Hugljúfur og harðduglegur 23. febrúar 2012 18:00 Popparinn Ed Sheeran hlaut tvenn Brit-verðlaun á dögunum. Fyrsta sólóplatan hans náði efsta sæti breska vinsældalistans. Ed Sheeran er ungur enskur tónlistarmaður sem hefur slegið í gegn í Bretlandi að undanförnu með hugljúfu poppi og hlýlegri rödd sinni. Honum hefur verið líkt við John Mayer, Damien Rice og James Morrisson og er talinn eiga framtíðina fyrir sér. Brit-tónlistarverðlaunin voru haldin í Bretlandi á þriðjudagskvöld og þar var Sheeran tilnefndur til flestra verðlauna, eða fernra. Á endanum hlaut hann tvenn verðlaun, sem besti breski nýliðinn og besti breski tónlistarmaðurinn. Aðrir tilnefndir í síðarnefnda flokknum voru engir aukvisar, eða Noel Gallagher, James Morrison, James Blake og Professor Green. Sheeran fæddist í Halifax á Englandi árið 1991. Ungur að aldri lærði hann að spila á gítar og semja lög. Fyrsta EP-platan hans, The Orange Room, kom út 2005 þegar hann var einungis fjórtán ára. Fleiri stuttskífur fylgdu í kjölfarið og árið 2008 flutti Sheeran til London til að einbeita sér að spilamennsku. Hann var sérlega duglegur og spilaði nánast upp á hvern einasta dag. Þessi kraftur skilaði sér því smám saman fór hann að vekja athygli og stuttskífan Loose Change sem kom út 2009 þótti vel heppnuð. Hann hætti hjá útgáfufyrirtæki sínu og flaug til Los Angeles þar sem hann vakti áhuga leikarans og tónlistarmannsins Jamie Foxx þegar hann spilaði á staðnum hans The Foxxhole. Aðdáendahópur Sheerans hélt áfram að vaxa með hjálp Youtube og árið 2010 gaf hann sjálfur út tvær stuttskífur sem fengu góðar viðtökur og aðra til viðbótar árið eftir. Útsendarar frá útgáfunni Asylum/Atlantic Records gerðu við hann samning og síðasta sumar kom fyrsta smáskífulagið hans út, The A Team, sem fór beint í þriðja sæti breska vinsældalistans. Fyrsta hljóðversplatan, You Need Me, kom svo út í september og náði hún efsta sætinu í Bretlandi. Sjá má myndband við annað lag af plötunni, Lego House, hér fyrir ofan. Sheeran er á leiðinni í stóra tónleikaferð um Evrópu og Bandaríkin sem hefst 3. mars í Ósló. Í Bandaríkjunum hitar hann upp fyrir bresku hljómsveitina Snow Patrol. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Sjá meira
Popparinn Ed Sheeran hlaut tvenn Brit-verðlaun á dögunum. Fyrsta sólóplatan hans náði efsta sæti breska vinsældalistans. Ed Sheeran er ungur enskur tónlistarmaður sem hefur slegið í gegn í Bretlandi að undanförnu með hugljúfu poppi og hlýlegri rödd sinni. Honum hefur verið líkt við John Mayer, Damien Rice og James Morrisson og er talinn eiga framtíðina fyrir sér. Brit-tónlistarverðlaunin voru haldin í Bretlandi á þriðjudagskvöld og þar var Sheeran tilnefndur til flestra verðlauna, eða fernra. Á endanum hlaut hann tvenn verðlaun, sem besti breski nýliðinn og besti breski tónlistarmaðurinn. Aðrir tilnefndir í síðarnefnda flokknum voru engir aukvisar, eða Noel Gallagher, James Morrison, James Blake og Professor Green. Sheeran fæddist í Halifax á Englandi árið 1991. Ungur að aldri lærði hann að spila á gítar og semja lög. Fyrsta EP-platan hans, The Orange Room, kom út 2005 þegar hann var einungis fjórtán ára. Fleiri stuttskífur fylgdu í kjölfarið og árið 2008 flutti Sheeran til London til að einbeita sér að spilamennsku. Hann var sérlega duglegur og spilaði nánast upp á hvern einasta dag. Þessi kraftur skilaði sér því smám saman fór hann að vekja athygli og stuttskífan Loose Change sem kom út 2009 þótti vel heppnuð. Hann hætti hjá útgáfufyrirtæki sínu og flaug til Los Angeles þar sem hann vakti áhuga leikarans og tónlistarmannsins Jamie Foxx þegar hann spilaði á staðnum hans The Foxxhole. Aðdáendahópur Sheerans hélt áfram að vaxa með hjálp Youtube og árið 2010 gaf hann sjálfur út tvær stuttskífur sem fengu góðar viðtökur og aðra til viðbótar árið eftir. Útsendarar frá útgáfunni Asylum/Atlantic Records gerðu við hann samning og síðasta sumar kom fyrsta smáskífulagið hans út, The A Team, sem fór beint í þriðja sæti breska vinsældalistans. Fyrsta hljóðversplatan, You Need Me, kom svo út í september og náði hún efsta sætinu í Bretlandi. Sjá má myndband við annað lag af plötunni, Lego House, hér fyrir ofan. Sheeran er á leiðinni í stóra tónleikaferð um Evrópu og Bandaríkin sem hefst 3. mars í Ósló. Í Bandaríkjunum hitar hann upp fyrir bresku hljómsveitina Snow Patrol. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Sjá meira