 3% þeirra veiðiheimilda sem seldar eru. Skýrsluhöfundar segja að þetta geti dregið úr umfangi ábatasamra viðskipta, hægt á eðlilegri hagræðingu og skapað hvata til að leita hjáleiða fram hjá greiðslu gjaldsins. Daði Már og Stefán segja að hugmynd frumvarpsins um leiguhluta sé allrar athygli verð. Alvarlegur ágalli á útfærslunni sé hins vegar hve mikil aðkoma ráðherra sé, með reglusetningu um skilyrði fyrir kaupunum. Ofmat á þorskígildiFrumvarp sjávarútvegsráðherra gerir ráð fyrir því að veiðigjald sé lagt flatt á sem föst krónutala á þorskígildiskíló. Eini breytileikinn felist í mismunandi mati á sérstöku veiðigjaldi fyrir botnfiskveiðar og uppsjávarveiðar. „Gagnrýna verður þá ofurtrú á þorskígildisstuðla sem sjá má í frumvarpinu. Þorskígildisstuðlar mæla hlutfallslegt verð ólíkra fisktegunda. Ósannað er að þeir séu skynsamlegur mælikvarði á ábata af veiðum eða kostnað við að stýra þeim." Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra segir ljóst að þorskígildisstuðlar séu ekki gallalaus eining, þó þeir séu mikið notaðir sem grunnur í kerfinu. „Gallinn við þá er að þó þeir endurspegli sæmilega heildarverðmætin sem hver tegund gefur af sér, þá endurspegla þeir ekki kostnaðinn við að ná þeim verðmætum. Sóknarkostnaðurinn er hlutfallslega meiri í sumum greinum en öðrum, til dæmis kostar meiri olíu að sækja kolmunna en grálúðu þó þorskígildisstuðlarnir endurspegli það ekki." Steingrímur segist líta á það sem viðfangsefni að betrumbæta aðferðafræðina og skoða hana ofan í kjölinn. Fréttir Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Sérfræðingar á vegum þingnefndar segja frumvarp Steingríms J. Sigfússonar um veiðigjald ekki matshæft. Ófært sé að meta áhrif á rekstur sjávarútvegsfyrirtækja út frá því. Frumvarpið feli í sér tvísköttun. Alvarleg villa er í frumvarpi um veiðigjald og því tilgangslaust að meta það í núverandi mynd. Þetta er niðurstaða þeirra Daða Más Kristóferssonar, dósents við HÍ, og Stefáns B. Gunnlaugssonar, lektors við HA, en atvinnuveganefnd Alþingis fól þeim að skrifa umsögn um frumvarpið, sem og annað um fiskveiðistjórnun. Fræðimennirnir eru mjög gagnrýnir á efni frumvarpsins. Alvarlegasta ágalla þess segja þeir hafa með uppfærslu gagna að gera. Álagning veiðigjalds byggi á tæplega tveggja ára gömlum rekstrargögnum og hefði aðferðinni verið beitt hefði það skipulega ofmetið rentu, svo nemur tugum prósenta. „Sem dæmi hefði sérstakt veiðigjald verið 140% af metinni auðlindarentu ef aðferð frumvarpsins um uppfærslu gagna hefði verið beitt á tímabilinu 2006 til 2010. Augljóst er að ekki verður búið við svo umfangsmikla skekkju," segir í skýrslunni. Tvísköttun á vinnsluHöfundar telja að EBITDA, eða hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta, lækki um 24,4% á fyrsta ári, en um 40,3% á því þriðja og þar á eftir. Frumvarp ráðherra gerir ráð fyrir að renta vinnslu sé metin með rentu veiða, en Daði og Stefán segja að það þýði tvísköttun á þeim umframhagnaði sem önnur vinnsla uppsjávarfisks en bræðsla skapar. Umfang tvísköttunar geti hlaupið á hundruðum milljarða á ári. Þá segja þeir vanmat á raunverulegri fjármagnsþörf veiða og vinnslu vera í frumvarpinu. Það leiði til ranglega metinnar auðlindarentu og þar með ranglega ákvarðaðs sérstaks veiðigjalds. Þar að auki segja þeir skatthlutfall sérstaks veiðigjalds verða að teljast mjög hátt. „Að teknu tilliti til allra þessara ágalla er niðurstaðan sú að umfang gjaldtöku samkvæmt frumvarpinu sé langt umfram það sem útgerðin getur staðið undir." Of mikil aðkoma ráðherraFrumvarpið gerir ráð fyrir því að ríkið innkalli 3% þeirra veiðiheimilda sem seldar eru. Skýrsluhöfundar segja að þetta geti dregið úr umfangi ábatasamra viðskipta, hægt á eðlilegri hagræðingu og skapað hvata til að leita hjáleiða fram hjá greiðslu gjaldsins. Daði Már og Stefán segja að hugmynd frumvarpsins um leiguhluta sé allrar athygli verð. Alvarlegur ágalli á útfærslunni sé hins vegar hve mikil aðkoma ráðherra sé, með reglusetningu um skilyrði fyrir kaupunum. Ofmat á þorskígildiFrumvarp sjávarútvegsráðherra gerir ráð fyrir því að veiðigjald sé lagt flatt á sem föst krónutala á þorskígildiskíló. Eini breytileikinn felist í mismunandi mati á sérstöku veiðigjaldi fyrir botnfiskveiðar og uppsjávarveiðar. „Gagnrýna verður þá ofurtrú á þorskígildisstuðla sem sjá má í frumvarpinu. Þorskígildisstuðlar mæla hlutfallslegt verð ólíkra fisktegunda. Ósannað er að þeir séu skynsamlegur mælikvarði á ábata af veiðum eða kostnað við að stýra þeim." Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra segir ljóst að þorskígildisstuðlar séu ekki gallalaus eining, þó þeir séu mikið notaðir sem grunnur í kerfinu. „Gallinn við þá er að þó þeir endurspegli sæmilega heildarverðmætin sem hver tegund gefur af sér, þá endurspegla þeir ekki kostnaðinn við að ná þeim verðmætum. Sóknarkostnaðurinn er hlutfallslega meiri í sumum greinum en öðrum, til dæmis kostar meiri olíu að sækja kolmunna en grálúðu þó þorskígildisstuðlarnir endurspegli það ekki." Steingrímur segist líta á það sem viðfangsefni að betrumbæta aðferðafræðina og skoða hana ofan í kjölinn.
Fréttir Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira