Yfirlýsing vegna gjaldmiðlaskipta týnd í ráðuneytinu 14. mars 2012 08:00 Steingrímur J. Sigfússon sagðist í Landsdómi í gær hafa það skjalfest meðal annars með ræðum og frumvörpum frá Alþingi að hann hafi talið efnahagsmálin stefna í óefni frá árinu 2005. Fréttablaðið/GVA Steingrímur J. Sigfússon, sem tók við sem fjármálaráðherra eftir kosningar vorið 2009, sagðist fyrir Landsdómi í gær ekki hafa verið upplýstur um yfirlýsingu um aðgerðir íslenskra stjórnvalda vegna gjaldmiðlaskiptasamnings við Noreg, Danmörku og Svíþjóð við komuna í ráðuneytið. Hann sagði það hafa verið afar auðmýkjandi að komast að tilvist plaggsins, sem hann kallaði samkomulag, í samræðum við sænska fjármálaráðherrann og sænska seðlabankastjórann nokkrum mánuðum eftir að hann hefði tekið við embætti fjármálaráðherra. Skjalið, sem Steingrímur kallaði samkomulag en Geir H. Haarde hefur kallað yfirlýsingu íslenskra stjórnvalda, fannst ekki í fjármálaráðuneytinu þrátt fyrir mikla leit, sagði Steingrímur. Þó var það undirritað af fjármálaráðherra, forsætisráðherra, utanríkisráðherra og seðlabankastjóra. Á endanum sagðist Steingrímur hafa þurft að fá afrit af samkomulaginu frá Seðlabankanum þar sem frumrit hefðu ekki fundist í ráðuneytinu. Í skjalinu lýsa íslensk stjórnvöld því yfir einhliða að þau muni grípa til aðgerða, meðal annars til að minnka bankakerfið. Norrænu seðlabankarnir settu slíka yfirlýsingu sem skilyrði fyrir því að opna lánalínur til Íslands í aðdraganda hrunsins. Steingrímur sagði fyrir Landsdómi í gær að í ferð sinni til Svíþjóðar hefði fjármálaráðherra og seðlabankastjóri Svíþjóðar kvartað yfir því að stjórnvöld hafi ekki efnt efni yfirlýsingarinnar. Spurður af Andra Árnasyni, verjanda Geirs, hvað nákvæmlega Svíarnir hefðu talið óefnt gat Steingrímur ekki svarað. Hann sagði að ekki hefði verið farið í skjalið lið fyrir lið heldur aðeins minnst á það í heild, enda hefði hann á þeim tíma ekki séð skjalið. Í samtali við Fréttablaðið að vitnaleiðslum loknum sagði Steingrímur það sinn skilning að ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins hefði átt að vekja athygli sína á skjalinu þegar hann tók við ráðherradómi. Spurður hvort ekki væri alvarlegt að þessi yfirlýsing eða samningur hefði horfið úr ráðuneytinu sagði Steingrímur ekki víst að skjalið væri horfið, en vissulega hefði það ekki enn fundist. Landsdómur Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vaktin: Dómur kveðinn upp í Gufunesmálinu Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Fleiri fréttir Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Dómur kveðinn upp í Gufunesmálinu Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, sem tók við sem fjármálaráðherra eftir kosningar vorið 2009, sagðist fyrir Landsdómi í gær ekki hafa verið upplýstur um yfirlýsingu um aðgerðir íslenskra stjórnvalda vegna gjaldmiðlaskiptasamnings við Noreg, Danmörku og Svíþjóð við komuna í ráðuneytið. Hann sagði það hafa verið afar auðmýkjandi að komast að tilvist plaggsins, sem hann kallaði samkomulag, í samræðum við sænska fjármálaráðherrann og sænska seðlabankastjórann nokkrum mánuðum eftir að hann hefði tekið við embætti fjármálaráðherra. Skjalið, sem Steingrímur kallaði samkomulag en Geir H. Haarde hefur kallað yfirlýsingu íslenskra stjórnvalda, fannst ekki í fjármálaráðuneytinu þrátt fyrir mikla leit, sagði Steingrímur. Þó var það undirritað af fjármálaráðherra, forsætisráðherra, utanríkisráðherra og seðlabankastjóra. Á endanum sagðist Steingrímur hafa þurft að fá afrit af samkomulaginu frá Seðlabankanum þar sem frumrit hefðu ekki fundist í ráðuneytinu. Í skjalinu lýsa íslensk stjórnvöld því yfir einhliða að þau muni grípa til aðgerða, meðal annars til að minnka bankakerfið. Norrænu seðlabankarnir settu slíka yfirlýsingu sem skilyrði fyrir því að opna lánalínur til Íslands í aðdraganda hrunsins. Steingrímur sagði fyrir Landsdómi í gær að í ferð sinni til Svíþjóðar hefði fjármálaráðherra og seðlabankastjóri Svíþjóðar kvartað yfir því að stjórnvöld hafi ekki efnt efni yfirlýsingarinnar. Spurður af Andra Árnasyni, verjanda Geirs, hvað nákvæmlega Svíarnir hefðu talið óefnt gat Steingrímur ekki svarað. Hann sagði að ekki hefði verið farið í skjalið lið fyrir lið heldur aðeins minnst á það í heild, enda hefði hann á þeim tíma ekki séð skjalið. Í samtali við Fréttablaðið að vitnaleiðslum loknum sagði Steingrímur það sinn skilning að ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins hefði átt að vekja athygli sína á skjalinu þegar hann tók við ráðherradómi. Spurður hvort ekki væri alvarlegt að þessi yfirlýsing eða samningur hefði horfið úr ráðuneytinu sagði Steingrímur ekki víst að skjalið væri horfið, en vissulega hefði það ekki enn fundist.
Landsdómur Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vaktin: Dómur kveðinn upp í Gufunesmálinu Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Fleiri fréttir Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Dómur kveðinn upp í Gufunesmálinu Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Sjá meira