Aldraðir 37 prósent greiðenda auðlegðarskatts 30. mars 2012 07:00 Helgi Hjörvar Alls 37% þeirra sem greiða auðlegðarskatt eru yfir 65 ára aldri. Þá er rúmur fimmtungur greiðenda yfir 75 ára aldri. Einungis 11% eru undir 45 ára aldri. Þetta var meðal þess sem kom fram á málþingi VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka, um auðlegðarskattinn í Hörpu í gær. Auðlegðarskattur var lagður á árið 2009, tímabundið til þriggja ára. Fyrst um sinn var hann 1,25% af nettóeignum einstaklinga umfram 90 milljónir og hjóna umfram 120 milljónir. Síðan hefur skatturinn verið framlengdur um tvö ár og hækkaður í 1,5% af nettóeignum einstaklinga á bilinu 75 til 150 milljónir og 2% á eignir umfram það. Þá borga hjón 1,5% af eignum umfram 100 milljónir og 2% af eignum umfram 200 milljónir. Alls greiddu 3.817 einstaklingar auðlegðarskatt á árinu 2009 og 5.570 einstaklingar árið 2010. Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB, flutti erindi á fundinum og benti á að sá rökstuðningur hefði verið fyrir skattinum að þeir sem högnuðust hvað mest á eignabólunni fyrir hrun greiddu hluta ágóðans til baka. Tölur um greiðendur skattsins bentu hins vegar til þess að skatturinn legðist aðallega á eldri borgara, þar á meðal marga sem ættu fáar og jafnvel engar vaxtaberandi eignir. Í pallborðsumræðum á fundinum tóku þátt meðal annarra Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssambands aldraðra, og Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Jóna sagði þessa skattheimtu komna út fyrir allt velsæmi á meðan Helgi Hjörvar kallaði hana sanngjarnt framlag þeirra efnuðustu á erfiðum tímum. Helgi lagði þó áherslu á að skatturinn væri neyðarbrauð sem ætti ekki að vera viðvarandi. Þá sagði hann ekki hægt að útiloka að skatturinn yrði aftur framlengdur, það færi eftir þróun stöðu ríkisfjármála.- mþl Fréttir Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Alls 37% þeirra sem greiða auðlegðarskatt eru yfir 65 ára aldri. Þá er rúmur fimmtungur greiðenda yfir 75 ára aldri. Einungis 11% eru undir 45 ára aldri. Þetta var meðal þess sem kom fram á málþingi VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka, um auðlegðarskattinn í Hörpu í gær. Auðlegðarskattur var lagður á árið 2009, tímabundið til þriggja ára. Fyrst um sinn var hann 1,25% af nettóeignum einstaklinga umfram 90 milljónir og hjóna umfram 120 milljónir. Síðan hefur skatturinn verið framlengdur um tvö ár og hækkaður í 1,5% af nettóeignum einstaklinga á bilinu 75 til 150 milljónir og 2% á eignir umfram það. Þá borga hjón 1,5% af eignum umfram 100 milljónir og 2% af eignum umfram 200 milljónir. Alls greiddu 3.817 einstaklingar auðlegðarskatt á árinu 2009 og 5.570 einstaklingar árið 2010. Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB, flutti erindi á fundinum og benti á að sá rökstuðningur hefði verið fyrir skattinum að þeir sem högnuðust hvað mest á eignabólunni fyrir hrun greiddu hluta ágóðans til baka. Tölur um greiðendur skattsins bentu hins vegar til þess að skatturinn legðist aðallega á eldri borgara, þar á meðal marga sem ættu fáar og jafnvel engar vaxtaberandi eignir. Í pallborðsumræðum á fundinum tóku þátt meðal annarra Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssambands aldraðra, og Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Jóna sagði þessa skattheimtu komna út fyrir allt velsæmi á meðan Helgi Hjörvar kallaði hana sanngjarnt framlag þeirra efnuðustu á erfiðum tímum. Helgi lagði þó áherslu á að skatturinn væri neyðarbrauð sem ætti ekki að vera viðvarandi. Þá sagði hann ekki hægt að útiloka að skatturinn yrði aftur framlengdur, það færi eftir þróun stöðu ríkisfjármála.- mþl
Fréttir Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira