Magni syngur til heiðurs Houston 1. mars 2012 16:00 Magni Ásgeirsson syngur á tónleikum til heiðurs Whitney Houston 22. mars. Mynd/heida.is „Ég er ekkert að fara að taka I Will Always Love You," segir Magni Ásgeirsson. Hann verður eini karlsöngvarinn á tónleikum til heiðurs Whitney Houston í Austurbæ 22. mars. Þar stíga einnig á svið Jóhanna Guðrún, Sigga Beinteins og fleiri söngkonur. „Ég geng þarna í störf karlpeningsins sem hún söng með. Hún söng dúetta með George Michael og hinum og þessum og ég fæ að vera karlmaðurinn í sambandinu," segir Magni, sem útilokar samt ekki að spreyta sig á Houston sjálfri. „Við erum ekki byrjuð að hnakkrífast um hver syngur hvað en það getur bara vel verið að ég fái að syngja eitthvað konulag, annað eins hefur nú gerst. Gott lag virkar alveg fyrir bæði kynin en ég er ekki að reyna að fara í háu hælana hennar Whitneyjar, það er alveg á hreinu." Aðspurður segir hann að hin sáluga Houston hafi verið ein besta söngkona allra tíma. „Hún var með gjörsamlega fáránlega rödd, sérstaklega fyrir tíma tölvanna þegar hægt er að laga allt." Houston er komin í hóp margra látinna söngvara sem Magni og fólk af hans kynslóð hefur hrifist af. „Þetta fer að verða svolítið pirrandi. Kurt Cobain, Layne Staley, Amy Winehouse, Whitney Houston og Michael Jackson. Þetta hrinur allt niður." -fb Tónlist Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Ég er ekkert að fara að taka I Will Always Love You," segir Magni Ásgeirsson. Hann verður eini karlsöngvarinn á tónleikum til heiðurs Whitney Houston í Austurbæ 22. mars. Þar stíga einnig á svið Jóhanna Guðrún, Sigga Beinteins og fleiri söngkonur. „Ég geng þarna í störf karlpeningsins sem hún söng með. Hún söng dúetta með George Michael og hinum og þessum og ég fæ að vera karlmaðurinn í sambandinu," segir Magni, sem útilokar samt ekki að spreyta sig á Houston sjálfri. „Við erum ekki byrjuð að hnakkrífast um hver syngur hvað en það getur bara vel verið að ég fái að syngja eitthvað konulag, annað eins hefur nú gerst. Gott lag virkar alveg fyrir bæði kynin en ég er ekki að reyna að fara í háu hælana hennar Whitneyjar, það er alveg á hreinu." Aðspurður segir hann að hin sáluga Houston hafi verið ein besta söngkona allra tíma. „Hún var með gjörsamlega fáránlega rödd, sérstaklega fyrir tíma tölvanna þegar hægt er að laga allt." Houston er komin í hóp margra látinna söngvara sem Magni og fólk af hans kynslóð hefur hrifist af. „Þetta fer að verða svolítið pirrandi. Kurt Cobain, Layne Staley, Amy Winehouse, Whitney Houston og Michael Jackson. Þetta hrinur allt niður." -fb
Tónlist Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira