Réttlæti og raunsæi að leiðarljósi Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra skrifar 27. febrúar 2012 07:00 Drjúgur hluti þjóðfélagsumræðunnar hefur að undanförnu snúist um skuldavanda heimilanna. Það er skiljanlegt. Gengislánadómur Hæstaréttar um miðjan mánuðinn setti málið í nýjan farveg og vakti spurningar um leið og hann gaf fyrirheit um frekari niðurfærslu lána á kostnað bankanna. Samtímis er þess krafist að stjórnvöld beiti sér fyrir almennum afskriftum húsnæðislána að því marki að heimilin geti staðið í skilum og nái á ný jafnvægi og viðspyrnu. En allar aðgerðir verður að ígrunda og greina þarf aðstæður rétt. Góð eiginfjárstaða fjármálafyrirtækja hlýtur til dæmis að greiða fyrir því að dómi Hæstaréttar verði fullnægt og þúsundir lántakenda fái leiðréttingu sinna mála. Því miður er það svo að allar tillögur um flata niðurfærslu, færa ekki skuldir niður heldur færa þær til. Enda gufa skuldir ekki upp. Ýmist er verið að færa skuldir yfir á skattgreiðendur eða á börnin okkar og komandi kynslóðir. Þeir sem fara vilja leið flatrar niðurfærslu lána verða því að upplýsa hver eigi að borga brúsann. Æ fleiri átta sig á því að töfralausnir eru ekki til og íhuga á þeim grundvelli hvað sé til ráða. Skuldastaða heimilanna verður áfram eitt af stóru málunum á borði ríkisstjórnarinnar. Leitin að sanngirni og jöfnuði heldur áfram þar sem samfélagið léttir þeim róðurinn sem harðast voru leiknir í kreppunni. Í þessu sambandi má minna á þá staðreynd að meiri jöfnuður ríkir nú í íslenska þjóðfélaginu en árin fyrir hrun. Við kvikum hvergi frá því að finna lausnir jafnvel þótt erlendir álitsgjafar, eins og Lars Christensen, sérfræðingur hjá Danske Bank, telji víst að nú þegar sé Ísland „heimsmeistari í að færa niður skuldir heimilanna". Unnið að lausnSérstök ráðherranefnd vinnur að mótun úrræða fyrir þann hóp sem fór á mis við 110 prósenta leiðina vegna svonefndra lánsveða. Einnig er verið að kanna leiðir til að koma til móts við þá sem keyptu sína fyrstu eign þegar fasteignaverð var í hæstu hæðum. Til athugunar er hvernig minnka megi umfang verðtryggðra lána. Ég vænti þess að breið samstaða náist í þinginu um niðurstöðu þess máls. Það tekur mig sárt að heyra af bágum kjörum og vonleysi þeirra sem reynt hafa sitt ítrasta til að standa í skilum, þrátt fyrir verulega aukna greiðslubyrði af völdum hrunsins. Erfiðust er glíma þeirra sem ekki hafa vinnu. Í mörgum slíkum tilvikum dugar fátt annað en sérsniðnar aðgerðir. En margt vekur nú vonir um betri tíð. Dregið hefur úr vanskilum. Tölur FME sýna að um mitt ár 2010 voru 34 prósent í vanskilum við bankanna. Nú í febrúar er þetta hlutfall komið niður í 20 prósent. Nýjar tölur um gjaldþrot einstaklinga benda í sömu átt. Ef horft er til síðustu 10 ára voru gjaldþrot einstaklinga 50 prósentum fleiri að meðaltali en þau voru að jafnaði undanfarin þrjú ár. Ýmislegt bendir til þess að umræðan um skuldavanda heimilanna sé raunsærri en áður. Með raunsæi, aðgát og samstöðu að leiðarljósi viljum við leita að farsælli og réttlátri lausn á skuldavanda þeirra sem enn eru í nauðum staddir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Drjúgur hluti þjóðfélagsumræðunnar hefur að undanförnu snúist um skuldavanda heimilanna. Það er skiljanlegt. Gengislánadómur Hæstaréttar um miðjan mánuðinn setti málið í nýjan farveg og vakti spurningar um leið og hann gaf fyrirheit um frekari niðurfærslu lána á kostnað bankanna. Samtímis er þess krafist að stjórnvöld beiti sér fyrir almennum afskriftum húsnæðislána að því marki að heimilin geti staðið í skilum og nái á ný jafnvægi og viðspyrnu. En allar aðgerðir verður að ígrunda og greina þarf aðstæður rétt. Góð eiginfjárstaða fjármálafyrirtækja hlýtur til dæmis að greiða fyrir því að dómi Hæstaréttar verði fullnægt og þúsundir lántakenda fái leiðréttingu sinna mála. Því miður er það svo að allar tillögur um flata niðurfærslu, færa ekki skuldir niður heldur færa þær til. Enda gufa skuldir ekki upp. Ýmist er verið að færa skuldir yfir á skattgreiðendur eða á börnin okkar og komandi kynslóðir. Þeir sem fara vilja leið flatrar niðurfærslu lána verða því að upplýsa hver eigi að borga brúsann. Æ fleiri átta sig á því að töfralausnir eru ekki til og íhuga á þeim grundvelli hvað sé til ráða. Skuldastaða heimilanna verður áfram eitt af stóru málunum á borði ríkisstjórnarinnar. Leitin að sanngirni og jöfnuði heldur áfram þar sem samfélagið léttir þeim róðurinn sem harðast voru leiknir í kreppunni. Í þessu sambandi má minna á þá staðreynd að meiri jöfnuður ríkir nú í íslenska þjóðfélaginu en árin fyrir hrun. Við kvikum hvergi frá því að finna lausnir jafnvel þótt erlendir álitsgjafar, eins og Lars Christensen, sérfræðingur hjá Danske Bank, telji víst að nú þegar sé Ísland „heimsmeistari í að færa niður skuldir heimilanna". Unnið að lausnSérstök ráðherranefnd vinnur að mótun úrræða fyrir þann hóp sem fór á mis við 110 prósenta leiðina vegna svonefndra lánsveða. Einnig er verið að kanna leiðir til að koma til móts við þá sem keyptu sína fyrstu eign þegar fasteignaverð var í hæstu hæðum. Til athugunar er hvernig minnka megi umfang verðtryggðra lána. Ég vænti þess að breið samstaða náist í þinginu um niðurstöðu þess máls. Það tekur mig sárt að heyra af bágum kjörum og vonleysi þeirra sem reynt hafa sitt ítrasta til að standa í skilum, þrátt fyrir verulega aukna greiðslubyrði af völdum hrunsins. Erfiðust er glíma þeirra sem ekki hafa vinnu. Í mörgum slíkum tilvikum dugar fátt annað en sérsniðnar aðgerðir. En margt vekur nú vonir um betri tíð. Dregið hefur úr vanskilum. Tölur FME sýna að um mitt ár 2010 voru 34 prósent í vanskilum við bankanna. Nú í febrúar er þetta hlutfall komið niður í 20 prósent. Nýjar tölur um gjaldþrot einstaklinga benda í sömu átt. Ef horft er til síðustu 10 ára voru gjaldþrot einstaklinga 50 prósentum fleiri að meðaltali en þau voru að jafnaði undanfarin þrjú ár. Ýmislegt bendir til þess að umræðan um skuldavanda heimilanna sé raunsærri en áður. Með raunsæi, aðgát og samstöðu að leiðarljósi viljum við leita að farsælli og réttlátri lausn á skuldavanda þeirra sem enn eru í nauðum staddir.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun