Flýgur frá Hollywood til að taka upp nokkrar setningar 22. febrúar 2012 13:15 Þorvaldi Davíð Kristjánssynivar flogið heim frá Los Angeles í snatri til að laga nokkrar setningar í myndinni Svartur á leik en það styttist óðum í frumsýninguna 2 mars. „Þetta er án efa lengsta ferðalag sem ég hef lagt í fyrir jafn litla vinnu," segir leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson sem er nýkominn til landsins til að taka upp nokkrar setningar í myndinni Svartur á leik. Þorvaldur leikur eitt aðalhlutverkanna í myndinni en það vantaði að laga nokkrar setningar sem Þorvaldur fer með fyrir frumsýningu myndarinnar hérlendis 2. mars. Þorvaldi var því óvænt flogið heim í snatri til að taka upp þessa hljóðbúta en hann er búsettur í Los Angeles ásamt unnustu sinni Hrafntinnu Karlsdóttur. Þorvaldur kom á mánudagsmorguninn og var sérstaklega glaður yfir að geta verið viðstaddur frumsýninguna. „Þetta er mjög lítið sem vantaði og ég klára að taka það upp í dag eða á morgun. Þetta er spurning um nokkrar setningar en fyrst þeir flugu mér heim gat ég ekki staðist það að vera framyfir frumsýninguna," segir Þorvaldur en myndin hefur þegar verið sýnd á kvikmyndahátíðum í Rotterdam og Berlín þar sem hún hefur fengið góðar viðtökur. „Hljóðið var klárað í flýti rétt fyrir heimsfrumsýninguna í Rotterdam og þetta var spurning um að fínpússa nokkra hluti." Þorvaldur er spenntur fyrir frumsýningunni hérlendis og óhætt er að segja að landinn sé það líka. Eins og Fréttablaðið greindi frá í byrjun vikunnar er bók Stefáns Mána, sem myndin er byggð á, kominn á topp kiljulista Forlagsins. Það er Óskar Þór Axelsson sem leikstýrir og Jóhannes Haukur Jóhannesson, María Birta og Damon Younger eru á meðal þeirra sem fara með önnur hlutverk í myndinni. „Ég er mjög spenntur að fá viðbrögðin. Myndin er gróf og lýsir undirheiminum á Íslandi vel," segir Þorvaldur og bætir við að hann sé sáttur með útkomuna. Þorvaldur nær þó ekki að staldra lengi við á Íslandi en hann heldur aftur til Los Angeles daginn eftir frumsýninguna. Þar reynir hann fyrir sér í borg englana en hann útskrifaðist frá leikaranámi Julliard skólans síðastliðið vor. „Ég er að fara á fundi og get vonandi tekið myndina með mér út til að sýna hana. Maður þarf að fylgja þessu eftir," segir hann. alfrun@frettabladid.is Lífið Mest lesið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Skammast sín ekki fyrir að vera blankir - myndband Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira
„Þetta er án efa lengsta ferðalag sem ég hef lagt í fyrir jafn litla vinnu," segir leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson sem er nýkominn til landsins til að taka upp nokkrar setningar í myndinni Svartur á leik. Þorvaldur leikur eitt aðalhlutverkanna í myndinni en það vantaði að laga nokkrar setningar sem Þorvaldur fer með fyrir frumsýningu myndarinnar hérlendis 2. mars. Þorvaldi var því óvænt flogið heim í snatri til að taka upp þessa hljóðbúta en hann er búsettur í Los Angeles ásamt unnustu sinni Hrafntinnu Karlsdóttur. Þorvaldur kom á mánudagsmorguninn og var sérstaklega glaður yfir að geta verið viðstaddur frumsýninguna. „Þetta er mjög lítið sem vantaði og ég klára að taka það upp í dag eða á morgun. Þetta er spurning um nokkrar setningar en fyrst þeir flugu mér heim gat ég ekki staðist það að vera framyfir frumsýninguna," segir Þorvaldur en myndin hefur þegar verið sýnd á kvikmyndahátíðum í Rotterdam og Berlín þar sem hún hefur fengið góðar viðtökur. „Hljóðið var klárað í flýti rétt fyrir heimsfrumsýninguna í Rotterdam og þetta var spurning um að fínpússa nokkra hluti." Þorvaldur er spenntur fyrir frumsýningunni hérlendis og óhætt er að segja að landinn sé það líka. Eins og Fréttablaðið greindi frá í byrjun vikunnar er bók Stefáns Mána, sem myndin er byggð á, kominn á topp kiljulista Forlagsins. Það er Óskar Þór Axelsson sem leikstýrir og Jóhannes Haukur Jóhannesson, María Birta og Damon Younger eru á meðal þeirra sem fara með önnur hlutverk í myndinni. „Ég er mjög spenntur að fá viðbrögðin. Myndin er gróf og lýsir undirheiminum á Íslandi vel," segir Þorvaldur og bætir við að hann sé sáttur með útkomuna. Þorvaldur nær þó ekki að staldra lengi við á Íslandi en hann heldur aftur til Los Angeles daginn eftir frumsýninguna. Þar reynir hann fyrir sér í borg englana en hann útskrifaðist frá leikaranámi Julliard skólans síðastliðið vor. „Ég er að fara á fundi og get vonandi tekið myndina með mér út til að sýna hana. Maður þarf að fylgja þessu eftir," segir hann. alfrun@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Skammast sín ekki fyrir að vera blankir - myndband Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira