Þjónustumiðstöð á nýjum gatnamótum 23. febrúar 2012 04:30 Stórhuga áætlanir Auk þjónustu við bifreiðaeigendur er gert ráð fyrir að í Miðju Suðurlands verði meðal annars þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn, matvöruverslanir, sérvöruverslanir, veitingastaðir og kaffihús, auk svæðis fyrir margs konar afþreyingu fyrir ferðamenn. Mynd/Gatnamót ehf. Sveitarfélagið Árborg hefur veitt vilyrði fyrir sex hektara lóð undir nýja verslunar- og þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn á Suðurlandi. Miðstöðin kallast Miðja Suðurlands og á að rísa við fyrirhuguð gatnamót Suðurlandsvegar og Biskupstungnabrautar þegar hringvegurinn verður fluttur norðaustur fyrir Selfoss. Fullbyggð á verslunar- og þjónustumiðstöðin að vera 14 til 18 þúsund fermetrar. Í fyrsta hluta byggingarinnar er gert ráð fyrir að reisa fjölorkustöð sem býður jafnt upp á hefðbundið eldsneyti sem og þjónustu við farartæki knúin nýjum orkugjöfum á borð við metan og rafmagn. Þá á sérstaklega að huga að þjónustu við húsbíla og fellihýsi. Að byggingu Miðju Suðurlands stendur fyrirtækið Gatnamót ehf. Í forathugunum þess kemur fram að alls fari daglega 9.000 bílar um þennan kafla Suðurlandsvegar. Þá telji íbúafjöldi svæðisins 50.000 manns ef talin er með sumarhúsabyggð á sumrin. Að sögn Árna Blöndals, eins forsvarsmanna Gatnamóta, er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist við fyrsta tækifæri. „Við gerðum samstarfssamning við Sveitarfélagið Árborg í janúar og fengum þá vilyrði fyrir þeirri lóð sem við hyggjumst nýta undir starfsemina," segir hann og kveður bæði minnihluta og meirihluta í stjórn sveitarfélagins áfram um að sjá verkefnið verða að veruleika. Árni segir að búa eigi til „hlýlegt og notalegt umhverfi", en staðsetja eigi stórverslanir í báðum endum byggingarinnar. Öðrum megin er gert ráð fyrir lágvöruverðsverslun og hinum megin byggingavöruverslun. Í samgönguáætlun 2011-2022 er gert ráð fyrir nýjum vegi norðaustan Selfoss með nýrri brú á Ölfusá á árunum 2019 til 2022. Á árunum 2015 til 2018 stendur hins vegar til að tvöfalda og endurnýja veginn milli Hveragerðis og Selfoss. Samkvæmt áætluninni gætu nýlegar upplýsingar um takmarkað burðarþol Ölfusárbrúar við Selfoss þó orðið til að breyta forgangsröðun. „Því er settur sá fyrirvari að unnt verði að víxla framkvæmdum á Suðurlandsvegi í áætlun þessari," segir þar. Árni kveðst hins vegar vongóður um að hægt verði að hefja framvæmdir við Miðju Suðurlands innan fárra ára, en það ráðist svolítið af ákvörðunum á sviði stjórnmálanna. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Sjá meira
Sveitarfélagið Árborg hefur veitt vilyrði fyrir sex hektara lóð undir nýja verslunar- og þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn á Suðurlandi. Miðstöðin kallast Miðja Suðurlands og á að rísa við fyrirhuguð gatnamót Suðurlandsvegar og Biskupstungnabrautar þegar hringvegurinn verður fluttur norðaustur fyrir Selfoss. Fullbyggð á verslunar- og þjónustumiðstöðin að vera 14 til 18 þúsund fermetrar. Í fyrsta hluta byggingarinnar er gert ráð fyrir að reisa fjölorkustöð sem býður jafnt upp á hefðbundið eldsneyti sem og þjónustu við farartæki knúin nýjum orkugjöfum á borð við metan og rafmagn. Þá á sérstaklega að huga að þjónustu við húsbíla og fellihýsi. Að byggingu Miðju Suðurlands stendur fyrirtækið Gatnamót ehf. Í forathugunum þess kemur fram að alls fari daglega 9.000 bílar um þennan kafla Suðurlandsvegar. Þá telji íbúafjöldi svæðisins 50.000 manns ef talin er með sumarhúsabyggð á sumrin. Að sögn Árna Blöndals, eins forsvarsmanna Gatnamóta, er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist við fyrsta tækifæri. „Við gerðum samstarfssamning við Sveitarfélagið Árborg í janúar og fengum þá vilyrði fyrir þeirri lóð sem við hyggjumst nýta undir starfsemina," segir hann og kveður bæði minnihluta og meirihluta í stjórn sveitarfélagins áfram um að sjá verkefnið verða að veruleika. Árni segir að búa eigi til „hlýlegt og notalegt umhverfi", en staðsetja eigi stórverslanir í báðum endum byggingarinnar. Öðrum megin er gert ráð fyrir lágvöruverðsverslun og hinum megin byggingavöruverslun. Í samgönguáætlun 2011-2022 er gert ráð fyrir nýjum vegi norðaustan Selfoss með nýrri brú á Ölfusá á árunum 2019 til 2022. Á árunum 2015 til 2018 stendur hins vegar til að tvöfalda og endurnýja veginn milli Hveragerðis og Selfoss. Samkvæmt áætluninni gætu nýlegar upplýsingar um takmarkað burðarþol Ölfusárbrúar við Selfoss þó orðið til að breyta forgangsröðun. „Því er settur sá fyrirvari að unnt verði að víxla framkvæmdum á Suðurlandsvegi í áætlun þessari," segir þar. Árni kveðst hins vegar vongóður um að hægt verði að hefja framvæmdir við Miðju Suðurlands innan fárra ára, en það ráðist svolítið af ákvörðunum á sviði stjórnmálanna. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Sjá meira