Íslensk tónskáld fá aukin tækifæri í Hollywood 25. febrúar 2012 15:00 kvikmyndatónskáld Íslensku kvikmyndatónskáldin Barði Jóhannsson, Jóhann Jóhannsson, Atli Örvarsson, Jónsi og Ólafur Arnalds eru farin að fá aukin tækifæri í Hollwyood. Þeim Íslendingum sem semja tónlist við bandarískar kvikmyndir hefur fjölgað mikið að undanförnu. Nýjasti meðlimurinn í hópnum er Barði Jóhannsson. Þeim íslensku tónlistarmönnum sem semja tónlist við bandarískar kvikmyndir virðist fjölga með degi hverjum. Núna síðast greindi Fréttablaðið frá því að Barði Jóhannsson hefði samið alla tónlistina í spennumyndinni Would You Rather, ásamt Daniel Hunt úr hljómsveitinni Ladytron. Einnig er stutt síðan greint var frá því að Jóhann Jóhannsson hefði samið tónlistina við myndina For Ellen með Paul Dano og Jon Heder í aðalhlutverkum. Þá eru ótaldir Jónsi í Sigur Rós, sem samdi tónlistina við Hollywood-myndina We Bought A Zoo, Ólafur Arnalds sem samdi tónlistina við Another Happy Day með Demi Moore og Kate Bosworth í aðalhlutverkum, og Atli Örvarsson sem samdi tónlistina við Season of the Witch með Nicolas Cage í titilrullunni. Hægt er að hafa mikið upp úr því að semja tónlist við dýrar myndir og til að mynda hefur Jónsi vafalítið fengið væna summu í vasann fyrir vinnu sína fyrir We Bought A Zoo, sem er týpísk Hollywood-mynd með stjörnum í aðalhlutverkunum, eða þeim Matt Damon og Scarlett Johansson. Leikstjórinn Cameron Crowe var svo ánægður með frammistöðu Jónsa að hann fékk hann til að semja tónlistina við nýja gamanmynd sem hann er með í smíðum. Vafalítið hefur Atli Örvarsson einnig fengið vel borgað fyrir tónlist sína við rándýra hasarmynd byggða á ævintýrinu um Hans og Grétu sem verður frumsýnd á næsta ári með Jeremy Renner og Gemmu Arterton í aðalhlutverkunum. Jóhann Jóhannsson skrifaði nýverið undir samning við eina virtustu umboðsskrifstofu kvikmyndatónskálda í Hollywood; Gorfein/Schwartz. Aðspurður segir hann það rosalega mismunandi hvernig menn fái borgað fyrir vinnu sem þessa. Það fari allt eftir eðli og stærð myndarinnar. „Fyrir mig er það ekkert alltaf peningurinn sem skiptir aðalmáli heldur hvort verkefnið er áhugavert. Hins vegar er þetta yfirleitt frekar vel borgað. Þetta er mismunandi eftir markaðssvæðum en í Ameríku er miklu hærri kostnaðaráætlun en í Evrópu." Hvað sem peningamálum líður er ljóst að íslenskir tónlistarmenn eru farnir að fikra sig inn í Hollywood og eiga eflaust eftir að gera sig enn frekar gildandi þar á komandi árum. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Þeim Íslendingum sem semja tónlist við bandarískar kvikmyndir hefur fjölgað mikið að undanförnu. Nýjasti meðlimurinn í hópnum er Barði Jóhannsson. Þeim íslensku tónlistarmönnum sem semja tónlist við bandarískar kvikmyndir virðist fjölga með degi hverjum. Núna síðast greindi Fréttablaðið frá því að Barði Jóhannsson hefði samið alla tónlistina í spennumyndinni Would You Rather, ásamt Daniel Hunt úr hljómsveitinni Ladytron. Einnig er stutt síðan greint var frá því að Jóhann Jóhannsson hefði samið tónlistina við myndina For Ellen með Paul Dano og Jon Heder í aðalhlutverkum. Þá eru ótaldir Jónsi í Sigur Rós, sem samdi tónlistina við Hollywood-myndina We Bought A Zoo, Ólafur Arnalds sem samdi tónlistina við Another Happy Day með Demi Moore og Kate Bosworth í aðalhlutverkum, og Atli Örvarsson sem samdi tónlistina við Season of the Witch með Nicolas Cage í titilrullunni. Hægt er að hafa mikið upp úr því að semja tónlist við dýrar myndir og til að mynda hefur Jónsi vafalítið fengið væna summu í vasann fyrir vinnu sína fyrir We Bought A Zoo, sem er týpísk Hollywood-mynd með stjörnum í aðalhlutverkunum, eða þeim Matt Damon og Scarlett Johansson. Leikstjórinn Cameron Crowe var svo ánægður með frammistöðu Jónsa að hann fékk hann til að semja tónlistina við nýja gamanmynd sem hann er með í smíðum. Vafalítið hefur Atli Örvarsson einnig fengið vel borgað fyrir tónlist sína við rándýra hasarmynd byggða á ævintýrinu um Hans og Grétu sem verður frumsýnd á næsta ári með Jeremy Renner og Gemmu Arterton í aðalhlutverkunum. Jóhann Jóhannsson skrifaði nýverið undir samning við eina virtustu umboðsskrifstofu kvikmyndatónskálda í Hollywood; Gorfein/Schwartz. Aðspurður segir hann það rosalega mismunandi hvernig menn fái borgað fyrir vinnu sem þessa. Það fari allt eftir eðli og stærð myndarinnar. „Fyrir mig er það ekkert alltaf peningurinn sem skiptir aðalmáli heldur hvort verkefnið er áhugavert. Hins vegar er þetta yfirleitt frekar vel borgað. Þetta er mismunandi eftir markaðssvæðum en í Ameríku er miklu hærri kostnaðaráætlun en í Evrópu." Hvað sem peningamálum líður er ljóst að íslenskir tónlistarmenn eru farnir að fikra sig inn í Hollywood og eiga eflaust eftir að gera sig enn frekar gildandi þar á komandi árum. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“