Syngur um græðgina og spillinguna á Wall Street 1. mars 2012 20:30 Bandaríski tónlistarmaðurinn Bruce Springsteen gefur eftir helgi út sína sautjándu hljóðversplötu. Hún kallast Wrecking Ball og er hans fyrsta í þrjú ár, eða síðan Working on a Dream kom út. Í þetta sinn eru efnahagsmálin honum hugleikin, sérstaklega græðgi og spilling hvítflibbanna á Wall Street og sá skaði sem hefur orðið í bandarísku samfélagi, þar á meðal af völdum þeirra. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá Bruce flytja titillag plötunnar. Springsteen, sem er 62 ára, hefur oft á sínum farsæla ferli sungið um fólk sem á erfitt með að ná endum saman en í þetta sinn ákvað að hann beina sjónum sínum frekar að þeim sem áttu þátt í því að búa til hið slæma efnahagsástand sem nú ríkir í Bandaríkjunum. „Tónlistin mín hefur alltaf snúist um að meta fjarlægðina á milli bandarísks veruleika og bandaríska draumsins, hversu löng hún er á hverri stundu," sagði Springsteen. „Uppruna plötunnar má rekja til ársins 2008 þegar mér fannst enginn vilja taka á sig neina ábyrgð í þjóðfélaginu. Wrecking Ball er myndlíking fyrir eitthvað sem hefur átt sér stað, þar sem eitthvað er eyðilagt til að byggja upp eitthvað nýtt. Þá er ég að tala um eyðileggingu á bandarískum gildum og hugmyndum sem hefur orðið, undanfarin, í rauninni þrjátíu ár." Auk hefðbundinnar rokktónlistar eru þjóðlaga- og gospellög á plötunni. Með því að kafa aftur í tónlistarsöguna vildi Springsteen sýna að eyðileggingin sem hann talar um er einhvers konar hringrás sem kemur upp aftur og aftur í Bandaríkjunum. Hljómsveitin E Street Band er Springsteen sem fyrr til halds og trausts á plötunni. Auk þess fékk hann hjálp frá Tom Morello, gítarleikara Rage Against the Machine, og Matt Chamberlain, fyrrverandi trommara Pearl Jam. Springsteen, sem hefur oft verið kallaður Stjórinn, heldur fyrirlestur á tónlistarhátíðinni South By Southwest í Texas um miðjan mars. Að honum loknum leggur hann af stað í tónleikaferð um Bandaríkin. Í maí hefst svo tónleikaferð um Evrópu sem lýkur í Helsinki 31. júlí. Hann spilar einnig á Hróarskeldu í júlí og verður það í fyrsta sinn í fjörutíu ára sögu hátíðarinnar sem goðsögnin kemur þar fram. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn Bruce Springsteen gefur eftir helgi út sína sautjándu hljóðversplötu. Hún kallast Wrecking Ball og er hans fyrsta í þrjú ár, eða síðan Working on a Dream kom út. Í þetta sinn eru efnahagsmálin honum hugleikin, sérstaklega græðgi og spilling hvítflibbanna á Wall Street og sá skaði sem hefur orðið í bandarísku samfélagi, þar á meðal af völdum þeirra. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá Bruce flytja titillag plötunnar. Springsteen, sem er 62 ára, hefur oft á sínum farsæla ferli sungið um fólk sem á erfitt með að ná endum saman en í þetta sinn ákvað að hann beina sjónum sínum frekar að þeim sem áttu þátt í því að búa til hið slæma efnahagsástand sem nú ríkir í Bandaríkjunum. „Tónlistin mín hefur alltaf snúist um að meta fjarlægðina á milli bandarísks veruleika og bandaríska draumsins, hversu löng hún er á hverri stundu," sagði Springsteen. „Uppruna plötunnar má rekja til ársins 2008 þegar mér fannst enginn vilja taka á sig neina ábyrgð í þjóðfélaginu. Wrecking Ball er myndlíking fyrir eitthvað sem hefur átt sér stað, þar sem eitthvað er eyðilagt til að byggja upp eitthvað nýtt. Þá er ég að tala um eyðileggingu á bandarískum gildum og hugmyndum sem hefur orðið, undanfarin, í rauninni þrjátíu ár." Auk hefðbundinnar rokktónlistar eru þjóðlaga- og gospellög á plötunni. Með því að kafa aftur í tónlistarsöguna vildi Springsteen sýna að eyðileggingin sem hann talar um er einhvers konar hringrás sem kemur upp aftur og aftur í Bandaríkjunum. Hljómsveitin E Street Band er Springsteen sem fyrr til halds og trausts á plötunni. Auk þess fékk hann hjálp frá Tom Morello, gítarleikara Rage Against the Machine, og Matt Chamberlain, fyrrverandi trommara Pearl Jam. Springsteen, sem hefur oft verið kallaður Stjórinn, heldur fyrirlestur á tónlistarhátíðinni South By Southwest í Texas um miðjan mars. Að honum loknum leggur hann af stað í tónleikaferð um Bandaríkin. Í maí hefst svo tónleikaferð um Evrópu sem lýkur í Helsinki 31. júlí. Hann spilar einnig á Hróarskeldu í júlí og verður það í fyrsta sinn í fjörutíu ára sögu hátíðarinnar sem goðsögnin kemur þar fram. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“