Í góðri stemningu á Sundance 28. janúar 2012 09:00 Ánægð Eva María er himinlifandi yfir viðtökunum á myndinni Goats á Sundance-hátíðinni en hún er meðframleiðandi að myndinni. „Hér er góð stemning og rosalega mikið af fólki í bænum," segir Eva María Daníels, framleiðandi en hún er stödd í Utah þar sem hún frumsýndi myndina Goats á Sundance-kvikmyndahátíðinni. Eva María hefur starfað við framleiðslu kvikmynda í Los Angeles í dágóðan tíma og getið sér góðs orðs innan kvikmyndabransans en hún er meðframleiðandi að myndinni Goats. Myndin skartar þeim David Duchovny, Veru Farmiga, Graham Philips, Keri Russell og Ty Burrell en hann er þekktur úr sjónvarpsþáttunum vinsælu Modern Family. Allir leikararnir voru mættir á Sundance til að fylgja myndinni eftir en hún var frumsýnd fyrir fullu húsi á hátíðinni og hefur Duchovny verið sérstaklega hrósað fyrir frammistöðu sína. „Við sýndum myndina í stærsta bíóinu hérna sem tekur um 1.300 manns og það var alveg stappað. Eftir myndina var spurt og svarað með leikurum og leikstjóra. Þá fengum við smjörþefinn af viðbrögðum áhorfenda sem voru mjög góð," segir Eva María og bætir við að allir í tökuliðinu séu mjög ánægðir með viðtökurnar. Ýmislegt hefur gengið á í aðdraganda myndarinnar, eins og leikaraskipti en upphaflega átti leikkonan Rooney Mara að fara með aðalhlutverkið en hún hætti við eftir að hún landaði hlutverki Lisbeth Salander í The Girl with the Dragon Tattoo. Goats var sýnd í sérstökum frumsýningarflokki og verður sýnd þrisvar sinnum í viðbót yfir hátíðina en uppselt er á allar sýningarnar að sögn Evu Maríu. „Nú er bara að bíða og vona að einhver vilji dreifa myndinni í kvikmyndahús. Ég er líka að vona að myndin verði sýnd á Íslandi á þessu ári." - áp Lífið Mest lesið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Skammast sín ekki fyrir að vera blankir - myndband Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira
„Hér er góð stemning og rosalega mikið af fólki í bænum," segir Eva María Daníels, framleiðandi en hún er stödd í Utah þar sem hún frumsýndi myndina Goats á Sundance-kvikmyndahátíðinni. Eva María hefur starfað við framleiðslu kvikmynda í Los Angeles í dágóðan tíma og getið sér góðs orðs innan kvikmyndabransans en hún er meðframleiðandi að myndinni Goats. Myndin skartar þeim David Duchovny, Veru Farmiga, Graham Philips, Keri Russell og Ty Burrell en hann er þekktur úr sjónvarpsþáttunum vinsælu Modern Family. Allir leikararnir voru mættir á Sundance til að fylgja myndinni eftir en hún var frumsýnd fyrir fullu húsi á hátíðinni og hefur Duchovny verið sérstaklega hrósað fyrir frammistöðu sína. „Við sýndum myndina í stærsta bíóinu hérna sem tekur um 1.300 manns og það var alveg stappað. Eftir myndina var spurt og svarað með leikurum og leikstjóra. Þá fengum við smjörþefinn af viðbrögðum áhorfenda sem voru mjög góð," segir Eva María og bætir við að allir í tökuliðinu séu mjög ánægðir með viðtökurnar. Ýmislegt hefur gengið á í aðdraganda myndarinnar, eins og leikaraskipti en upphaflega átti leikkonan Rooney Mara að fara með aðalhlutverkið en hún hætti við eftir að hún landaði hlutverki Lisbeth Salander í The Girl with the Dragon Tattoo. Goats var sýnd í sérstökum frumsýningarflokki og verður sýnd þrisvar sinnum í viðbót yfir hátíðina en uppselt er á allar sýningarnar að sögn Evu Maríu. „Nú er bara að bíða og vona að einhver vilji dreifa myndinni í kvikmyndahús. Ég er líka að vona að myndin verði sýnd á Íslandi á þessu ári." - áp
Lífið Mest lesið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Skammast sín ekki fyrir að vera blankir - myndband Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira