Lögregla gagnrýnir innanríkisráðherra - fréttaskýring 20. mars 2012 06:00 Ögmundur Jónasson Hversu langt eiga stjórnvöld að ganga til að vinna gegn skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi? Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur ekki trú á því að lagalegt bann við starfsemi alþjóðlegra glæpasamtaka hér á landi skili nokkru. Hann lagði fram frumvarp í síðustu viku þar sem nýtt ákvæði bætist í lög um meðferð sakamála sem kveður á um að lögreglu sé heimilt að hefja rannsókn ef grunur vaknar um að menn ætli sér að fremja brot sem varðar fjögurra ára fangelsi og að brotið sé liður í skipulagðri glæpastarfsemi. Frumvarpið gengur allt of skammt að mati lögreglu, sem hefur kallað eftir sams konar heimildum og lögregluliðið í nágrannalöndunum hefur til að rannsaka starfsemi skipulagðra glæpagengja. Siv Friðleifsdóttir, þingkona Framsóknarflokks, gagnrýnir framgang Ögmundar í málinu. Hún segir brýnt að láta banna þau vélhjólasamtök sem uppfylla skilyrði alþjóðlegra glæpasamtaka, félagafrelsi víki í slíkum tilfellum. Siv hefur flutt málið tvívegis fyrir þinginu ásamt sjö þingmönnum Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar, þar sem mælst er til þess að lögreglan fái sömu heimildir til rannsókna og á hinum Norðurlöndunum. Málið liggur nú á borði allsherjar- og menntamálanefndar þar sem Siv á sæti og segir hún alla umsagnaraðila málsins jákvæða. „Þetta er velferðarmál er varðar almannaheill," segir Siv. „Við viljum búa í öruggu samfélagi." Í tillögunni er ályktað að fela innanríkisráðherra að leggja fram frumvarp fyrir Alþingi sem veiti íslensku lögreglunni sambærilegar heimildir og í öðrum norrænum ríkjum til að rannsaka og grípa til fyrirbyggjandi aðgerða gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Í október árið 2009 lét Ragna Árnadóttir, þáverandi dómsmálaráðherra, kanna hvort setja ætti lög sem heimila stjórnvöldum að banna ákveðin félög. Var þetta gert til að bregðast við vaxandi hörku í afbrotum hér á landi og hættunni sem fylgir því að erlend glæpasamtök hasli sér hér völl. „Það, að menn sammælist um að fremja glæpi, hvort sem það er í samtökum eða utan þeirra, er alvarlegt mál og á ekki að líðast á Íslandi," sagði Ragna í samtali við Fréttablaðið árið 2009. Forgangsverkefni sé að vinna gegn skipulagðri glæpastarfsemi. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Fleiri fréttir Situr fastur í vaxtasúpu og býst við bílskúrssmíði fyrir börnin Flestum þykir ekki nóg gert en þeim fjölgar sem telja of langt gengið Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Sjá meira
Hversu langt eiga stjórnvöld að ganga til að vinna gegn skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi? Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur ekki trú á því að lagalegt bann við starfsemi alþjóðlegra glæpasamtaka hér á landi skili nokkru. Hann lagði fram frumvarp í síðustu viku þar sem nýtt ákvæði bætist í lög um meðferð sakamála sem kveður á um að lögreglu sé heimilt að hefja rannsókn ef grunur vaknar um að menn ætli sér að fremja brot sem varðar fjögurra ára fangelsi og að brotið sé liður í skipulagðri glæpastarfsemi. Frumvarpið gengur allt of skammt að mati lögreglu, sem hefur kallað eftir sams konar heimildum og lögregluliðið í nágrannalöndunum hefur til að rannsaka starfsemi skipulagðra glæpagengja. Siv Friðleifsdóttir, þingkona Framsóknarflokks, gagnrýnir framgang Ögmundar í málinu. Hún segir brýnt að láta banna þau vélhjólasamtök sem uppfylla skilyrði alþjóðlegra glæpasamtaka, félagafrelsi víki í slíkum tilfellum. Siv hefur flutt málið tvívegis fyrir þinginu ásamt sjö þingmönnum Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar, þar sem mælst er til þess að lögreglan fái sömu heimildir til rannsókna og á hinum Norðurlöndunum. Málið liggur nú á borði allsherjar- og menntamálanefndar þar sem Siv á sæti og segir hún alla umsagnaraðila málsins jákvæða. „Þetta er velferðarmál er varðar almannaheill," segir Siv. „Við viljum búa í öruggu samfélagi." Í tillögunni er ályktað að fela innanríkisráðherra að leggja fram frumvarp fyrir Alþingi sem veiti íslensku lögreglunni sambærilegar heimildir og í öðrum norrænum ríkjum til að rannsaka og grípa til fyrirbyggjandi aðgerða gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Í október árið 2009 lét Ragna Árnadóttir, þáverandi dómsmálaráðherra, kanna hvort setja ætti lög sem heimila stjórnvöldum að banna ákveðin félög. Var þetta gert til að bregðast við vaxandi hörku í afbrotum hér á landi og hættunni sem fylgir því að erlend glæpasamtök hasli sér hér völl. „Það, að menn sammælist um að fremja glæpi, hvort sem það er í samtökum eða utan þeirra, er alvarlegt mál og á ekki að líðast á Íslandi," sagði Ragna í samtali við Fréttablaðið árið 2009. Forgangsverkefni sé að vinna gegn skipulagðri glæpastarfsemi. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Fleiri fréttir Situr fastur í vaxtasúpu og býst við bílskúrssmíði fyrir börnin Flestum þykir ekki nóg gert en þeim fjölgar sem telja of langt gengið Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Sjá meira